Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1978, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.03.1978, Blaðsíða 7
Eg, eg einn, afmái afbrot þin sjálfs mín vegna og minnist ekki synda þinna“ (Jes. 43,25). Syndin er horfin - vegna Jesú spjóti hafði verið stungið í síðu hans, tunga hans var bólgin, hann þjáðist og var að dauða kominn. Hann hefði getað bjargað sjálfum sér með því að bæra fingur eða depla augunum. 72,000 englar hefðu komið til þess að bjarga hon- um. En Jesús sagði: „Nei, ég elska mannkynið. Ég er að deyja til þess að frelsa menn frá syndum þeirra. Ég ætla að vera hér kyrr.“ Þú og ég eigum að segja „nei“ við freistingunni, en við eigum að segja ,,já“ við Jesúm. Hann á kröfu til lífs þíns og lífs míns. Hann dó fyrir okkur. Hann var uppvakinn frá dauðum, til þess að við gæt- um átt nægtir lifs. Ef þú ert fús til þess að iðrast synda þinna og taka á móti Jesú Kristi sem frels- ara þínum í trú, og ef þú ert fús til þess að fylgja honum og hlýða honum í lífi þínu, undir aga hans og drottinvaldi, þá ertu að segja ,,já“ við Jesúm. Yerum á verði í maí 1919 fundust í Þýzka- landi eftirfarandi „kommúnistísk- ar byltingarreglur". Ef til vill vinna margir fleiri eftir þeim en okkur er ljóst. Þær eru þannig: 1. Afvegaleiðið þá, sem ungir eru, snúið þeim burt frá trúnni. Vekið áhuga þeirra á kynferðis- málum. Gerið þá yfirborðslega. Eyðileggið skapgerð þeirra. 2. Reynið að ná valdi á öllum upplýsinga- og fræðslustofnunum og reynið að koma eftirfarandi atriðum til leiðar: — Beinið athygli fólks frá yfir- völdunum með því að fá það til þess að verða niðursokkið í íþrótt- ir, skáldsögur, leikrit og annað, sem litlu máli skiptir. — Kljúfið fólkið í fjandsamlega hópa með því að masa stöðugt um ágreiningsatriði, sem engu máli skipta. — Eyðileggið traust fólks til eðlilegra leiðtoga sinna með því að fyrirlíta þá, gera gys að þeim og ákæra þá. — Flytjið ávallt boðskap um hið sanna lýðræði, en hrifsið völd- in eins skjótlega og harðlega og unnt er. r Ég hlustaði fyrir nokkru á Jap- ana hugleiða orðið í Matt. 18,21 —35 um fyrirgefningu. „Við Jap- anir,“ sagði hann, „fyrirgefum að- eins á yfirborðinu. Oft verður eitt- hvað eftir í hjartanu. Það er eins og við getum ekki fyrirgefið þann- ig, að það sé gleymt. Ég man vel, hvílík áhrif það hafði á mig, þegar ég heyrði í fyrsta sinn kristinn mann segja frá því, að fyrir honum væri fyrir- gefin synd, synd, sem er afmáð, horfin að fullu og öllu. Þetta var mér algjörlega ný og framandi hugsun, og þannig er um flesta Japani. Þið þekkið mörg þau trúarbrögð hér í Japan, sem kenna, að við get- um horfzt í augu við guðinn með bæn um fyrirgefningu einu sinni. Við getum líka komið í annað sinn, ef til vill líka í þriðja sinn. En síð- an ekki söguna meir, þá er ekki lengur fyrirgefningu að fá.“ Vesalings fólk, sem á guð, er fyrirgefur einungis þrisvar sinnum! Þegar ég heyrði þetta, varð það stórkostlegt fyrir mér að minnast hins lifanda Guðs, sem kennir í brjósti um okkur, þegar við hrös- um, föllum og syndgum. Já, við eig- um Guð, sem lætur náð ganga fyrir rétti — og gefur okkur upp alla syndasekt okkar. Þetta gerir Guð, vegna þess að hinn mikli endur- lausnari, sá er bar syndirnar, Jesús Kristur, gaf líf sitt á krossinum á Golgata í eilífa friðþægingarfóm vegna syndar alls heimsins. Synnöve Finnseth. 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.