Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 14
UPPÖRVANIR Uppörvandi sókn Tvœr síSustu samkomur æskulýðs- viku KFUM og KFUK í Reykjavík, sem var síðustu heilu vikuna í október, eru með albezl sóttu sam- komum, sem J»ar gerast. Auk þess að mörgum aukastóluin var komið fyrir í sölunum tveim, eftir því sem kostur var, var hópur framrni í ganginum. Hópur æskufólks setti mjög svip á samkomumar, hæði að |>ví er snerti starfskrafta og einnig samkomugesti. Var það mjög gleðiríkt. Margs konar auka- söngur var að vanda og sinn ræðu- maður hvert kvöld, auk þess sem tveir úr hópi æskunnar mæltu nokkur orð. Jón Dalbú Hróbjarts- son stjórnaði samkomunum. Uppörvnndi fórn Kristniboðsvika Kristniboðs- sambandsins hér í Reykjavík var haldin 17.—21f. nóv. Sókn hefur oft verið meiri, að minnsta kosti þau árin, sem kristniboðar hafa verið nýkomnir heim. Þrátt fyrir það, að sóknin væri ekki eins mikil og stundum áður, hef- ur kristniboðinu aðeins einu sinni áður gefizt meira en að þessu sinni. Gjafirnar urðu alls um 100 þús. krón- ur. 1 fyrra komu rösklega 62 þúsund inn á kristniboðs- vikunni. 4 0 ý Á Uppörvandi árangur Sanikomur Kristniboðsvikunnar cinkenndust að þcssu sinna af því, að 15 ár cru liðin síðan fyrstu kristniboðurnir frá Islandi komu til Eþíópíu — og 10 ár em liðin frá stofnun innlcnds safnaðar í Konsó, svo sem frá cr sagt á öðr- um stað bér í blaðinu. M. a. var rifjað upp gamalt og nýtt frá Konsó — frá fyrstu dögunum, cr Krislín og Felix Ólafsson hófu starf þar og þar til nú, að um 20 byggingar eru á lóð kristni- -K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K* JÓLABRÉF FRÁ KRISTNIBOÐUNUM kkkkkkkkkkkkkkkkk k-k-k-k-k-k-k Gidole, 2. des. 1968. Kæru vinir. Við þökkum ykkur öllum fyrir siðast og allar góðar samveru- stundir heima á Islandi. Þið hafið nú eflaust frétt eitthvað af okkur, síðan við komum út, og sumum höfum við þegar skrifað. En um leið og við sendum ykkur jólakveðju, langar okkur til að segja ykkur svolítið frá starfinu hér i Gidole og liðan okkar, síðan við komum hingað út. Ekki þurfum við nú vist að lýsa gleði okkar yfir því að hafa fengið náð til að fara út aftur og fá að starfa að útbreiðslu guðs ríkis hér á meðal þessarar þjóðar, sem var orðin okkur svo kær. Ég fyrir mitt leyti gat bara alls ekki trúað, að það væri raunveru- leiki iengi vel. Hélt, að ég myndi vakna upp þá og þegar af sæl- um draumi. En hingað til hefur draumurinn varað, og ég fer að halda, að hann geri það! Við höfum bæði verið við góða heilsu, siðan við komum út, svo er Guði fyrir að þakka. Auðvitað höf- um við orðið vör við, að við vorum komin í annað ioftslag og í 2600 m hæð yfir sjávarmál, og að við höfum borðað nokkuð mikið af injera-vodd, höfum við líka orðið vör við! Að öðru leyti hefur okkur liðið vei. Við komum hingað til Gidole viku eftir að við lögðum af stað að heiman. Það fannst okkur vera methraði. Helgi og Unni keyrðu okkur alla leið, og var það ánægjulegt fyrir okkur öll. Hjalti litli var líka með, en Hanna Maria var eftir í Irgalem hjá góðum vinum. Hér í Gidole var tek- ið á móti okkur með kostum og kynjum, bæði af íslenzkum og norskum. Þau íslenzku eru þó i meiri hluta. Það var gaman að hitta þau öli aftur og sjá öll börnin, báða tvíburana þeirra Ás- laugar og Jóhannesar og telpurnar þeirra Kjellrúnar og Skúla. Okkur var fengið heilt hús til umráða, ágætis hús, þótt gamalt sé, og inni á miðju stofugóifi stóðu allir kassarnir okkar, sem höfðu verið geymdir allan tímann i Konsó. Það var spennandi að taka upp úr þeim, mikil vinna. Margt var úr sér gengið og sumt eyði- lagt, en margt var líka heilt og gott. Það leið ekki á löngu, áður en húsgögn voru komin á sinn stað og öll önnur búslóð, og við vorum búin að eignast nýtt heimili. Það voru mörg, mörg ár, síð- an við höfðum búið útaf fyrir okkur, svo að okkur fannst bara eins og við værum nýgift! Við skruppum til Konsó, á meðan Helgi og Unni voru hér, og þeirri ferð gleymum við aldrei. Þá fyrst fannst okkur sem við værum komin heim. Já, það er und- arlegt, hvað manni þykir vænt um Konsó, en þannig á það áreið- anlega eftir að verða með Gidole líka. Ekki getum við lýst gleði okkar yfir því að hitta bæði hvíta og þeldökka vini í Konsó. Það var fagnaðardagur. Það leið ekki á löngu, áður en við byrj- uðum að starfa, Benedikt við að undirbúa kennsluna í Biblíuskól- Framh. á bls. 17. 14 B 4 A R M I

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.