Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 6
SÖFJVUÐURINHí íKONSÓ Grundvöllur alls kristniboðs er sú staðreynd, að Guð hefur búið öllum mönnum hjálpræði í syni sínum, Jesú Kristi. „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glat- ist ekki, heldur hafi eilíft líf. — Einn er Guð, einn er og meðal- gangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Kristur Jesús, sem gaf sig sjáifan til lausnargjalds fyrir alla. — Eg er vegurinn, og sannleikurinn og lífið. Eng- inn kemur til föðurins nema fyrir mig. Sáluhjálp vor er bundin við Krist, sáluhjálp vor og sáluhjálp heiðingjanna. Þetta vita heiðingjarnir ekki, og þeir hafá engin tök á því að afla sér þessarar vitneskju, af því að þá vantar opinberunina. Þá skortir orð Guðs, sem birtir oss fagn- aðarerindið. Þess vegna segir Jesús: „Fax’- ið — og gjörið þjóðirnar að lærisveinum“. Lærisveinar hans skulu vera þjónar fagnaðar- erindisins og flytja öllum mönn- um og sérhverri kynslóð boð- skapinn um Krist. Þeir eiga þó ekki að vinna í eigin mætti, heldur í krafti hans: „Sjá, eg er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar." Vér trúum því, að Guð hafi á sínum tima beint sjónum ís- lenzkra kristniboðsvina til Eþi- ópíu og opnað oss þar dyr fyrir orðið og fyrirbúið góð verk, sem vér skyldum leggja stund á. Nú í haust, eða 27. nóvem- ber, eru liðin tiu ár, síðan stofn- aður var formlega kristinn söfn- uður í Konsó í Eþíópiu. Það er undarlegt og undursamlegt um að hugsa, að þarna í landi myrk- ui’s og vanþekkingar hefur sprottið upp af því fræi, sem lærisveinar Krists héðan af fs- landi hafa fengið að sá í hlýðni við vilja hans og boð. Hjálpræð- isboðskapurinn er sæði, sem ber í sér lífið frá Guði og ávextir spi’etta af fyrir kraft Guðs. Vér fengum að taka þátt í því að sá þessu sæði. Veglegra hlutverk er ekki til. Fyrir náð Di’ottins hefur stai’fið vaxið og blómgazt, svo að nú syngja mai’gir Kristi lof, þar sem áður var leitað á vit illra anda. Fimmtán ára starf. Liðin eru fimmtán ár í haust, síðan fyrstu íslenzku kristni- boðarnir, Kristín Guðleifsdóttir og sr. Felix Ólafsson, komu til Eþíópíu, svo að einnig af þeim sökum eru timamót á þessu ári. Þau hjónin dvöldust fyrst i Addis Abeba, en settust að í Konsó ári síðar, eða 26. október 1954, í hröi’legu leiguhúsnæði í Amharabænum Bakále. Mjög fljótlega hefjast þau handa við kennslu og prédikun. Sr. Felix getur þess í dagbók kristniboðs- stöðvarinnar, að 21. nóvember þá um haustið sé merkisdagur, því að þá haldi hann fyrstu morgunsamkomu sína í Konsó. Kristniboðinn tekur bi'áðlega að fara út um Konsóhérað til að kynnast fólkinu og boða fagn- aðai’erindið um Krist. En kopt- isku prestarnir undu því illa, enda hófu þeir að hindi'a starf hans, töluðu aftur og aftur gegn honum í kirkjunum og vöruðu Amhai'a við honum, og var hon- um jafnvel hótað fangelsun. Fylkisstjórinn (ekki héraðs- stjórinn), sem sat í Gídole, var vinveittur kristniboðinu, en hann kvaðst vilja fai’a vai’lega gagnvai’t prestunum, og játaði hann raunar bei'um órðum, að Þær inyndir, seni liér birtusl, rifja upp ganilur niinningar frú starfinu i Konsó. Á mynclinni til vinstri er Atlane, seni inargir kunnust við frá frásögnuni krislniboðunna. Hunn að- stoðaði Kristínu og Felix við dugleg störf eins og þessi mynd sýnir. — Á myndinni að ofun er sýnl, er Uene- dikl Jusónarson framkvæmir skírn, cr bunn sturfuði í Konsó á fyrru sturfstiinabilinu. — T. li. er inynd af nokkruiu Konsóniönnuin frá fyrstu áriiin sufnuðurins. 4 B IIJARMI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.