Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1978, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.03.1978, Blaðsíða 10
Heimiliö og fjölskyldan - 8 Framhald úr síðasta blaði. „Um tíma glímdum við nokk- uð við vandamál vegna agans“, segir Leonard. „Einmitt um það leyti komu lög um, að bannað væri að leggja hendur á börn, svo að snoppungar voru úr sög- unni. Við settum vissar reglur um hegðun. Drengirnir sam- þykktu þær, og við héldum fast við þær. Ef þeir brugðust á ein- hvern hátt, skertum við athafna- frelsi þeirra. Þeim var ekkert um það gefið, en þakklát vorum við, þegar einn þeirra trúði Muriel fyrir því dag nokkurn, að þeir vissu, allir piltarnir, að „pabbi" bæri sanna umhyggju fyrir þeirn". Leonard kallaði alla heimilis- menn saman í tíu mínútur á hverju kvöldi til bæna. Þá var lesið úr nýrri þýðingu af Biblí- unni og beðið fyrir öllu mögu- legu. „Þeir vildu, að við bæðum fyrir mæðrum þeirra á sjúkra- húsum og ýmsum öðrum, sem þeim lá á hjarta“, sagði Muriel. „Við vorum alltaf glöð, þegar við heyrðum, að þeir báru umhyggju fyrir foreldrum sínum, því að einu sinni í mánuði var þeim leyft að taka á móti gestum, og ætl- azt var til þess af okkur, að við notuðum þá tækifærið til að búa foreldrana undir að taka drengina sína aftur. Gagnkvæmt samþykki varð að vera fyrir hendi, ef drengjunum átti að vegna vel meðal fjölskyldna sinna“. Gömlu hesthúsi í grenndinni var breytt í litla kirkju, og þar hélt Leonard guðsþjónustur á sunnudagskvöldum. Drengirnir komu allir, þótt þeir væru ekki skyldugir til þess. Þeim þótti skemmtilegt að syngja kóra, og þegar Leonard talaði, létu þeir í Ijós við hann, ef þeir voru hon- um ósammála. Biblíulestur hafði hann á mið- vikudögum fyrir þá, sem vildu koma. Leonard var ekki með öllu sáttur við að hafa slíkar sam- verustundir, þar sem það var TAKTU HEIMILI MITT lagt á vald drengjanna, hvort þeir kæmu eða ekki. „Því fylgir alltaf viss hætta“, sagði hann, „því að á meðan verður ekki fylgzt með þeim, sem koma ekki, og þeir fóru stund- um út og lentu í ógöngum. Við tókum alltaf við þeim aftur og gáfum þeim kost á að reyna upp á nýtt. En stundum fóru þeir aftur í sama fenið. Samt forð- uðumst við, hvað sem fyrir kom, að láta nokkurn drenginn finna, að við létum okkur á sama standa um hann, enda þótt þeim væri fullljóst, að við sættum okkur ekki við það, sem þeir hefðu aðhafzt". Það var ómetanlegt að hafa umráð yfir landinu kringum hús- ið. Reistur var svolítill búgarður, og þeir drengir, sem voru gefnir fyrir skepnur, voru hvattir til að vinna með kindur, grísi og hænu- - unga. Stundum var drengjum, sem höfðu verið grimmir við dýr, leyft að starfa á búgarðinum. Að sjálfsögðu var fylgzt vel með þeim, en raunin varð sú, að þeim fórst flestum sérlega vel við skepnurnar. „Við urðum að sýna einlægan áhuga á því, sem þeir gerðu“, sagði Muriel. „Yfirborðsáhugi var þeim einskis virði. Ef grísir höfðu fæðzt, urðum við að gera svo vel að koma þegar í stað til að skoða þá. Við urðum að læra allt um dýr og dægurlög 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.