Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 23
höfðu mætt pilti, sem sagðist hafa heyrt um skóla, sem út- lendingar hefðu og kenndu þar um nýjan Guð, og þar væri líka hjálp að fá fyrir sjúka. Þetta varð til þess, að Æsolla var bor- in til sjúkraskýlisins, þar sem hún fékk hjúkrun og þá að- hlynningu, sem unnt var. Ætt- menn hennar gerðu sér þó ekki háar vonir um lækningu henni til handa. Faðir hennar einn dvaidist hjá henni nokkurn tíma, en síðan hvarf hann einn- ig á brott. Hann, eins og hinir, hafði sín verk að vinna. Þó féllst hann á að skilja dótturina eftir í umsjá hjúkrunarkonunn- ar. Hún var hvort sem er dauð- ans matur, og hann gerði varla ráð fyrir að sjá hana aftur á lífi. Og þó — hann kom með vissu millibili og færði henni korn til matar. Lengi vel var útlitið slæmt. Inga vonaði þó í lengstu lög, að lífi stúlkunnar yrði bjargað, — en hvort hún gæti haldið fætinum og orðið rólfær á ný, var mikið vafamál. Hún var send til læknisins, sem þá var í Gidole, og gekk undir uppskurð með fótinn. Þar dvald- ist hún lengi, unz hún aftur var flutt til Konsó. Mörg ár hlaut hún læknisaðstoð og hjálp á marga lund, og smám saman gat hún farið að skreiðast um; seinna staulast og í dag gengur hún óhölt. Á þessum tíma hef- ur þrisvar verið gerð á henni skurðaðgerð. Fóturinn er að vísu digur og ber ljótar menjar eftir sárið, en hvað er það hjá þeim örlögum, sem áður ógn- uðu þessari ungu stúlku. II. Er við hjónin komum til Konsó fyrir rúmum 6 árum, mættum við Æsollu, sem þá var orðin rólfær, en hvergi nærri góð í fætinum. Um það leyti var henni nýr vandi á höndum, bit- ur reynsla, þó annars eðlis væri. Hafi fáir hjálpað henni áður, vildi enginn það nú. Það er hvorki staður né stund til að rekja þann þátt sögu hennar hér. 1 þeim erfiðleikum fékk hún að reyna kristinn kærleika safnaðarmeðlima, sem veittu henni lið meðan verst lét. Hún fékk þá iíka smástörf, sem til féilu á sjúki’askýlinu og heima hjá okkur, svo hún hefði til lífs- viðurværis og eins til þess að henni auðnaðist að finna sjálfa sig á ný. Við sitjum á stóra steininum undir trénu neðst á kristniboðs- lóðinni, og Æsolla rótar með hendinni í lausum jarðveginum og lætur hann renna milli fingra sér, meðan hún segir þessa sögu sína. Ég sit þarna aðeins auð- um höndum, gripin af frásögn- inni, sem var mér að vísu áður kunn í stórum dráttum. Og ég finn til, er ég hugsa til þeirra örlaga, sem þessi unga vinstúlka mín hefði allt eins vel getað hlotið, —■ ástand, sem ég veit, að er ekkert einsdæmi í Konsó. Henni varð bjargað, en hve marga meðbræður og systur skyldi hún eiga, sem líða sömu kvöl og hún á sinum tíma gerði? Þjáning er hluti af lífi heiðingj- ans, — og þvi fer svo fjarri, að ég eigi við þá þjáningu eina, sem þjakar fólkið líklamlega. Mér er ennþá miklu meir í hug sú þjáning, sem kvelur og lam- ar hug þeirra og hjarta, af því ic ÖTTA þeir eygja enga von eða hjálp, sem dugir. Ég sé Æsollu fyrir mér þar sem hún situr og er að rifja upp allt þetta liðna. Það kem- ur löng þögn. Loks lítur hún upp og bros færist yfir andlit hennar, þessarar stúlku, sem lífið lék svo hart, og heiðnin. „Og svo er það bezta eftir,“ heldur hún áfram, og segir frá þeirri undrun og eftirvæntinguí sem gagntók hana, þegar hún fékk að heyra boðskapinn, sem fyrr var henni með öilu ókunn- ur, boðskapinn um kærleiksrík- an Guð og Jesúm Krist, sem vill frelsa alla menn undan valdi hins illa, fyrirgefa hverja synd og veita hvíld hinum þreytta og gnægð friðar. „Friðar, sem býr hérna inni,“ segir hún og legg- ur höndina á brjóst sér. „Og nú á ég þennan frið, sem hvorki líkams- eða sálarþrenging get- ur rænt mig.“ Æsolla sótti smávegis skóla, gekk á fleiri en eitt námskeið til skirnarundirbúnings, og er nú meððlimur kristna safnaðar- ins í Konsó. Hún hefur fengið að búa inni á stöðvarlóðinni og verið mér mikil hjálp við ýmis störf innan heimilisins, eftir því sem heilsa hennar og kraftar leyfðu. Fram að þessu hafa ýmsir frá heimaslóðum hennar og öðrum stöðum í Kolme komið til kristniboðsstöðvarinnar, og fjölmai'gir notið læknishjálpar á sjúkraskýlinu. Og oft ber það við, að þetta fólk leitar uppi Æsollu, sem það hélt, að hlyti að hafa dáið, og furðar mjög á að sjá hana svo fríska og þá líka að heyi’a, að hún sé oi'ðin kristin. 1 dag er prédikari að starfi í Kolme. Fólkið þar var lengi búið að biðja um slíkan, og við vonum og biðjum þess, að þeir, sem þar eiga heima, fái náð til að tileinka sér fagnaðarerindið um Jesúm Krist, sem getur hjálpað í hverri neyð og gefið líf í dauða. Það stoðar lítið að koma til heiðingja og boða hon- um fagi'a hugsjón og hvetja hann til að láta af illum verk- um og leggja stund aðeins á það, sem gott er og rétt. Sá, sem hefur ekkert annað fi’am að bera, sæti betur heima, því það sem heiðingi hefur þörf fyr- ir er orð lífsins, sannindi þess og kraftur, sem megnar að leysa hann úr ánauð, — verð- ur að raunvei'uleika í lífi þeii’ra, — staðreynd, sem heiðnin verð- ur að þoka fyrir, Jesús Kristur sjálfur. Katrín Guðlaugsdóttir. ii J a ii >i i u:t

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.