Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.11.1968, Blaðsíða 12
Konsó, 17. sept. 1968. Kæru kristniboðsvinir. Nú er kominn 17. september, og í gær hurfu síðustu móts- gestirnir heim. Umdæmis-árs- þingið var að þessu sinni í Konsó og var geysifjölsótt. Frá Gidole munu hafa komið milli 80 og 90 manns. Vörubifreið kristniboðsins fékkst til að keyra fólk á milli, en einhverj- ir munu hafa komið gangandi líka. Fastir þátttakendur voru nálægt 500 manns, og á sunnu- dagssamkomunni var gizkað á 14—1600. Óneitanlega er hríf- andi að sjá svo stóran skara kominn til að hlusta á Guðs orð, — en meginatriðið er þó hjarta einstaklingsins, sem snýr sér til Drottins. Hið sorglega er, hve margir heyrandi heyra ekki og sjáandi sjá ekki. Hvað það snertir getum við aðeins hróp- að til Drottins, að hans andi fái sannfært um synd og náð. Mótið byrjaði á fimmtudags- morgun og til gamans skal ég senda ykkur dagskrána: Fimmtudaginn 12. sept. 10f.h.: Fulltrúa- og stjórnar- fundur. 8e.h.: Kveðja og ávarp f. h. kirkjunnar í Konsó. — Mótið sett. Föstudaginn 13. sept. 8f.h.: Gjöf Guðs. — Séra Shamebo Kelboro. 10 f.h.: Negash, form. kirkju- deildar Gammu-Gofa, flytur skýrslu og fjár- hagsyfirlit. 11 f.h.: Hinn útvaldi lýður Guðs — Skúli Svavarsson. ' og einstaklingssaga ^ ^ 3e.h.: Hlýðni við Guðs orð — Gísli Arnkelsson. 7.30 - Hugleiðing sr. Barrisja Húnde. — Safnaðar- meðlimir gefa loforð um gjafir til safnaðar- ins. Laugardaginn llf. sept. 8 f.h.: Stuttur vitnisburður og bæn — Beianne Gunna. 9.30 - Endurkoma Krists — Gunnar Kjærland. llf.h.: Kristið líferni — séra Terrefe. 3 e.h.: Spurningar úr Biblíunni og söngsamkeppni. 7.30 - Vitnisburðir og gjafir til kirkjunnar (þá líka seld teppi o. fl. sem gef- ið er á staðnum). Sunnudaginn 15. sept. 10f.h.: Samkoma. — Formað- ur synodunnar Hælú Wolde Saddig. 3 e.h.: Heilög kvöldmáltíð. 7,30 - Hugleiðing — Jóhannes Ólafsson. 1 söng- og spurningasam- keppninni á laugardagseftirmið- dag vann Konsó eins og venju- lega, og fengu sína þriðju Biblíu í verðlaun. Við altarisgönguna á sunnudagseftirmiðdag voru þátttakendur um 600, það mesta sem nokkru sinni hefur verið í Konsó við slika athöfn. Um ársmót þessu lík hefur annars áður verið skrifað og því varla ástæða til að fjölyrða um of það sem fram fer. Sameiginleg- ar máltíðir eru framreiddar fyr- ir þá, sem vilja, og lét nærri, að um 250 manns tækju þátt i Ársfundimir á krislniboSssvæö- inu cru einstnknr hntíSnr og endurlífgunnrstundir, ómetnn- legur fyrir stnrf og trúnrlíf snfnnðn og einstnklingn. Mynd þessi cr frn snnikomu n slíku nióti. borðhaldinu stöðuglega. Að baki liggur þar af leiðandi mik- ill undirbúningur og vinna, en allir hafa verið fúsir og lagt sitt að mörkum. Gezahinj hafði yfirumsjón með innkaupum og skipulagi og stóð sig með prýði. Það er engum vafa bundið, að Guð hefur fengið að vinna sitt verk áframhaldandi í hjarta hans. Komandi skólaár verður hann kennari hér. Sannarlega höfum við fengið að sjá marga unga menn og konur, sem Guð hefur höndlað og heldur fast í sinni hendi, — þótt vonbrigðin séu líka nærtæk, — þegar Ijós, sem tekið hafði að skina, kafn- ar á ný. Margt ber við í lífi kristniboða, skin og skúrir, gleði og hryggð af ýmsu tagi, en ekkert fyllir hjartað slíkum harmi og trega sem það að sjá Kristsmenn leggja niður vopn- in og snúa baki við hjálpræð- inu. 12 B JARMI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.