Bjarmi - 01.07.1968, Qupperneq 14
Fra heimsborg tilhjara veraldar
Framhaídssaga um Georg Williams, stofnanda K.F.U.M., eftir Sverre Magelssen
I fyrri köflum fjallaði um
uppruna Georgs Williams,
bernsku hans, skólagöngu og
loks, er hann var sendur til
verzlunarnáms. Kom fljótt í
ljós, að Jiar var liann á rcttri
liillu. Húshóndi hans var sann-
kristinn maður og fyrir til-
stuðlan lians sótti Georg kirkju.
Varð liann þar fyrir sterkum
áhrifum og tók afturlivarfi.
Georg fer til Lundúna.
Fjórtándi dagur febrúarmánaðar árið 1838 var
merkisdagur í ævi Georgs. Þá var hann tekinn
inn í óháða söfnuðinn í Bridgewater. Og brátt
fór hann að taka þátt í starfi safnaðarins.
Eitt var honum ljóst: Hann skorti kristilega
þekkingu. Enginn hafði veitt honum neina krist-
indómsfræðslu, þegar hann var barn. Hann fór
að kenna í sunnudagaskóla safnaðarins, en hon-
um duldist ekki, að jafnvel yngri börnin í hópn-
um vissu oft meira um Guð og ríki Guðs en hann.
Hann þóttist því ekki of mikill maður til þess
að setjast sjálfur á bekkinn í miðjum hópi sunnu-
dagaskólabarnanna. Hann vildi fræðast.
Hann var mjög áhugasamur þátttakandi í litl-
um biblíulestrarhópi. Þar opnaðist Biblían fyrir
honum í tvennum skilningi. Hann varð fljótlega
handgenginn henni. Á hverjum degi tók hann sér
tíma til að lesa. Og nýju, kristnu vinirnir hans
voru óþreytandi að svara spurningum hans.
Þetta var mikil hvatning fyrir Holme kaup-
mann. Georg hafði sannarlega ekki gert ráð fyr-
ir því, að hann ætti eftir að þakka húsbónda sín-
um fyrir, að hann hafði tekið hann með sér i
Zíonskapelluna sunnudag eftir sunnudag. Og
Holme var á hinn bóginn enn þá sannfærðari en
áður um, að þennan ráðningarskilmála ætti hann
aldrei að afnema úr verzlun sinni!
Það kom eitthvað nýtt inn í fyrirtækið. Georg
var athafnamaður að eðlisfari. Hann gat ekki
horft upp á það rólegur, að margir félagar hans
þarna þekktu Guð elcki í raun og veru. Og hann
vitnaði fyrir þeim. Það gekk svo langt, að marg-
ir urðu fokvondir við hann. — Vertu ekki að
nudda í okkur — leyfðu okkur að vera í friði,
sögðu þeir. Georg skildi þetta ekki almennilega.
Þeir vissu allir, hver afstaða hans hafði verið
áður. Og nú var hann orðinn trúaður, kristinn
piltur. Nú urðu þeir einnig að verða það.
William Hurman var sá, sem leysti hnútinn.
Þeir gátu ekki haldið uppi kappræðum í svefn-
sölunum á hverju kvöldi. Margir þeirra tóku þátt
í umræðunum aðeins vegna umræðnanna — eða
til þess að espa Georg. Það væri betra að hætta
leiknum, meðan hæst hann bæri, var skoðun
Williams.
— Við skulum heldur biðja meira fyrir þeim.
Og svo verðum við að vera þeim góðir félagar,
við verðum að sigrast á göllum okkar — og vera
almennilegir. Þá vilja þeir hlusta á okkur, þegar
Guð gefur okkur tækifæri til.
Georg sá, að William hafði rétt fyrir sér. Hann
hætti að kappræða við starfsbræður sína. Þá
varð líka betri tími til þess að biðja fyrir þeim.
Hópur trúuðu starfsmannanna kom saman á
ákveðnum timum til þess að biðjast fyrir í litlu
herbergi til hliðar við verzlunarbúðina. Og upp
frá þeim degi fór andrúmsloftið að breytast með-
al starfsmanna fyrirtækisins.
Dag nokkurn var námstími Georgs á enda
runninn.
Þá var hann 19 ára gamall. Honum var vel
ljóst, að hann gat ekki sezt að í Bridgewater.
Verzlun Holmes var ekki stærri en svo, að hann
hafði nóga útlærða menn á sínum snærum. Ekki
var rúm fyrir fleiri. Engu að síður þótti Georg
mjög erfitt að hætta. Margir piltarnir í verzlun-
inni höfðu tekið trú í seinni tíð, og þeir voru
allir knýttir innilegum vináttuböndum. Erfitt
hafði verið að fara að heiman í fyrsta sinn, en
enn þá þyngra var honum um hjartað, þegar
hann yfirgaf Zíonskapelluna í síðasta sinn eftir
stundina, sem hann hafði átt með sunnudaga-
skólahópnum.
En honum var nauðugur einn kostur að fara.
Daginn, sem námstímanum lauk og hann tók
saman pjönkur sínar og kvaddi, var hann í raun-
inni atvinnulaus. Það var ekki hlaupið að því að
fá nýja stöðu. Að minnsta kosti var það alger-
lega vonlaust í Bridgewater.
Það vildi honum til happs, að Fred bróðir
hans hafði nýlega stofnað verzlun í litlu þorpi,
sem Petherton hét. Það var ekki langt frá Bridge-
water. Fred hafði alls ekki efni á því að ráða
nýjan aðstoðarmann, en þar sem Georg var nú
atvinnulaus, skyldi hann að minnsta kosti taka
hann um tíma. Og þess þurfti Fred ekki að iðr-
ast, því að Georg lét sannarlega hendur standa
fram úr ermum.
Hann var ekki aðeins til hjálpar í verzluninni.
Hann bjó hjá bróður sínum, sem átti ágæta konu.
En hún var únítari, og Georg varð þegar ljóst,
að þarna hafði Guð ætlað honum mikið verkefni.
Hann bað ekki lítið fyrir henni! Sérstaklega
beiddist hann þess, að hann mætti vera til fyrir-
myndar á heimilinu — að þau þyrftu ekki að
hafa neitt út á hann að setja. Hann vildi vera
kristinn maður í einu og öliu.
14 BJABMI