Bjarmi - 01.07.1968, Qupperneq 8
islenzkt starfslið í Gidole
Það er ekki víst, að allir ís-
lenzkir kristniboðsvinir hafi
veitt því athygli, hve þáttur
þeirra í starfinu í bænum Gidole
hefur vaxið stórkostlega. I bæ
þessum, sem er uppi í hálend-
inu um 50 km fyrir norðan
Konsóstöðina, hafa Norðmenn
reist allstóra kristniboðsstöð.
Vegna manneklu þeirra hefur
skipazt svo, að íslenzkir kristni-
boðsvinir hafa komið þar til að-
stoðar. Þeir launa læknishjónin,
sem annast sjúkrahúsið þar.
Eru það þaú Jóhannes Ólafsson
og Áslaug kona hans. Þá var og
ákveðið, að Simonette hjúkrun-
arkona Bruvik færi þangað og
tæki til starfa nú í sumar. Vera
má, að þó verði nokkur bið á
því, vegna erfiðra aðstæðna ann-
ars staðar. Á öðrum stað í blað-
inu er og frá því sagt, að Bene-
dikt Jasonarson sé á förum til
þess að gerast kennari við
Biblíuskólann þar. Og síðast en
ekki sízt: Skúli Svavarsson hef-
ur undanfarna mánuði verið
stöðvarstjóri þarna og verður
áfram. Hefur hann staðið sig
með hinni mestu prýði í því
mikla og vandasama starfi.
Þegar þessa alls er gætt kem-
ur í ljós, að íslenzkir kristni-
boðsvinir hafa tekið að sér að
kosta starf þrennra hjóna og
einnar hjúkrunarkonu í Gidole.
Er þá liðsaflinn héðan að heim-
an orðinn þrefaldur þar í bæ
móts við það, sem nú er í Konsó.
Þrátt fyrir það þarf meira fé til
Konsó, þar eð bera verður þar
kostnað af öllum byggingum, af
skólahaldi og starfrækslu
sjúkraskýlisins, auk þess styrks,
sem innlendum starfsmönnum
er veittur til starfs úti í Konsó-
þorpunum.
Laun kristniboðanna allra,
einnig þeirra, sem starfa í Gi-
dole, eru færð á fjárhagsáætlun
kristniboðsstöðvarinnar í Konsó.
1 ár mun þurfa um 1 milljón og
700 þús. krónur til þess að
standast kostnað starfsins þar.
Það er mikið fé, ekki sízt, þegar
hugsað er um sívaxandi fjár-
hagserfiðleika hér á landi. Starf-
ið mun því leggjast með vax-
andi þunga á kristniboðsvinina
sjálfa, þar eð síður má í náinni
framtíð vænta stuðnings frá
einstaklingum, sem eru utan fé-
lagasamtaka eða stuðningshóps
kristniboðsins í Konsó.
Það er nauðsyn, að kristni-
boðsvinir geri sér vel Ijósa þá
staðreynd, hve starfið hefur
vaxið í Eþíópíu og hve starfið
Bréf frá
Skúla
Svavarssyni
STARFIÐ ER HEILLANDI
Kæru kristnihoðsvinir.
Það hefur verið ætlun mín að skrifa ykkur
svolítið um stöðina og starfið hér í Gidole, síðan
við komuni hingað, og læt ég nú loks verða af
því. —
Gidole er sú kristnihoðsstöð, sem er næst
Konsó. Starfssvæði beggja stöðvanna mynda
Gammu-Gofa prófaslsdæmi Mekane Jesús kirkj-
unnar. Allt samstarf milli þessara tveggja stöðva
er því mjög náið. Við erum nú tvær íslenzkar
fjölskyldur hér á stöðinni og eigum von á þeirri
þriðju í sumar. Þess vegna er það eðlilegt, að
ykkur Iangi að frétta svolítið frá Gidole.
Hér á sjálfri stöðvarlóðinni er harnaskóli með
um það hil 260 nemendum, sem skiptast í 1.—
6. hekk. Það er norsk kennslukona, sem veitir
skólanum forstöðu. Auk nemendanna, sem eru
í skólanum á stöðinni, þá húa hér allmargir nem-
endur frá Konsó og Gidole-héraðinu, sem eru við
nám í 7. og 8. hekk ríkisskólans í Gidole hænum.
Bihlíuskóli er hér einnig. Við höfum tvær
kennslustofur þar. í annarri heldur eins árs
bihlíuskólinn til og í hinni stofunni höfum við
tvö þriggja mánaða hihlíunámskeið hvert ár auk
styttri námskeiða fyrir starfandi prédikara, safn-
aðarstarfsmenn og öldunga safnaðanna. Safnað-
armeðlimirnir hafa litla þekkingu á kristnum
fræðum, og er því Biblíuskólinn hin þarfasta
stofnun. Þeir sem verið hafa á eins árs eða þriggja
mánaða námskeiði Bihlíuskólans starfa að námi
loknu innan sinna safnaða, án launa til að hyrja
með.
Þriðja stofnunin við stöðina hér í Gidole er
sjúkraliúsið, sem Jóhannes læknir veitir forstöðu.
Sér til aðstoðar hefur hann tvær norskar hjúkr-
unarkonur auk eþíópsku slarfsmannanna.
Gidole-hérað er mjög stórt og þéttbýlt. Það
eru um það hil þrjár dagleiðir frá söfnuðunum
sem eru nyrzt til þeirra, sem eru syðst. (Með
dagleið á ég við eins dags ferð á múldýri, því hér
er lítið hægt að komast á híl.) Á þessu svæði eru
nú 74 kristnir söfnuðir. Vegna þess, hve svæðið
er stórt, höfum við skipt því í þrennt. Gidole
kallast svæðið kringum stöðina og suður að landa-
mærum Konsó. Fyrir norðan Gidole er Zeisi og
nyrzt Gresí. Hvert svæði hefur sinn eþíópska
prest. Prestinum til aðstoðar eru 30 prédikarar
og 5 kennarar, sem hafa skírnar- og fermingar-
n n .i a n >i i