Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 11
En þegar hann hafði verið í leikhúsinu í fyrsta sinn, þá horfði hún á hann, lengi, með augun full af tárum og sorg, og augnaráðið brenndi sig inn i sái hans og hann vissi, að hann mundi aldrei gleyma því. Svo var það bjart vorkvöld, sunnudag í maí. Hún sat við gluggann. Sólin seig bak við ása í vestri. Allt var þrungið friði. En augu hennar voru tár- vot. Hún bað eins og þúsund aðrar mæður hafa beðið — tárabæn um sáluhjálp til handa syni sínum. Nú var hann full- orðinn og fór sinna ferða, ferða, sem móðir hans þekkti ekki. Og hún var uggandi. Góða mín, ef þú hefðir vitað, hvað kom fyrir drenginn þinn þetta sama kvöld, þá hefði ugg- ur þinn breytzt í fagnandi lof- söng! Það var seint um kvöldið. Allir voru gengnir til náða nema ég. Þá gekk pilturinn inn i stofuna. En — hvað var á seyði? Það var eitthavð óvenju- legt við hann: Hann krýpur við rúmið og fer að biðja og þakka Guði fyrir fyrirgefningu synd- anna og frið. Það hafði ég ekki séð í mörg ár. Það kvöld hafði hann ásamt mörgum öðrum gefið Guði hjarta sitt á vakn- ingasamkomu í Hjáipræðis- hernum. Tárabænum móðurinn- ar var svarað, og hjarta henn- ar var barmafullt af þakklæti og lofsöng. Já, klukkuhjartað i mér sló víst drjúgum hraðar en endranær. Tikk-takk. # Allt, sem var einhvers virði og hafði gildi fyrir unglinginn síðar á ævinni, mátti rekja til þess, sem gerðist þetta kvöld. Mamma var ólýsanlega glöð, en það var sitthvað, sem vakti undrun. Einn daginn kom hann heim af samkomu, með augað bólgið og alla vega litt. Það var á hinum fyrstu stormasömu dögum Hersins. „Drengurinn minn, hvers konar sértrúarflokkur er þetta, sem þú hefur látið ánetjast?“ spurði hún skelkuð. „Þetta er vegna Jesú,“ svar- aði hann og lyfti höfði, svo að rauðgult augað blasti við. Það var eins og hann væri að sýna heiðursmerki frá kónginum. Tíminn leið. Aftur fylltu Sí- onssöngvar heimiiið litla. Þá sá ég dag nokkurn móður og son á knám í gamla bæna- horninu. Ungi maðurinn hafði verið kallaður til starfa í vín- garði Drottins. Og nú var skiln- aðarstundin upp runnin. Með saknaðartárum lagði hún son sinn sem fórn á altarið og fól hann í gæzlu Drottins. Þau báðu saman og grétu saman. Síðan stóðu þau upp. Hann tók litlu ferðatöskuna sína og lagði höndina á dyrahúninn, en hann orkaði ekki að opna. Blessaður drengurinn, hann var enda ekki eldri en 18 ára. Það var svo sárt að sjá tárvott andlit mömmu. Þrisvar gekk hann aftur til baka, áður en hann opnaði loks- ins dyrnar og kvaddi í síðasta sinn. # Það liðu ár, áður en ég sá unga manninn aftur. Ég sá að- eins bréfin hans, bréf, sem móð- ir hans las aftur og aftur, og þá glitruðu oft gleðitár, og hún notaði bænahornið oftar en nokkru sinni fyrr. Aftur leið ár. Þá sá ég son- inn dag einn við banabeð móð- ur sinnar. Hún veitir honum blessun sína og kveður hann hinztu kveðju. Æ, þá var eins og sólin slokknaði á því heimili. Dreif- ing komst á allt og alla. — Ég hætti sjálf að ganga og var sett upp á háaloft, þar sem ég stóð i mörg ár, þar til dag nokkurn, að hann, sem eg var svo ná- tengd í bernsku hans, uppgötv- aði mig á ný. Hann ákvað að reyna mig einu sinni enn — vegna minninganna! # Og nú hefur klukkan, sem of snemma lét af störfum fyrir aldurs sakir, gengið sinn gang i nærfellt tvo áratugi til við- bótar. Hún er ósköp fornfáleg Sannur Guð af Guði hreinum getinn ertu, Jesús minn. Þú varst Guð, í lífsins leynum lýsti guðdóms máttur þinn. Þú er Guð, og Guði einum gefi maður vilja sinn. Sannur maður, meyjan skæra, mann þig fæddi á vora jörð. Þú varst maður, lézt oss læra lífsins speki í þinni lijörð. Þú ert niaður, menn því færa maiinsiiis syni þakkargjörð. Sanimr Guð og sannur maður sífellt ertu, Jesús kær, með þér andi mannsins glaður mátt og guðdómseðli fær. Hjá þér einuni er sá staður, allt sem mannlegt þroska nær. Guð og maður, Kristur kæri, kenn mér þér að lifa liér, að ég vísdóm lífsins læri, Ijós þíns auglits skíni mér. Ó, að líf mitt ávallt bæri eiidurskin frá sjálfum þér. Friðrik Friðriksson. og kemur ekki heim við smekk manna nú á dögum. En hún hef- ur þar á móti þann sjaldgæfa eiginleika, að hún getur sagt frá! Að vísu eru það nú tæp- lega aðrir en ég, sem skilja mál hennar, þó að gestur einn upp- götvaði fyrir nokkru, að hún segði ekki tikk-takk, heldur þagna-þakka! Ég get vel trúað þessu. Bernskuvinurinn minn kæri hefur heyrt og séð svo margar óþarfar áhyggjur lífsins, að nú hefur hún orðað lífsviðhorf sitt í þessari setningu: Þagna-þakka! n .i a n m i ii

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.