Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 3
Þeir sem trúa og þeir sem ekki trúa trúa á Jesúm, svo að ég hélt áfram að lesa í Biblíunni. Eftir nokkra mánuði fór fólk að spyrja, hvað hefði komið fyrir, því að ég þótti svo ólíkur sjálfum mér. Þannig segir Bandaríkjamaðurinn Hal Lindsey frá afturlivarfi sínu í eftirfarandi grein. * sektarmeðvitundar en nokkru sinni fyrr, þar sem ég sá, að ég stóðst ekki mælikvarðann. Síðan hélt ég áfram til Jóhann- esar guðspjalls, og þá sá ég í fyrsta skipti, hvert vandamál mitt var. Jesús talaði hér um að endurfæð- ast. Síðar skildi ég, að það var heilagur andi, sem hafði gert orðið lifandi fyrir mér. Nú skildi ég allt í einu, að ef maðurinn endurfæðist ekki, getur hann ekki skilið það, sem kemur frá Guði. En hyernig getur maðurinn end- urfæðzt? Ég las kaflann oft, en fann ekki svar við spurningunni. Skyndilega kom síðasta versið upp í huga mér: „Sá, sem trúir á soninn, hefur eilíft líf, en sá sem óhlýðnast syn- inum, skal ekki sjá lífið, heldur varir reiði Guðs yfir honum.“ Þá mundi ég, að þetta hafði ég heyrt áður. Það var þetta, sem mað- urinn í trúboðshúsinu hafði talað um við mig. Ég las biblíuversið vandlega og sá, að í augum Guðs er aðeins til tvenns konar fólk í heiminum sam- kvæmt Jóh. 3,36, en það eru þeir, sem trúa, og þeir, sem trúa ekki. Ólíkur sjálfum sér Ég sagði nú í einlægni: „Guð, ef þú ert til, og ég trúi því, að þú sért það, þá vil ég taka við þessari gjöf, sem Jesús segir, að hann vilji gefa. Ég vil trúa á Jesúm. Ég á ekki mikla trú, en með þeirri litlu trú, sem ég á, vil ég treysta á þig.“ Með þessa einföldu bæn í huga hélt ég áfram að lesa í Nýja testa- mentinu og fann þar nýja kveðju til mín frá Gideonfélaginu: „Ef þú hefur tekið þá ákvörðun að taka á móti Jesú Kristi sem frelsara þínum, ritaðu þá nafnið þitt hér.“ Ég gerði það. Og á vissan hátt var val mitt staðfest þar með. Ég vissi ekki, hvað ég átti að gera eftir það. Næstu tólf mánuði fór ég ekki í neina kirkju. Ég vissi ekki, í hvaða kirkju ég átti að fara. Ég ákvað að halda mér við Biblí- una í staðinn. Hún varð mér sem ný bók. Ég las hana reglulega, og hún talaði til mín. Ég varð gagntekinn af Jesú Kristi. Að hugsa sér, að eng- inn í kunningjahópi mínum þekkti hann! Ég hélt áfram að lesa, og eftir nokkra mánuði fór fólk að spyrja mig: „Hvað hefur komið fyrir þig? Þú ert svo ólíkur sjálf- um þér.“ Sex klukkustunclir Ég fór að veita öðrum hlutdeild í Guðs orði með mér og hlotnaðist að ávinna nokkra af vinum mín- um Guði til handa. Síðan ákvað ég að fara heim til Houston í Texas. Eftir nokkurn tíma spurði pabbi mig, hvað hefði komið fyrir. Ég sagði frá því, sem hafði gerzt, og fékk að leiða hann til Jesú. Degi síðar kom svo röðin að mömmu. Dag nokkurn spurði vinnufélagi minn, hvort ég vildi koma með sér og hlusta á biblíukennara, sem út- skýrði Biblíuna vers fyrir vers. Þetta var upphafið á dásamlegum tíma í lífi mínu. Biblían gagntók mig svo, að ég tók að rannsaka hana a. m. k. sex klukkustundir á dag. Eftir að hafa rannsakað Biblíuna þannig í þrjú ár, komst ég fyrir kraftaverk inn á námskeið. Þá var ég 29 ára gamall. Þar stundaði ég nám í þrjú ár, aðallega í grísku, og þýddi Nýja testamentið úr grísku á ensku. Eftir það gekk ég í Campus Crusade for Christ. Á síðasta ári námsins hitti ég stúlku, sem var þátttakandi í þess- ari hreyfingu, og varð hún konan min. í brúðkaupinu fékk Nýja testamentið, sem ég hafði fengið frá Gídeonfélaginu og hafði orðið þess valdandi, að ég varð hólpinn, heiðurssessinn. Konan mín hafði vafið það inn 1 hvítan dúk og hélt á því, þegar við gengum upp að altarinu. Höfundur í átta ár vann ég innan Campus Crusade for Christ, bæði sem framkvæmdastjóri i aðalstöðvun- um og siðan sem ferðaprédikari og biblíukennari. Ég hef útskýrt Biblíuna í a. m. k. 60 af stærri háskólum í Kanada, Bandaríkjun- um og Mexíkó. Nýlega lauk ég við bók, sem íjallar um endurkomu Jesú. Um það efni hef ég talað í mörg ár, og Drottinn hefur blessað það. Ég man ekki, hver afhenti mér Nýja testamentið árið 1942, en ég hef oft hugsað um, hve mikla þýð- ingu það hafði fyrir allt líf mitt. Drottinn beitti orði sínu, sem ávallt er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði. Það var fyrir þetta lifandi orð, sem heilagur andi leiddi mig til Krists. (G.J.G. þýddi úr „Hemmets ván“). 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.