Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 16
UPPORVANin daginn 29. nóv. og voru þar um 100 unglingar saman komnir. Á sama líma voru hinar fjórar Ung- lingadcildir félagsins, sem starfa í útlivcrfum, incð sína rcglulcgu fundi. Uppörvnndi handtak Kristniboðsfélagið í Keflavík, sem i eru kristniboðsvinir á Suðurnesjum, aðaUega Kefla- vík og Sandgei'Öi, hafði baz- ar og kaffisölu sunnud. 2Jf. nóv. Þrátt fyrir erfiðleika þá, sem alkunnir eru, og allir talci um, kom meira en þriðjungi meira til kristniboðsins að þessu sinni en i fyrra. — Þegar Kristniboðsfélag karla hafði kaffisölu sína hér í Reykjavík þann J7.nóv. mun- aði litlu, að ki'istniboðið fengi tvöfalt meira en fyrir kaffisölu þeirra i fyrra. Vissulega eru þetta handtök, sem tala sínu máli um trú- festi og fórnarvilja, sem upp- örvar. Uppörvandi tiðarfar Það þarf ekki mikið til þess að kvartað sc yfir veðráttunni og bú- izt við hinu versta. l>ess vegna er vel við eigandi aö geta þess, þeg- ar vel viörar. Ferðastarfiö lamaÖ- ist svo í fyrra, vegna veörátlunnar, að meginhluti ferðaáætlananna fór út um þúfur. Nú cr aöra sögu að scgja. Frá því um miðjan októhcr og fram undir miðjan desembcr hafa starfsmenn kristniboðsins getað ferðazt um og haldið sam- komur. Benedikt og Cunnar höfðu m. a. Iialdið samkomur á eftir- tölduni stöðum: Hcllissandi, Ólafs- vík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Akureyri, Ólafsfirði, Siglufirði, Sauðárkróki, Löngumýri, Hróars- dal og víöar. Var ýmist, að sam- komiir voru tvö til þrjú kvöld eða heila viku cins og á Akurcyri. l»eir Ictu vel yfir ferð sinni. Jóhannes Ólafsson, læknir, kemur reglulega í vitjun í sjúkra- skýlið og hefur það verið starfinu ákaflega mikils virði. Við náum með Guðs orði til margra vegna sjúkraskýlisins, sem hefðu ef til vill aldrei ella komið á samkomur. Guð gefi, að orðið, sem boðað er, beri ávexti eilifs lífs mörg- um til handa. Ég sendi þakkir til ykkar allra, sem berið okkur fram fyrir Guð í bæn. Við þörfnumst mikillar fyrirbænar. Guð blessi ykkur ríkulega. Ég sendi ykkur beztu jólakveðjur í Jesú nafni. Kærar kveðjur, Elsa. / september skrifaði Jóhannes: — Ég hef ekki skrifað neitt frá mótinu i Konsó. Þar var mikið fjölmenni. Mér gafst ekki tími til að vera á mótinu. En tvær ferðir fór ég héðan frá Gi- dole með hópa af þátttakendum, sem troðfylltu bílinn í bæði skipti. Eftir að ég hafði lokið hér stofugangi og guðsþjónustu var lokið hér, ók ég aftur til Konsó, þar sem ég átti að tala á kvöldsam- komunni. Næsta dag — mánudag — vann ég allan daginn í sjúkra- skýlinu í Konsó, og höfðum við ærið nóg að gera. Heim fór ég ekki fyrr en á þriðjudegi. Skúli hafði ekið á okkar bíl heim frá mótinu, en ég fékk ferð með Gísla, þar sem hann var að fara brýnna erinda til Agre Salam. Á sjúkrahúsinu hér hefur annríki verið i minna lagi. Þessa viku hafa lagzt inn nokkrir sjúklingar til skurðaðgerða. 1 gær framkvæmdum við skurðaðgerð á konu, sem hafði stórt æxli i kviðarholinu. Það vóg um 54 kíló. Annar uppskurður bíður, á konu með skemmd á blöðru. Það er kvilli, sem er hér mjög al- gengur og ákaflega leiður og illkynjaður. Sjúklingurinn getur ekki umgengizt annað fólk Aðgerðin getur verið erfið. Brezk læknis- hjón í Addis Abeba hafa skorið upp mörg hundruð konur og þeim hlotnazt góður bati. 1 október skrifar Jóhannes: — Sunnudaginn 6. ágúst brá ég mér til Arba Minch. Embættismenn í bænum kvörtuðu við mig vegna þess, að þeir sáu sér enga leið til þess að geta mætt hjá fylkisstjóranum, sem þeir voru boðaðir til daginn eftir. Ég lét tilleiðast vegna þrábeiðni þeirra að aka með þá til fundarins. Á síðustu mánaðarsamkomu hér á stöðinni var fjölmenni sam- an komið, en í sambandi við hana er altarisganga. Þá kemur margt fólk frá söfnuðum í þorpunum hér i kring. — Daginn eftir, mánudag, kom Gísli hér. Hann og Skúli hafa nú ekið tvær ferðir hvor á sinum bíl með nemendur í skóla. Hér eru skólar byi’jaðir og er nú mannmargt á kristniboðs- stöðinni. Daglega koma til okkar piltar með beiðni um atvinnu, fátækir og févana. Þvi miður getum við fáum sinnt af öllum þeim, sem leita sér hjálpar til skólagöngu. Námslöngun ungs fólks eykst stöðugt. Skólarnir eru yfirfullir og fjölda mörgum verður að neita um þáttöku. Benedikt hefur tekið að sér stjórn Biblíuskólans hér í Gidole. Hann hefur áhuga fyrir öllu starfi á stöðinni, og er mikill feng- ur að honum, þar sem hann er mörgum kunnugur hér. Síðast liðna helgi var ég í Konsó. Ég fór þangað á laugardag- 16 BJABNl

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.