Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 13
Saga Úrmöllu. Fyrir allmörgum árum minnt- ist ég eða Ingunn á atburð í bréfi. Það var, er Bórannar réð- ust að Konsófólki, sem var úti á akri. Dóu 2 menn þegar, ung- barn og lítill drengur stuttu eftir að þau voru borin til sjúkraskýlisins, en unglings- telpa um 15 ára fékk skotsár víða og var vart hugað líf. Margir kristnir, stai’fsmenn á sjúkraskýlinu og aðrir, stað- næmdust við sjúkrabeð stúlk- unnar og báðu með henni og fyrir henni, sálu og líkama. Guð gaf henni líf, og hún tók að leita samfélags við hann. 1 stað þess að snúa heim til þorps síns, sem er langt héðan, settist hún að hjá kristnu fólki í næsta þorpi, og þaðan sótti hún trúfastlega fundi og samkomur. Lengi von- uðum við, að leit hennar myndi leiða til lifandi trúar, en skyndi- lega hvarf stúlkan með öllu. Það leið langur tími, og við heyrðum ekkert frá henni. Síð- astliðið haust, er við hófum kvennastarfið, gekk ég á starfs- mennina hér, bæði fastamenn og lausa, og bað þá að senda nú konurnar sínar og hvetja þær til að vera með. I því sam- bandi fór ég að ræða við einn daglaunamanninn. Ég hafði ekki vitað, að hann væri giftur. Jú, hann var giftur og meira að segja nýverið orðinn faðir. ,,Þú þekkir hana,“ sagði hann og minnti mig á fyrrgreint slys, er Bórannarnir skutu niður Konsófólk. ,,Hún er unga stúlk- an, sem ein lifði af.“ Þið getið ykkur nærri um undrun mína — en vænt þótti mér um að geta nú aftur haft samband við stúlk- una. Lengi vel lét hún samt ekk- ert á sér bæra, — fyrr en dag nokkurn, er við vorum saman- komnar úti hjá Æsollu á sauma- fund. Settist hún með okkur smástund, og Guji fór að tala við hana. Kom m. a. fram í sam- talinu, hvernig henni einni hafði verið veitt lífgjöf meðan allir hinir dóu, — og að hún hefði þá ákaft hrópað til Guðs og heitið honum lífi sinu, aðeins ef hann gæfi henni frest til að lifa lengur. Guð hafði staðið við sitt, en hún brugðizt. Ég veit ekki, hvaða svari við bjuggumst við, en að minnsta kosti ekki því, sem við fengum. Það lá við að kalt vatn rynni okkur milli skinns og hörunds, því hún rak upp trylltan hlátur og storkaði Guði með stórum orðum: Hann gæti nú varla hafa tekið sig, aumingja hrædda barnið, svo alvarlega. Það væri líklega nóg- ur tíminn ennþá. Hann væri meira að segja búinn að gefa sér sveinbarn, svo hann væri greinilega ekkert reiður út í hana. Það er afar óvenjulegt að heyra slíkan tón. Okkar síðustu aðvörunarorð til hennar voru þessi: „Gættu þín, Úrmalla, Guð lætur ekki að sér hæða.“ Fyrr en okkur óraði áttu þessi oi’ð eftir að byrja að ræt- ast. Um miðjan júní komu um- rædd hjón hlaupandi um hánótt með barnið í fanginu, sem þá var dauðvona. Ein vika leið og tvær og barnið sveif á milli heims og helju, unz það loks virtist ætla að rétta við. Þá hljóp móðirin strax út í þorp með drenginn, og er Æsolla hitti hana þar sama eftirmiðdag, sagði hún storkandi: „Sjáðu bara barnið! Hann lifir! Er Guð kannski ekki góður við mig áfram?“ „Þakkarðu honum þá fyrir það?“ spurði Æsolla á móti, en eina svarið, sem hún fékk. var hæðnishlátur. En nú virtist mælirinn vera orðinn fullur, — og næsta dag var barnið liðið lík. Þá kveinaði unga móðirin og formælti Guði. Ég hvorki get eða vil hafa eft- ir það, sem hún sagði, en sárs- aukafulll og um leið hatrömm játning hennar var átakanleg, þegar hún veinaði: „Það ert þú, Guð, sem hefur tekið hann frá mér. Ég veit það. Ég veit það ...“ Hörmungar vesalings Úr- möllu virðast nú reka hver aðra. Eftir dauða barnsins setti eig- inmaðurinn hana skör lægra, og Frh. á bls. 18. B J A R M I 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.