Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 10
,Vísa mér veg þinn, Drottinn" EG AKALLAÐI MARÍU MEY Ég stóð við borð yfirhjúkrunar- konunnar á stóru sjúkrahúsi í New York. Mér leið illa í nýja „reynslubúningi" mínum og fannst ég vera eins og illa gerður hlut- ur. Rödd verkstjóra míns, þegar hún gaf mér fyrirmæli um hátt- semi og aðferðir í hjúkruninni, var full óþolinmæði: „Þér eigið að sinna fimm sjúkl- ingum fram að hádegi. Þegar ung- frú Kings var á deildinni hér síð- ast, fór vel á með henni og þess- um sjúklingum. Reynið því að ljúka yður af eigi síðar en klukk- an hálf ellefu. Komið þá til mín til að fá frekari fyrirmæii. -Þér eigið að sjá um nokkrar meðferðir. Ef þér ætlið að ná bekkjarsystrum yðar, verðiö þér að Ijúka af að taka þvagprufur eins og yður ber. Látið nú hendur standa fram úr ermum.“ Ávítunartónninn í orðum henn- ar hafði truflandi áhrif á mig. En ég hófst handa við að finna þvotta- skálar, sápu og vínanda. Síðan fór ég að þvo sjúklingum og búa um rúm, og ég reyndi að eyða hrell- ingum morgunsins með því að tala. „Þú verður að læra að una þér vel í starfinu,“ sagði ég við sjálfa mig. „Þú verður að læra að vinna verkin." En hvatningarnar dugðu ekki til. Bekkjarsystur mínar luku skyldu- verkum sínum með leikni og gleði, en hiá mér og sjúklingum mínum fór allt meira og minna úr skorð- um. Millilökin lágu ekki eins þétt við dýnuna og vera bar, og horn- in, sem við áttum að brjóta á lök- in, litu út eins og hundur hefði togað í þau. Sjúklingarnir, sem ég átti að nudda með vínanda, skræktu, af því að ég gleymdi alltaf að hita ískaldan vínandann. Ég óskaði þess, að ég þyrfti ekki að vera á þessari spítaladeild, en ég átti ekki annarra kosta völ. Ég var fátæk, svo að hjúkrunarnám virtist vera eina æskilega leiðin til þess að hljóta menntun og byrjun í áttina til æðra skólastigs. Þennan morgun lét ég í fyrsta sinn undan þeim kvíða, að ég gæti ekki lært hjúkrun og að ég yrði beðin að hætta námi. Ég sá í hug- anum, hvernig mér yrði „varpað á dyr“, ég kæmi heim og bæjar- búar bentu háðslega á námsgarp- inn, sem hefði mistekizt í stóru borginni. Þegar óttinn gagntók mig þann- ig i fyrsta sinn, gerði ég mér ljóst, að ég þarfnaðist styrkrar trúar. Ég var að verða 17 ára og lá við örvæntingu. Ég fór að leita Guðs, sem gæti hjálpað mér. Jane, bekkjarsystir mín, var tal- in stefna að því að verða nunna. Hún varð fyrsta hjálparhella min. Hún var einhver yndislegasta stúlkan, sem ég hafði kynnzt. Þeg- ar ég sagði henni frá kvíða mín- um og vonum, fór hún með mig í rómversk-kaþólsku kirkjuna þar skammt frá. Glæsibragurinn í kirkjunni hafði djúp áhrif á mig. í kórnum á bak við altarið var skúti úr steini, eftirlíking hellisins í Lourdes i Frakklandi, en mælt er að þar hafi móðir Jesú birzt stúlku, Berna- dettu að nafni. árið 1858. Stytta af „meynni frá Lourdes“ í fullri líkamsstærð gnæfði hátt í vegg- skoti i klettinum. í hrifningu minni fannst mér næstum því ég sjá svip „himnadrottningarinnar" fyrir augum mér. „Viltu taka þátt í helgistund til þess að sjá, hvernig hún fer fram?“ spurði Jane. Hún sagði mér, að í þessari kirkju væru látlausar helgi- stundir meynni til heiðurs og að kaþólskt fólk, sem tæki þátt í svo mörgum helgistundum og kæmi í pílagrímsferðir til hellisins, yrði sérstakrar náðar og hylli aðnjót- andi af hálfu Maríu. Hún rétti mér litla, bláa bók. Það var bænabók, sem nota skyldi við þessa athöfn. Áður en varði, var ég farin að sækja helgistund- irnar. Við kirkjudyr settum við á okk- ur höfuðklúta með mikilli lotn- ingu og signdum okkur með vígðu vatni. Síðan beindum við sjónum okkar til Maríu og gengum með knébeygjum til sæta okkar. Þar krupum við, signdum okkur á ný og tókum að þukla á talnaböndun- um. Hinn góði hljómburður og fegurð kirkjunnar stuðluðu að því, að það var hrífandi að syngja „Lourdes-sálminn". Þrisvar sinnum tónaði presturinn: „Ó. María, getin án syndar“, og í hvert skipti svöruðum við áköf: „Bið fyrir oss, hjá þér höfum vér leitað athvarfs.“ Um það bil, sem ég fór að ving- ast við Jane, höfðu tveir eldri nem- ar komið að máli við nokkrar af okkur, sem vorum að byrja. „Viljið þið koma með okkur á samkomu hjá kristilegu stúdentahreyfing- unni, Inter-Varsity?“ „Inter-Varsity? Hvað er það nú?“ spurði ég. „Það er samkoma í kapellu há- skólans," svöruðu þær, „þar sem piltar og stúlkur, sem elska Jesúm Krist, eiga samfélag saman." „Elska Jesúm Krist? Samfélag?" Mér fannst þetta allt fremur bros- legt. Ein vinkona mín tók eftir öðru orði: „Piltar?“ sagði hún. „Úr háskólanum?“ Þær eldri kinkuðu kolli. „Förum, stelpur," sagði ég við vinkonur mínar. Á fyrstu samkomunni hitti ég Jim, starfandi mann í stúdenta- hreyfingunni, og það nægði til þess, að lítill hjúkrunarnemi yrði svolítið rjóðari í kinnum. Ekki það eitt: Hann var kurteis og hæversk- ur — ákaflega ólíkur öðrum nem- endum á svipuðu skólastigi. Þó að hann kæmist að því fljótlega, að ég væri ekki „ein af þeim trúuðu“, sleppti hann mér ekki, eins og hann hefði brennt sig, heldur var áfram vinur minn. 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.