Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 9
isburð, að hann bæri langt af öðrum nemendum. Hann hefur einnig sýnt mikinn áhuga i hinu nýja starfi sínu í Konsó. Af fermingardrengjunum þenn- an dag má nefna Kiffele, pilt- inn efnilega, sem vai’ við nám ásamt Jóhannesi Hadaya og Adane við kennaraskólann í Irg- alem, en dó snögglega á liðnum vetri. Fjórum vikum síðar er enn skirt í Konsó, og meðal þeirra, sem þá eru teknir í söfnuðinn, eru Barrisja Germó, seiðmað- urinn frá Dokottó, og Gandó, safnaðaröldungur, einn af mátt- arstólpum safnaðarins í Konsó. — Lengra skal þetta ekki rakið. Starfað í 24 Konsóþorpum. Á þessum fimmtán árum, sem liðin eru, síðan íslenzkir vottar hófu að boða nafn Jesú Krists í Konsó, og þau tíu ár, sem söfnuður hefur verið þar við lýði, hefur Drottinn blessað starfið, og hefur það vaxið jafnt og þétt, svo að vér hljótum að lofa hann og þakka honum. Nú er söfnuðurinn ekki sex manns eins og í upphafi, heldur munu vera í honum um 1000 manns. I upphafi þessa árs var unnið að kristilegu starfi í tuttugu og fjórum Konsóþorpum, og inn- bornir starfsmenn voru yfir þrjátíu talsins. Barnaskóli með sex bekkjum starfar á stöðinni, og fyrsti bekkur er á vegum safnaðarins í tveim þorpum. Börn og fullorðnir sækja kvöld- námskeið í þorpunum hundruð- um og jafnvel þúsundum sam- an, og á árinu, sem leið, sóttu hundruð manna skírnarnám- skeið i um tuttugu þorpum. Auk þessa eru haldin sérstök námskeið fyrir safnaðarfólk. Konsómaður hefur verið vigður prestur, Barrisja Húnde, eins og fyrr segir, en sú vígsla fór einmitt fram á þessu ári. Verið er að skipta héraðinu í fjögur safnaðai’svæði, svo mjög hefur starfið aukizt og þörfin vaxið á breyttu skipulagi, svo að starfskraftar megi nýtast sem bezt. Kirkja með bárujárns- þaki er risin í a. m. k. einu þorpi, Nagúllí, auk allra ann- arra kirkna í þorpunum, og á stöðinni sjálfri eru byggð æ fleiri hús, enda er hún orðin eins og lítið þorp. Nýja sjúkra- skýlið hefur reynzt þúsundum þjáðra Konsómanna hæli og höfn. Margir kristniboðar hafa far- ið héðan til starfa í Eþíópíu, frá því starfið hófst. Það er ánægjulegt, að þau Margrét, Benedikt og Ingunn, sem öll voru i Konsó, þegar söfnuður var stofnaður þar, skuli nú vera komin á ný til Eþíópíu eftir nokkurt hlé, þau hjónin í ann- að sinn og Ingunn í þriðja sinn. Nú hefur oss verið falið enn stærra verkefni á akrinum, er íslenzkir kristniboðar taka að sér starfið á kristniboðsstöðinni í Gidole í sífellt ríkari mæli. Þar er ef til vill blómlegasta starfið á öllum kristniboðsakri Norðmanna í Eþíópíu um þess- ar mundir, enda er starfssvæðið afar víðáttumikið. Hefur Skúli Svavarsson, kristniboði, nýlega lýst starfinu þar hér í blaðinu, og eru kristniboðsvinir hvattir til að lesa grein hans með at- hygli. t sigurför. Vér gleðjumst á þessum tima- mótum. Vér gerum oss ljóst, að ábyrgðin eykst með vaxandi verkefnum. En málefnið er Drottins. Hann kallaði oss til fylgdar og þjónustu, og fyrir- heiti hans eru enn í fullu gildi: „Sjá, eg er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar". Hann hefur sjálfur lagt af stað í sigurför sína um Eþíópíu, og hann hefur af náð sinni leyft oss að slást í förina og verða vottar að dáðum hans meðal fólks, sem hefur beðið eftir fagnaðarerindinu. Með þessu sýnir hann oss óverðskuldaðan trúnað, sem kallar á þakklæti vort og þjónustu'. Guð gefi oss náð til að reynast köllun hans trúir. Guð blessi kristna menn í Konsó og um gjörvalla Eþíópíu. Benedikt Arnkelsson. B J A R M I »

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.