Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1978, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.03.1978, Blaðsíða 4
KMSTIIR €e Æ.SKAM Sannur kristindómur Sumt fólk heldur, að Jcristindómurinn sé leiðinlegur. Trúðu pví ekki. Jesús lifði fuTlkomnu, œvintýralegu lifi. Sú eina tegund kristindóms, sem er leiðinleg, er hálfvolgur kristindómur. Kristindómur er trú manna, sem eru reiðu- húnir til pess að berjast á móti straumnum. Ertu viðbúinn pví œvintýri að lifa Guði, jafnvel pótt aTlir t kringum pig lifi öðruvisu? Billy Graham. „Vingjainlegt augnaráð gleður hjartað.” Orðskv. 15,30. Þab byrjaði með brosi Það var fullskipað á spítalanum. Alls staðar voru sjúklingar, í hverju rúmi í öllum deildum og varðstofum. Nokkrir sjúklingar lágu á aðalganginum á fyrstu og annarri hæð og biðu þess, að farið væri með rúm þeirra inn á ein- hverjar stofur, jafnskjótt og því yrði við komið. Ég þurfti að fara fram hjá þess- ari röð af rúmum á leiðinni inn í endurhæfingarsalinn, og einn dag- inn tók ég eftir lítilli, aldraðri konu með silfurhvítar hærur. Hún virtist vera ákaflega döpur í bragði og veikburða í sjúkrarúminu, svo • að ég nam staðar, brosti og mælti við hana nokkur hvatningarorð. Þegar ég var á leiðinni til baka, tók hún í handlegginn á mér, gaf mér nokkra indæla ávexti, sem voru á borðinu hennar, og sagði, að brosið hefði hrært hana inn í innstu hjartarætur. Hún var þakk- lát, að á þessum spítala, þar sem allir voru önnum kafnir og sífellt á þönum, hafði hún þó hitt ein- hvern, sem gat staldrað við andar- tak og brosað til hennar. Ég lofaði að líta aftur til hennar — og þá var hún komin inn í stof- una sína. Við töluðum saman, og hún sagði mér, að hún sækti alltaf kirkju og henni þætti mjög varið í „Jesúm litla í Prag“. Ég gat gert henni ljóst, að Jesús var ekki alltaf barn, heldur stækk- aði og varð maður og að hann hefði gefið líf sitt fyrir okkur, og einnig fyrir hana. Konan veitti hinum einfalda boöskap fagnaöarerindisins viðtöku og opnaði hjarta sitt og tók á móti Jesú sem frelsara sínum. Við báð- umst fyrir saman, og ég lét hana fá nokkur góð og gagnleg rit, áður en ég kvaddi hana. Ég gladdist í hjarta mér yfir því að fá að flytja þessum sjúkl- ingi boðskapinn um Krist. Drottinn hafði leitt mig á svo einfaldan hátt. Það byrjaði allt með brosi . . . Jeanine Dufrane, hjúkrunarkona, Belgíu. ----------------------------v ÞEGAR FAÐIR MINN DÓ Hann faðir minn var góður og umhyggjusamur, og við söknum hans mikið. Móðir mín dó fyrir nokkrum árum. Mér finnst ég vera fátækur, þegar bæði eru nú farin frá okkur, þó að ég eigi sjálfur fjölskyldu og heim- ili, — fátækur, af því að það hefur nú runnið upp fyrir mér í raun og sannleika eftir dauða föður míns, hversu mikið ég hef misst með foreldrum mínum. Mér finnst því ábyrgð mín jafnvel meiri núna — að ég og ást- vinir mínir nái takmarkinu heima hjá Guði. Nú er það hin mikla von okkar, að við fáum að hitt- ast á himnum. Þegar faðir minn var dáinn, fann ég í veskinu hans blað, sem á var ritaður sálmur um bænina. Ég hef geymt þetta blað, af því að mér finnst þessi sálmur eiga svo vel við föður minn, einkum annað erindið, þar sem sá er ávarpaður, sem biður fyrir börnum sínum og ástvin- um, minnist þeirra í bæn ár eftir ár. Ég hef nefnilega ekki verið kristinn fram að þessu, þó að ég hafi verið trúhneigður. En þegar faðir minn dó, fann ég, að hið eina rétta var að snúa sér tii Jesú Krists. Við hjónin viljum því bæði vera kristin. Ó, að viö hefðum getað sagt föður mínum þetta, áður en hann dó. En hvað hann hefði glaðzt. Þýtt. 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.