Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 4
„Flýðu ekki birtuna, Einn sterkasti hljómurinn í jólaguðspjallinu er gleðihreim- urinn. „Sjá, ég boða yður mik- inn fögnuð.“ Það var innihald fyrstu jólaprédikunarinnar, og það er ósýnileg yfirskrift alls, sem sagt er frá prédikunar- stólnum: Vér boðum yður mik- inn fögnuð! Það er einmitt þetta, sem veitir djörfung til þess að vera prestur. Það eru margir erfið- leikar því fylgjandi að vera prestur (fleiri en menn halda), en þegar liggur við uppgjöf, berst mér einhver einkennileg- ur, mildandi máttur: Já, en þér er veitt að boða mikinn fögnuð! Sú hugsun grípur um hjarta- rætur aftur og aftur. Þess vegna langar mig til þess, að boðskap- ur um jól hafi fagnaðarhreim. Það, sem vér gleðjumst yfir, er, að vér eigum frélsara. „Frelsari heimsins fæddur er“. — Frelsari, sem hefur vald til þess að veita oss barnarétt hjá Guði, fyrirgefa oss syndir vor- ar, vernda oss gegn freistingum og frelsa oss frá hinum illa. Og á þeirri stundu, er vér eig- um að loka augum vorum í síð- asta sinn, getur hann hvíslað að oss: „Eg er upprisan og lifið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“ Heilög almenn kirkja hefur einkarétt á þeirri gleði. Það er engin hætta á því, að kirkjan muni nokkru sinni eignast keppinaut, þegar um er að ræða framboð á þeirri gleði. Þar dug- sem kemur að ofan“ ar enginn mannlegur máttur eða vizka. Kristna gleðin ein gerir lífið þess vert, að því sé lifað. # Vegna þess, hve veigamikið er að eiga kristinn fögnuð, er það sorgtlegt, að engu er líkara en að þessi „mikli fögnuSur<c geti ekki gróið i Twgum nútvma manna. Fögnuðurinn sjálfur er kvist- ur að ofan. Hann er gjöf Guðs í Kristi Jesú. Jafnvel þótt hann sé ekki mannaverk, á hann að vaxa í mannlegum huga. Hve sjaldgæft er það ekki nú á tím- um að hitta reglulega einfald- an og barnslega glaðan kristinn mann! Söfnuður fyrstu hvíta- sunnunnar var fagnandi. „Þeir neyttu fæðu með fögnuði og einfaldleik hjartans og lofuðu Guð.“ Þannig er ritað um menn í frumkristninni. Fögnuðurinn einkenndi þá. Vér verðum oft að blygðast vor á þessu sviði. Eins og ég sagði áðan: Fögnuð- urinn mikli á erfitt uppdráttar hjá þúsundum þeirra, sem vilja þó vera kristnir. Jólagleðin er hjá mörgum eins og kvistur, sem visnar og getur ekki skotið rótum. Og þá verður annað tveggja, að menn kveðja jólin og fagnaðarerindið, — segja, að það sé fjarri öllum raunveruleika, verða beiskir og harðir og segja skilið við krist- indóm og kirkju — eða menn láta sér nægja margs konar Svolítil jola- ráölegging gei’vi-gleði. Menn láta sér nægja jólaskemmtanir sem lélega upp- bót í stað jólagleðinnar. Sú blekking brestur einhvern tíma. Vér verðum að eiga hina sönnu, raunverulegu jólagleði. # Ég veit upp á hár, hver er orsök þess, að fögnuður jólanna getur ekki gróið í hugum margra nútimamanna. Orsökin er sú, að fögnuðurinn mikli get- ur aðeins vaxið í birtu Drottins, Jurt verður að hafa Ijós, eigi hún að geta vaxið. Það verður jólagleðin einnig. Það sést af sjálfu jólaguðspjallinu. Hvað er sagt þar? „Dýrð Drottins ljóm- aði í kringum þá.“ Ljós að ofan bi’auzt skyndi- Iega gegnum náttmyrkrið. Hirð- arnir sáu sjálfa sig og allt um- hverfis í skæru skínandi yfir- jarðneskri birtu, sem var ekki aðeins óþægileg fyrir augun, heldur afhjúpaði miskunnar- 4 B JA R M I

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.