Bjarmi - 01.01.1978, Síða 1
\
Ég vaknaði allt í einu, undrandi
og skelfd. Reiðilegar raddir úr dag-
stofunni glumdu um allt húsið. Þá
minntist ég þéss, að pabbi hafði
farið út seint kvöldið áður í við-
skiptaerindum. Mamma var að
heilsa honum með hinum venjulega
orðaflaumi.
Ég reyndi að einangra mig frá
hávaðasömu rifrildi þeirra með því
að vefja rúmfötunum um höfuð
mér, en grófyrði þeirra gullu mér
í eyrum. Það var engin leið að
forðast harkalegt orðaskakið. Lífið
var orðið þeim allsherjar þras og
þráttan, og fyrir mér var tilveran
í því fólgin, að ég dró mig í skel,
þjökuð af ósamkomulaginu og
gauraganginum í kringum mig.
Ég átti enga vini, sem gætu stutt
mig í nauðum mínum. Félögum
mínum í menntaskólanum fannst
ég lítið spennandi, því að ég var
viðkvæm og hlédræg, sögðu þeir.
„Þú ert svo skelfing áhyggjufull“.
Og þegar þeir sögðu mér, að þeim
liði vel, var ég að velta því fyrir
mér, hvað það væri að líða vel.
Ég hafði vanmetakennd og mér
fannst mig skorta öryggi, bæði
heima og í skólanum. Ég átti auð-
velt með að afla mér góðra eink-
unna, en þær veittu mér ekki mikla
fullnægju.
Þegar ég kom heim úr skólan-
um voru foreldrar mínir iðulega að
senda hvort öðru tóninn. Áður
en þau skildu, tóku þau hvort um
sig að leita að krafti utan sjálfra
sín. Pabbi sneri sér að stjörnu-
speki, rithandafræði og „vísinda-
legum“ lófalestri. Mamma fór að
kynna sér stjörnuspeki og guð-
speki, og hún „tók“ mig með sér.
Við sóttum saman trúarlega fyrir-
lestra og sumarskóla.
Þar sem allt var í molum heima,
bjó ég í nokkra mánuði hjá fjöl-
skyldu fyrirlesara nokkurs meðal
guðspekinga í aðalstöðvum félags-
ins í einu fylkinu. Ég las margar
bækur um kenningar þeirra og
heillaðist einkum af ritum hinna
gömlu leiðtoga þeirra, Helenu
Petronovu Blavatsky og Annie
Besant.
Eitt var það, sem ég hafði lengi
velt fyrir mér, og það var hið illa
í heiminum. Þó að faðir minn væri
í góðu starfi og við værum alls
ekki fátæk, hafði ég kynnzt
skuggahliðum lífsins í Chicago.
Og mér leið aldrei úr minni, að
frænku minni hafði verið grandað
í þrælabúðum í síðari heimsstyrj-
öldinni, vegna þess að hún var Gyð-
ingur. Ég hafði sjálf orðið að þola
illt vegna kynþáttafordóma í borg-
arhverfinu, þar sem ég átti heima.
Bar Guð ábyrgð á þessum heimi?
Ef svo var, hvers vegna hafði hann
misst tökin á honum? Mér var
fyrirmunað að trúa á persónuleg-
an Guð, sem væri góður og leyfði
slíkar þjáningar.
Mér fannst guðspekin veita lausn
á þessum vanda. Guðspekingar
boða kenninguna, um endurhóldgun
eins og þeir, sem hallast að hindúa-
sið. Þar virtist vera svar við spum-
ingunum um þjáningu og illsku.
Karlar og konur deyja og fæðast
að nýju. í hverri tilveru gjalda
menn fyrir syndir sínar í rwestu til-
veru á undan. Þannig verða morð,
stríð, þjáningar og önnur ógæfa
hlutskipti hvers manns vegna mis-
taka hans sjálfs, en ekki Guðs.
Guð á enga sök á hinu illa, því að
hver og einn hefur örlög sín í hendi
sér, og þó að honum verði eitt-
hvað á, er hann sífellt á framfara-
leið í átt til hins góða og Guðs.
Önnur kenning guðspekinga þótti
mér áhugaverð, sú, að allir menn
væm jafnir, hvað sem liði kyn-
þætti, trúarbrögðum eða litarhætti.
Það er eitt tdkmark guðspekihreyf-
ingarinnar að mynda kjama al-
heimsbrœðralags mannkynsins, án
tillits til œtternis, trúar, kyns,
stéttar eða hörundslitar.
Bandaríkin eru eins konar deigla
heimsins. Þannig er guðspekin eins
og deigla trúarbragðanna í heim-
inum. Það var uppörvandi að við-
urkenna öll trúarbrögð og þurfa
ekki að skera úr því, hver væru
bezt. Það var eins og Annie Besant
sagði: „Sérhver trúarbrögð eiga
sitt gildi, sinn blæ, sem þau gefa
heiminum til hjálpar . . . Þegar
þeim er blandað saman, veita þau
hinn hvíta lit sannleikans, hinn
volduga hljóm fullkomnunarinnar".
í fyrstunni var sem þetta gæfi
mér svar við spurningunum, sem
höfðu legið svo þungt á mér. Ég
vissi, hvaðan ég var komin: Ég
trúði því, að ég hefði verið her-
maður í einni fyrri tilveru minni.
Ég vissi, hvert leið mín lá: Til
annarrar, fullkomnari tilveru. Ég
vissi, hvers vegna ég var hér: Til
þess að þroska mig eða gera sjálfa
mig enn líkari „honum, sem var
mér meiri“. Og þrengingar mínar,
hvort sem þær voru á sviði tilfinn-
inganna, geðrænar eða andlegar á
annan hátt, eða fjárkröggur, voru
ekki annað en afleiðingar mis-
heppnaðrar breytni í einhverri fyn'i
tilveru minni.
Þegar ég yrði nægilega fullkom-
in eða þróuð, yrði ég byrjandi,
kennari eða mahatma — hélt ég.
Búdda, Zaraþústra og Jesús höfðu
,,þróazt“ svo mjög, að „guðsneist-
inn“ innra með þeim hafði tendrazt
og fullkomnazt.
Þegar ég hafði lokið námi í
menntaskóla, dvaldist ég með ungu
nútímafólki í Chicago og sótti lista-
námskeið á kvöldin. Þetta unga
Framhald á bls. 14.
1