Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 8
rXíf af (ífi Eg lifi og þér munuS lifa, Jóh. 14. 19. ÉG LIFI. Þannig kemst Jesús aS orði. Hann kunngjörir okkur, aS hann sé ekki undirorpinn dauSa. enginn taki líf hans frd hon- um, heldur leggi hann þaS sjólfviljuglega í sölurnar okkar vegna og hann hafi lika vald til aS taka þaS aftur. ÞÉR MUNUÐ LIFA, segir hann líka. Hann óbyrgist, að hann kaupi okkur lífið með dauða sínum, og fullyrSir, aS viS fúum að lifa í gleSiríku samfélagi viS hann, hér og aS eilífu. LÆRISVEINARNIR HEYRÐU, hvað hann sagði. en það veitti þeim hvorki huggun né gleði þegar í staS. Og þegar stundin kom, og hann var tekinn höndum og dœmdur og krossfestur, brást þeim allt. Þeir lentu í vonlausu myrkri. EN HANN, SEM ELSKAÐI SÍNA allt til dauða, var þeim trúr. Hann sendi þeim gleðiboð, kom ljóslifandi til þeirra, útlagði fyrir þeim ritningarnar, sat að borSi meS þeim, hinn sami í öllu, meistari þeirra, Drottinn og frelsari sem áSur. Aftur fengu þeir aS lifa í blessunarriku samfélagi viS hann. og þeim gafst nú skilningur á fórnardauða hans og máttur til að útbreiSa fagn- aðarerindiS. Hann hvarf þeim sjónum, en samfélagiS viS hann rénaSi ekki og getur aldrei brugSizt. ORÐ KRISTS standa stöSug og hjálprœSisverk hans líka. Hann er hjá þér, þó að þú sjáir hann ekki. Hann upplýkur fyrir þér ritning- unum, og andi þinn sér hann þar með náS þér nœrri, jafnt og í skírn og kvöldmáltíð. BÆN ÞÍN SÉ: Rannsaka mig, — sjá þú, hvert stefnir fyrir mér, — leið mig á eilífSarbraut. Þú þarft hvergi aS efast um bœn- heyrslu og enn síður um orðin: Eg lifi og þér munuS lifa. A SlNUM TÍMA opinberast hann á ný, öllum sýnilegur. En á meSan hann bíður þeirrar stundar, lœtur hann náSarboðið berast um jörð og býður okkur, sem náSin er gefin, aS vinna að því með gleSi, hvaS sem það kynni að kosta. Látum hann ekki segja okkur það tvisvar. Sigurður Þorsteinsson. Lögmál og fagnaðarerindi Rómverjabréfið er voldugast allra bréfa Páls. Þar er „uppgjör við Jerúsalem", þ.e. Gyðinga, og ,,lögð stefnan fyrir söfnuðinn í Róm“. Hin lifandi og sanna kenn- ing fagnaðarboðskaparins er þar útlistuð. Því miður bar rómverska kirkj- an ekki gæfu til að varðveita þenn- an sanna skilning, þegar timar liðu fram. Það var Marteinn Lúther, sem Guð notaði ásamt öðrum sið- bótarmönnum til að leiða grund- völl hjálpræðisins aftur í ljós. Með því var fagnaðarerindið hreinsað af súrdeigi Gyðinga, er hafði meng- að það að nýju. Nú er allt Gamla testamentið orð Guðs. En það ber að lesa í ljósi Nýja testamentisins. Ef því ljósi er gleymt, geta kristnir menn lent aítur undir oki lögmálsins. Gegn því er ekkert ráð betra en gefa gaum að kenningu Páls postula. Guð kallaði hann sérstaklega til þess að gera grein fyrir muninum á gamla og nýja sáttmálanum og því, sem tengir þá saman, á lögmáli og fagnaðarerindi. Ætla má, að flestir safnaðar- menn í Róm hafi verið af heiðnu bergi brotnir, sbr. 1,6; 11,13; 15,16. Þó hafa kristnir Gyðingar verið svo margir í söfnuðinum, að nauð- synlegt var að veita fræðslu um stöðu beggja, heiðingja og Gyð- inga, enda fjallar hluti Rómverja- bréfsins um þau mál, sbr. 15. Páll skrifar bréf sitt til Róm- verja, þegar hann er á þriðju kristniboðsferð sinni. Hann dvelst vetrarlangt í Korintuborg árin 55—56 eða 56—57, og þaðan sendir hann bréfið. Þetta kemur fram við samanburð á Róm. 15,24nn og Post. 19,21 og 20,2. Postulinn hef- ur lesið það fyrir, svo sem hann var vanur, er hann skrifaði bréf, en skrifar sjálfur einungis kveðj- ur í lokin, sbr. 1. Kor. 16,21nn; Gal. 6,lln; Kól. 4,18; 2. Þess. 3,17. Ritarinn hét Tertíus, Róm. 16.22. Vér þekkjum líka þann, sem fór með bréfið. Það var líknarsystirin Föbe frá Kenkreu, hafnarborg Korintu, Róm. 16,1—2. Dagleg fæða Rómverjabréfið er í flokki svo- nefndra höfuðbréfa eða baráttu- bréfa Páls, en þau eru Rómverja- bréfið, Korintubréfin bæði og Gal- atabréfið. Jafnvel harðskeyttir gagnrýnendur Biblíunnar hafa margir veigrað sér við að draga í efa, að Páll væri höfundur þess. Þó að það hafi verið gert síðar, hefur það ekki fengið hljómgrunn meðal fróðra manna á sviði biblíu- rannsókna. Marteinn Lúther fann frið í sál- arbaráttu sinni og leit að friði i orðum Rómverjabréfsins. Hann hafði svo miklar mætur á bréfinu, að hann telur, að kristnir menn ættu að kunna það utan að og nærast af því daglega. „í þessu bréfi,“ segir hann, „er ríkuleg fræðsla um það, sem krist- inn maður á að vita, um hvað lög- mál er, fagnaðarerindi, synd, refs- ing, náð, trú, réttlæti, Kristur, Guð, góðverk, kærleiki, von, kross, og hvernig oss ber að koma fram við hvern og einn, hvort sem hann er guöhræddur eða syndari, sterkur eða veikur, vinur eða óvinir, og við oss sjálfa.“ DAGLEG ENDURNÝJUN Brýna nauösyn ber til þess, aö trúaöir menn endurnýi liug sinn á hverjum degi. Þegar vér lesum orö Guös, hefur þaö þau áhrif á oss, aö vér liœttum að liugsa aö hœtti heimsins og lúta þeim áhrifum, sem óvinurinn beitir til aö ná tökum á hug og hjarta. Þeir eru allt of margir, sem'heröa hjarta sitt meö sjónvarpi og meö miklu slœmu les- efni. Vér endurnýjumst meö því aö vona á Drgttin dag hvern. H. J. Ness, vJ 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.