Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 4
Bréf frá Jóhannesi Ólafssyni Æskan vitnar, þrátt fyrir þrengingar Eins og lesendum Bjarma er kunnugt, hefur Jóhannes Olafsson, kristniboSs- lœknir, starfað í Eþíópíu um nokkurra mónaSa skeið. Jóhannes getur þess í einkabréfi, að hann fói tveggja mánaða leyfi i sumar og áformi m.a. að koma til islands, liklega um mánaðamótin júlí—ágúst. Hann ráðgerir siðan að halda aftur til Eþíópíu með haustinu, ásamt fjölskyldu sinni, og verður hann yfir- lœknir f sjúkrahúsinu í Arba Minch. Eftirfarandi bréf hefur Jóhannes sent kristniboðsvinum: Arba Minch, 29. maí 1978. Kæru kristniboðsvinir. Þegar ég kom til Eþíópíu um miðjan janúar s.l., bjóst ég við að vera hér í landi í þrjá mánuði. Þegar ekki fékkst læknir til að taka við af mér, varð stjórn Lovis- enberg sjúkrahússins í Osló við beiðni um að leysa mig frá störf- um, enda stóð svo illa á, að kristni- boðið var í hættu að geta ekki stað- ið við skuldbindingar um að hafa hverju sinni tvo lækna við Irgalem og tvo lækna við Arba Minch sjúkrahúsin. Þörfin mikil Ástandið í sjúkrahússmálum hef- ur breytzt mikið síðan byltingin hófst. Sudan Interior Mission, sem hafði mikið starf í Suður-Eþíópíu, starfrækti m.a. þrjú sjúkrahús, hefur látið þau af hendi við heil- brigðisyfirvöldin. Þau eru nú rek- in með kúbönskum læknum. í kjölfar byltingarinnar hafa risið ýmsir erfiðleikar í rekstri sjúkrahúsanna, sem við erum ábyrg fyrir. Það koma fram nýjar hugmyndir um réttindi og skyld- ur hvarvetna í þjóðfélagþnu og þá einnig á meðal starfsmanna okk- ar á sjúkrahúsunum. Um tíma bar jafnvel á óvild gegn útlendingum. Þetta er nú breytt, og mér finnst vingjarnlegur samstarfsandi vera á sjúkrahúsinu. Yfirvöldin láta einnig 1 ljós, að þau óska þess, að kristniboðið haldi áfram rekstri sjúkrahúsanna. Frelsi okkar til að boða Guðs orð hefur ekki verið skert. Á hverj- um morgni er stór hópur manna, sem hlusta vel, þegar Guðs orð er prédikað. Þörfin fyrir læknishjálp fer vax- andi, eftir því sem fleiri gera sér grein fyrir, að, hægt er að fá hjálp við ýmsum meinum. Aðsókn að Arba Minch sjúkrahúsi hefur auk- izt, síðan ég var hér fyrir rúmlega tveim árum. 1 síðustu starfsskýrslu kemur fram, að nýting rúma var 110%,enda er algengt, að sjúkl- ingar verði að liggja á bekkjum eða sjúkrabörum, þar til hægt er að losa rúm fyrir þá. Það er stöðug bæn, að störf okkar á sjúkrahúsinu mættu bera vitni um umhyggju og kærleika Krists. Trúfrelsi, en . . . Hvernig eru svo starfsskilyrði kirkjunnar? Það er yfirlýst trú- frelsi eins og í flestum kommún- istískum löndum. Kirkjan mætir heldur ekki beinni mótstöðu. Það er leyfilegt að koma saman til kristilegrar starfsemi,, og kristni- boðum og eþíópskum starfsmönn- um kirkjunnar er leyfilegt að fara um í þorpin og sveitirnar. Það vakti ekki litla athygli ný- lega, þegar öllum kristniboðum var vísað úr Kaffa-fylki. Eigur þeirra voru gerðar upptækar, en yfirleitt má segja, að í Suður- Eþíópíu eru ekki lagðar beinar hindranir i veg fyrir starfsemi kirkjunnar. Þrátt fyrir það er sannleikurinn sá, að kristnir menn mæta auk- inni mótspyrnu, bæði beint og óbeint. Mikil áherzla er lögð á að vekja stjórnmálavitund þjóðarinn- ar. Það er rekinn ákafur áróður með öllum tiltækum fjölmiðlum. Það eru haldnir fundir, og umræð- ur fara fram á vinnustöðum, í bæj- arhverfunum og sveitunum, og öll- Ársfundirnir á kristniboössvœöinu í Eþíópíu eru eins konar „almenn mót", þar sem menn njóta kristins samfélags og styrkjast í trúnni. Myndin er frá slíku móti. 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.