Bjarmi - 01.01.1978, Qupperneq 3
EÞlÓPlA:
Mildll vöxtur
Ársíundur suður-sýnódu lúth-
ersku kirkjunnar í Eþíópíu var
haldinn síðastliSið haust. Sdtu
hann 130 fulltrúar. Einkunnarorð
fundarins voru þessi orð Jesú:
„Hjarta ySar skelfist ekki" (Jóh.
14,1). Forseti sýnódunnar, Leggese
Wolde, kvað undangangiS ár hafa
verið gott starfsár, og hefSu yfir-
völd íremur hvatt kirkjuna til
dáSa en lagt hindranir í veg fyrir
hana. Margt fólk snýr sér frá
djöfladýrkun og gengur í söfnuS-
ina. Alls voru í söfnuðum sýnód-
unnar 110 þúsund manns, og hafSi
þeim fjölgaS um 27 þúsund á einu
ári, eSa um rúmlega 30 af hundr-
aði. Leggese Wolde var endurkjör-
inn forseti (samsvarar biskupi) til
nœstu þriggja ára. Á fundinum
var látin í ljós sú ósk, aS kristni-
boðarnir hjálpuðu til sem mest
í starfi kirkjunnar, enda vœri upp-
skeran mikil, en verkamennirnir
fáir. Söfnuðirnir i Konsó tilheyra
suður-sýnódu lúthersku kirkjunn-
ar, eins og kunnugt er.
umst í landi, þar sem hvað sem er
getur gerzt, hvenær sem er, en við
erum örugg í hendi Drottins. Það
er mikil neyð og sorg í landinu.
Biðjið fyrir Eþíópíu.
Ég hef skroppið til Konsó, eftir
að ég kom. Það er gleðilegt að
hitta aftur kæra vini.
Allt er eins og áður var á sjúkra-
skýlinu. Sjúklingar komu mjög
margir í sumar, en ég hef frétt,
að þeim hafi fækkað nokkuð í
seinni tíð, enda fer jafnan svo á
regntímanum.
Nú starfa tvær hjúkrunarkonur
í Konsó, Liv Jensen og Irene Lende,
báðar norskar. Hjúkrunarmenn-
irnir Káte og Volde Tinsae eru
þarna enn þá, og starfsliðið er lika
að öðru leyti hið sama og áður.
Norðmaðurinn Ketil Fuglestad
er í Konsó. Hann lét fjölskyldu
sína fara heim í haust, og nú ætl-
ar hann að heimsækja þau í Noregi
um jólin. Áætlað er, að hann komi
aftur eftir nýár. Fyrir skömmu
fóru Torstein Hauge og Sólveig,
kona hans, hér hjá garði á leið
til Konsó, þar sem þau ætla að
vera.
Það hefur verið mikil úrkoma
núna á regntímanum, svo að allt
er grænt og grózkulegt eins og er.
Regnið hefur spillt vegum all-
mjög sums staðar, og hefur því
verið erfitt að komast áfram í
bílum í seinni tíð.
Um andlega lífið í Konsó er það
Jóhannes Úlafsson til Eþíópíu
Jóhannes Ólafsson, læknir, og
fjölskylda hans hafa dvalizt lengst
af í Noregi, síðan þau fóru frá
Eþíópíu árið 1976, og hefur Jó-
hannes gegnt læknisstöðu í Osló.
Þegar þetta eintak af „Bjarma“
kemur út, mun Jóhannes Ólafsson
verða kominn til Eþíópíu. Var
áformað, að hann færi þangað 14.
janúar til starfa um þriggja mán-
aða skeið til þess að leysa aðra
lækna af. Fjölskylda hans fer ekki,
enda eru engar konur með börn
á norsku kristniboðsstöðvunum í
Eþíópíu eins og sakir standa. Jó-
hannes gerði ráð fyrir að vinna
þennan tíma á sjúkrahúsinu í
Irgalem.
