Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.01.1978, Page 6

Bjarmi - 01.01.1978, Page 6
ÞDRÐUR H. GISLASDN: Hann leiddi þá úr angist beirra Lesið nítugasta sálm Davíðs. Hinn 23. janúar 1978 voru liðin fimm ár, síðan hinn mikli viðburð- ur gerðist í Vestmannaeyjum, er eldgosið mikla varð þar. Mig langar til að lýsa að nokkru fyrir lesendum Bjarma, hvernig mér kom sá voði fyrir sjónir. Ég veit þó, að fólk hefur séð þessa atburði í sjónvarpi, heyrt um þá í útvarpi og lesið um þá í blöðum og bókum. Ef til vill er það því ekki á mínu valdi að skýra betur frá því. En ég finn svo mikla löngun hjá mér að vitna fyrir ykkur, kæru lesendur, um mátt Guðs, sem hann sýndi okkur Vestmannaeyingum í þeim hörmungum, sem yfir dundu. Það verður vart séð fram hjá þeirri miskunn Guðs, sem þar gerðist. Það var 22. janúar 1973, að geysilegt austan veður gekk yfir Vestmannaeyjar, eða þrettán vind- stig með miklu sjóroki yfir bæinn. Allir fiskibátar voru í landi þenn- an dag. Klukkan sex að kvöldi var mikið farið að lygna, það mikið, að sumir skipstjórar bátanna fóru að huga að róðrum um miðnættið. Varð þó ekki af því vegna sjávargangs. Ég, sem þessar línur skrifa, fór í háttinn á líkum tíma og ég var vanur. Ég var sofnaður, en vakna nú við símahringingu. Það var tengdadóttir okkar, sem býr vest- ur í bæ. Hún segir okkur, að kvikn- að sé í svokölluðum Kirkjubæjum, sem eru austur undir Urðavitan- um. Við hjónin fórum í stofuna í húsi okkar, hún snýr mót austri. Sjáum við þar mikinn eld, sem muni einmitt vera í umræddu húsi. Ekki höfðum við þó lengi horft á þetta, þar til við sáum, að ekki gat verið um húsbruna að ræða, enda leið ekki á löngu, þar til við fengum upphringingu aftur frá einum ástvina okkar. Er okkur sagt, að almannavarnarráð hafi verið að senda út skipun þess efnis, að allir Vestmannaeyingar skyldu safnast saman inni í Friðarhöfn og skipta sér í fiskibátana, sem þar voru, en þeir myndu flytja þá til Þorlákshafnar. Þegar þessi tilkynning var lesin í útvarpið, mun klukkan hafa ver- ið um hálf þrjú aðfaranótt 23. janúar. Hræðileg sjón blasti við augum manna, því að ógurlegur eldur gaus upp frá Helgafelli og niður fyrir Urðavita, með óskaplegum drun- um og hávaða, og með öskufalli og gjalli og vikri, sem var svo einkennilegt að ganga á. Nú var ekkert annað að gera en hlýða skipun þessari, og í flýti tók- um við hjónin saman það nauðsyn- legasta, sem okkur kom saman um, að við þyrftum um stundarsakir, að því er við héldum, en lögðum á það áherzlu að taka með okkur hlífðarföt, þar eð við vissum, að við áttum fyrir höndurn að fara allt að fimm klukkustunda sjóleið í þungum sjó og vetrarnáttmyrkri. Ólýsanleg tilfinning gagntók okk- ur, er við lokuðum okkar kæra húsi, sem við höfðum búið í um þrjátíu ár. En á þessari stundu datt okkur þó ekki i hug, að við myndum aldrei sjá það aftur. Við mennirnir ættum þó alltaf að hafa það hugfast, að allt, sem við teljum okkur eiga hér í heimi, er gjöf og lán frá góðum Guði. Drottinn gaf og Drottinn tók, lof- að veri hans blessaða nafn. Við hröðuðum okkur inn í Frið- arhöfn, þar sem má segja, að allir bæjarbúar væru saman komnir, og skipti fólkið sér í bátana eins og bezt gekk. Ekki sást ótti eða heyrðist víl á nokkrum manni. En mjög alvar- legt var að sjá, hve margt manna var í sumum bátunum, of margt til að allir gætu verið undir þilj- um. Áður var frá því sagt, að skip- stjórar hættu við að fara í róður, vegna þess að sjór var of þungur. Þar hefur æðri máttur verið að verki. Nú byrjuðu bátarnir hver af öðr- um að sigla út höfnina, og ekki leið á löngu, þar til þeir fóru að stíga ölduna, strax fyrir utan hafnargarðana. Á þeirri stundu varð mér hugs- að til þess, að ef til vill myndu ekki allir bátar komast út fyrir Klettsnefið, þar eð mér sýndist í náttmyrkrinu, að eldurinn væri kominn svo nærri innsiglingunni. En einnig var hönd Drottins þar að verki, svo að ekki kom til þess, og allt gekk betur en unnt var að gera sér í hugarlund. Við fréttum frá hinum bátunum, sem á leiðinni voru, að allt gengi vel og að engin slys hefðu orðið. Þegar við komum inn og vestur fyrir Eyjar, blasti við voðaleg sjón. Það var eins og austurparturinn af blessaðri Eyjunni okkar væri eitt eldhaf. Engum gat dulizt, hví- líkur voði var þarna á ferðum. Guð einn vissi, hvernig allt myndi enda. Þegar komið var til Þorlákshafn- ar, veit ég vel, að öllum var efst í huga þakklæti og þá fyrst og fremst til Guðs, sem leitt hafði á sjötta þúsund manns heilu og höldnu þessa dimmu vetramótt, án þess að nokkur maður hefði meiðzt, hvað þá misst lífið, sem þó hefði verið full ástæða til. 6

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.