Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.01.1978, Page 8

Bjarmi - 01.01.1978, Page 8
st BLESSUÐ BÓK fJm rit Nýja testamentisins Síöara Korintubréf Vér minnumst þess, er vér kynnt- um oss tildrög þess, að Páll reit fyrra bréf sitt til Korintumanna, að Tímóteus var á förum til Kor- intuborgar, 1. Kor. 4,17 og 16,10. Hann er nú kominn aftur, enda er hann sendandi 2. Kor. ásamt með Páli. Þó virðist svo sem ferð hans til safnaðarins í Korintu hafi ekki borið tilætlaðan árangur. Postul- inn hefur að minnsta kosti séð ástæðu til að senda Títus til að reka erindi sitt í Korintu eigi all- löngu síðar. Hefur honum þótt för hans skipta miklu máli og má sjá, með hvílíkri eftirvæntingu og kviða hann bíður komu hans aftur. Svo órólegur verður hann, þegar hann hittir Títus ekki í Tróas, að hann helzt þar ekki við, þrátt fyrir góð starfsskilyrði í þeirri borg, heldur hraðar sér áfram til Makedóníu, 2. Kor. 12nn, unz hann finnur Títus og fær hjá honum góðar fréttir frá Korintu. Þá róast hann, 7,5nn. Páll rægður Það kemur ljóslega fram í bréf- inu, hvers vegna postulinn var svo kvíðinn sem raun bar vitni. Hann óttaðist, að söfnuðurinn í Korintu sneri að fullu við honum bakinu. Páii var kunnugt um, að andstæð- ingar hans, júðingjar frá Jerú- salem, voru að verki í söfnuðin- um í Korintu. Þetta voru kristnir menn, sem vildu fella trúbræður sína í fjötra ýmissa fyrirmæla, sem voru þó úr sögunni með komu Krists, 2. Kor. 10—11. Fyrir áhrif þeirra lögðu safnaðarmenn athafn- ir postulans út á verri veg. Eink- um sveið þeim, að hann hafði breytt ferðaáætlun sinni. Hafði hann ákveðið að fara beint frá Efesus til Korintu, en í staðinn hélt hann norður til Makedóníu og svo þaðan til Korintu, l,15nn, sbr. 1. Kor. 16,5—7. Og í stað þess að hraða sér til Grikklands til þess að vitja vina sinna í Korintu, hafði postulinn skrifað þeim mjög alvar- legt bréf, og var efni þess með þeim hætti, að við mátti búast, að það yrði söfnuðinum ekki til upp- örvunar, heldur hryggðar, 2. Kor. 2,2nn; 7,8nn. í bréfinu var meðal annars vikið að misklíð milli Páls og lesendanna, 2,5nn; 7,llnn. Allt þetta töldu Korintumenn vita á illt, svo að skiljanlegt var, að Páll biði komu Titusar með mikilli eftir- væntingu. Gleði Páls varð því ákaflega mikil, þegar hann hitti Títus í Makedóníu, líklega í Filippí, og heyrði hin góðu tíðindi frá Kor- intu. Söfnuðurinn hafði iðrazt óhlýðni sinnar við postulann og sannað honum fyrri kærleika sinn til hans, 7,6nn, 13nn. Þessi kennd af kvíða og eftirvæntingu, gleði og uppörvun ríkir enn í huga Páls, þegar hann ritar nú síðara Korintu- bréfið. Með því vill hann meðal annars undirbúa þriðju heimsókn sína til Korintu, en hún mun vera áfangi í þeirri ferð, sem frá er sagt í Post. 20,2nn. Postulasagan segir reyndar ekki frá annarri heimsókn Páls til Korintu, en ljóst er, að Páll gerir ráð fyrir henni í 2. Kor. 12,1 og 13,1. Eins og fyrr segir, skrifar Páll 2. Korintubréf til þess að undirbúa þriðju komu sína til safnaðarins. Nú má segja, að söfnuðurinn hafi séð sig um hönd í flestum grein- um, svo að Páll gat treyst honum. Þó var enn um að ræða nokkur atriði, sem þurfti að lagfæra. Þann- ig voru samskotin handa kristnum mönnum í Jerúsalem, þau er Páll hafði gefið fyrirmæli um í 1. Kor. 16,lnn, enn laus í böndunum. Páll sendir því Títus og tvo aðra bræð- ur á undan til þess að koma þeim í gott horf. Jafnframt skrifar hann hin eindregnu hvatningarorð, sem er að finna í 2. Kor. 8—9, um að að þeir leggi fé af mörkum til þessa málefnis. Varnarrit Þá voru andstæðingar Páls, hinir gyðinglunduðu fræðarar frá Jerú- salem, enn þá í Korintuborg og fundu hljómgrunn meðal safnaðar- ins. Þeir höfðu ekki aðeins lætt viliukenningum sínum inn í söfn- uðinn, heldur spillt fyrir postulan- um sem mest þeir máttu um langa hríð og haldið því fram, að hann hefði ekki postulavald. í bréfinu, sem vér f jöllum um hér, má finna mörg bein og óbein svör við spurn- ingum, sem vaknað hafa vegna árásanna á hann. Að öllum lík- indum hafa mótstöðumennirnir ekki þorað að halda því fram, að umskurn að hætti Gyðinga eða lög- málið væri forsenda fyrir sáluhjálp eða vegur til helgunar. En þeir hafa vegsamað dýrð Móse á kostnað fagnaðarerindisins, 3. Og þreng- ingar Páls, 4, hógværlega fram- göngu hans, 10, og jafnvel þá ráð- breytni hans að þiggja ekki laun fyrir kristniboðsstarf sitt hafa þeir túlkað svo, að augljóst væri, að hann væri enginn sannur postuli. Þeir hafa jafnvel dylgjað um, að hann kæmi sér hjá óþægindum á annan hátt, kap. 11—12. Postulinn hafði ekki unnið sigur nema að hálfu leyti, meðan Kor- intumenn létu viðgangast, að þess- ir menn störfuðu í söfnuðinum. Þess vegna er 2. Korintubréf fyrst og fremst reikningsskil við júðingj- ana. Sjálfsvörn Páls er dulin í fyrsta hluta bréfsins, 1—7, en í síðari hlutanum, 8—12, er hún aug- ljós og verður meginefnið. Þetta bréf er því persónulegasta bréfið, sem vér eigum frá hendi Páls. Þó er takmark hans ekki að réttlæta sjálfan sig fyrst og fremst, held- ur ryðja hindrunum úr vegi, svo að fagnaðarerindi hans um Jesúm Krist komist að hjörtum Korintu- manna, sbr. 12,19. Segja má, að í varnarriti þessu birtist jafnframt ferðaáætlun sú, sem hann hafði fylgt. Hann byrjar í upphafi bréfsins að rifja upp það, sem fyrir hann bar í héraðinu Asíu, þ.e. í Efesusborg; segir síðan frá ferð sinni þaðan til Makedóníu á fund Títusar, 2nn; greinir frá árangri þessa fundar, 7, en beinir síðar sjónum suður á bóginn til Korintu. Hann segir frá því, að hann hafi sent Títus aftur þangað, 8—9, gerir atlögu að júðingjunum, 10—11, og víkur síðan að væntan- legri komu sinni til safnaðarins, 13. Gera má ráð fyrir, að bréfið sé skrifað í nokkrum áföngum. 8

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.