Kristniboðsvinir ættu að minn-
ast Jóhannesar og fjölskyldu hans
í bænum sínum.
að segja, að þar mun vera mikil
deyfð meðal kristinna manna, sem
eiga heima í þorpunum næst stöð-
inni. Ástandið er betra lengra úti
í sveitunum. Biðjið mikið fyrir
Konsó. Guð megnar að skapa líf
af dauða með orði sínu.
Ég fór um helgina síðustu til
Gídole. Þar er líka víða ákaflega
drungalegt, þar sem áður var mik-
ið andlegt líf. Kirkjusókn á
kristniboðsstöðinni í Gídole hefur
verið heldur dauf upp á síðkastið.
Það er margt, sem truflar.
Bændafélögin hafa fundi sína á
sama tíma og guðsþjónustur eru
haldnar, og það er refsivert að
sækja ekki fundina.
Á flestum stöðunum koma
nokkrir menn saman um orð Guðs
og styrkja hver annan á veginum
heim. Biðjið fyrir þeim og fyrir
öllum hinum, sem einu sinni voru
með í för. Þeir eru margir, sem
hafa undanfarin ár staðið með
uppréttar hendur og beðið um
hjálp. Þeir fengu ekki þá fæðu,
sem þeir þörfnuðust til þess að
lifa hinu nýja lífi. Það er hörmu-
legt um að hugsa. „Gæt þú lamba
minna,“ sagði Jesús.
Enn eru dymar opnar í Eþíópíu.
Margir bíða. Okkur er veitt að
flytja öllum fagnaðarboðskapinn.
Boðskapurinn er frá Guði. Hann
jafnast ekki á við neinn annan boð-
skap.
„Þér þekkið náð Drottins vors
Jesú Krists, að hann, þótt ríkur
væri, gjörðist yðar vegna fátækur,
til þess að þér auðguðuzt af fátækt
hans“ (2. Kor. 8,9). Gleðileg jól.
Kær kveðja.
Elsa Jacobsen.
1 framhaldi af bréfi Elsu skal
hér getið nokkurra frétta úr einka-
bréfum:
TRJÁRÆKT
í einkabréfum frá Eþíópíu er
þess getið, að Haugehjónin, sem
Elsa nefnir í bréfi sínu, hafi farið
frá Arba Minch á mánudegi, en
ekki komizt til Konsó fyrr en
næsta fimmtudag, og olli því hin
mikla ófærð vegna rigninganna.
Eina nóttina urðu þau að sofa í
bílnum, þar sem þau voru niður
komin.
Þá höfðu tveir kristniboðar kom-
ið með sjúkling frá Gressí til Arba
Minch. í Gressí er dönsk kristni-
boðsstöð, hátt uppi í fjöllunum
fyrir vestan og sunnan Arba
Minch. Þessir kristniboðar höfðu
þegar beðið í þrjár vikur eftir að
komast aftur til Gressí. Regn
hamlaði. Sumar nætur rigndi 60
mm í Gressí.
í Konsó hafði rignt 349 mm í
októbermánuði, enda var stöðin
einangruð að heita mátti allan
mánuðinn vegna samgönguleysis.
Að sjálfsögðu má búast við, að
uppskeran verði þeim mun betri
sem úrkoman er meiri, svo að ætla
má, að mannfólkið gleðjist, —
einkum það, sem þarf ekki að kom-
ast leiðar sinnar í bílnum.
Búfræðingurinn Ketil Fuglestad
hefur m. a. plantað tré í Konsó,
og mun hann hafa gróðursett um
70 þúsund plöntur í haust. Þær
dafna vel í rigningunni. Hér mun
vera um að ræða evkalýptustré,
sem bæði má nota til bygginga og
sem eldivið.
HJÓLIÐ HELDUR
INNREIÐ SÍNA
Bærilega gengur að kynna
spunarokkana í Konsó. Nokkrir
Konsómenn hafa lært að smíða
rokkana. Efnið fæst allt í hérað-
inu. Fimm slíkir smiðir verða á
stöðinni fyrst um sinn.
Þá telst það til nýlundu, að nú
3