Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 7
gjörðir Krists svara nákvæmlega til misgjörðar Adams og afmá hana. Synd og dauði náðu til alls mannkyns vegna falls Adams, en eins stafar réttlæti og líf til allra manna frá hlýðni Krists. Koma og tilvist lögmálsins um stundarsakir (fyrir milligöngu Móse) hefur aðeins stuðlað að því að auka á dýrð náðarinnar með því að auka syndina, 5,12—21. Gildi skírnarinnar En hefur lögmálið þá ekki aðra merkingu? Kristið líf, — verður það ekki einungis syndalíf, ef lög- málinu er sleppt? Gyðingar héldu þessu fram. Fagnaðarerindið um hina frjálsu náð hlaut að auka syndina. En Páll vísar þessu hiklaust á bug. Kristinn maður er skírður. í skírninni á hann allt aðra vörn við syndinni en í lögmálinu. Séu menn skírðir til dauða Krists, skulu þeir líka rísa upp með Kristi til nýs lífs, 6,1—11. Vegna náðarinnar eru þeir leystir frá ofurvaldi syndar- innar og hafa skuldbundið sig til þjónustu í þágu réttlætisins, 6,12 —21. Þeir hafa verið leystir frá lög- málinu vegna samfélags síns við Krist til þess að þjóna Guði i nýj- ung andans, en ekki í fyrnsku bók- stafsins, þ.e. lögmálsins, 7,1—6. Kraftur helgunarinnar Lögmálið getur hvort sem er ekki veitt neinum manni hjálp. Það vekur aðeins syndina til lífs og veldur mönnum óhamingju, 7,7—13. Þetta er að vísu ekki sök lögmáls- ins, heldur syndarinnar: Svo lengi sem maðurinn er holdlegur (án trúar á Krist), getur lögmálið að- eins valdið spennu milli hins innra manns hans, sem vill hið góða, og lima hans (eðlis hans), sem þjóna syndinni, 7,14—25. Ekkert getur hjálpað kristnum manni við þessari spennu nema kraftur heilags anda. Andi Krists er upphaf og endir helgunarinnar. Hann er trygging barnaréttarins hjá Guði og einnig hinnar endan- legu frelsunar líkama mannsins, — þrátt fvrir allar þrautir og þreng- ingar, 8,1—30. Þess vegna getum vér sagt fagn- andi: ,,Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?“ 8,31—39. Er ísrael útskúfað? I þessari stórkostlegu „hljóm- kviðu“ postulans kveður við þung- an, angurværan tón. Það er hlut- skipti ísraelsmanna. Hví er fagn- aðarerindið farið til heiðingjanna? Hefur Guð hafnað útvöldum lýð sínum? 9,1—5. Nei, svo er ekki. Fyrirheit Guðs eiga ekki við ísraelsmenn að hold- inu, heldur hinn andlega ísrael, þá, sem trúa. Gyðingar eiga enga kröfu á hendur Guði, hvorki vegna ætternis síns né verka. Náð hans er algjörlega ókeypis. Guð hefur fullkominn rétt til þess að útvelja og hafna, 9,6—29. Þó er Guð ekki duttlungafuTlur í náð sinni.Hann hefur bundið náð- ina við trú manna á Krist. Illu heilli hefur Israel sjálfur unnið til útskúfunar með vantrú sinni, 9,30 -10,21. Meðal ísraelsmanna eru þó eftir heilagar leifar. í dásamlegri vizku sinni mun Guð að lokum finna vegi og ráð til þess að leiða einnig ísrael sem þjóð til trúarinnar á frelsara sinn, 11,1—36. Með þessum hugleiðingum lýkur Páll framsetningu sinni í miskunn og mildi Guðs. Þökkum Drottni í verki Þá snýr postulinn sér að áminn- ingunum. Veitum því athygli, að þær koma á eftir útlistun fagn- aðarerindisins. Hvatningin til að lifa Guði er umfram allt fólgin í fagnaðarerindinu sjálfu. óumræði- legri likn Guðs í syni hans, Jesú Kristi. Allt líf kristins manns skal vera hakkarfórn fyrir kærleika Drott- ins. 12,1—2. Hún kemur fram í því, að kristinn maður notar náðar- gáfurnar frá Drottni í allri auð- mýkt, 12.3—8. sýnir öllum elsku, jafnvel óvinum, 12,9—21, hlýðir yfirvöldum, sem eru þjónar Guðs, 13,1—7, og veitir hverium manni það, sem honum ber, í kærleika, 13,8—10. Hann vandar alla breytni sína og framgengur í ljósinu, 13,11-14. Postulinn víkur síðan að afstöðu þeirra, sem eru sterkir í trúnni, til hinna. sem eru trúarveikir. Hann hvetur hina fyrrnefndu til að af- neita sjálfum sér, þó að þeir séu frjálsir. Trúarveikir lærisveinar mega hins vegar ekki dæma aðra hart, 14,1—22. Þarna var meðal annars um að ræða erfiðleika í Skattfrjáls auÖœfi Fulltrúi frá skattayfirvöldunum kom til prestsins til þess aö aöstoöa liann viö framtaliö, svo aö úr því yröi skorið, hve mikinn skatt hon- um bœri að borga. „Þá skuliö þér gera grein eign- um yöar,“ mælti fulltrúinn. „Já, ég er í rauninni vellauöug- ur maöur,“ sagöi presturinn. ,,Ég skal nú telja fram þaö helzta: 1) Ég á eilíft líf (Jóh. 3,16). 2) Ég á bústaö á himnum (Jóli. U,2). 3) Ég á friö, sem er œðri öllum skilningi (Fil. li(1). 1)) Ég á óumrœöilega gleöi (1. Pét. 1,8). 5) Ég á hlutdeild í guödómlegum kœrleika, sem aldrei bregzt (1. Kor. 13,8). 6) Ég á trúfasta eiginkonu (Orös- kv. 13,10). 7) Ég á heilbrigð, glöö börn (2. Mós. 20,12). 8) Ég á sanna, trygga vini (Orös- kv. 18,24). 9) Ég get sungiö Guöi lof á nótt- unni (Sálm. 42,8). 10) Ég á kórónu lífsins (Jak. 1,12).“ Skattafulltrúinn lokaöi bók sinni og mœlti: „Þér eruö sannarlega rík- ur maöur, en þessi auöur yöar veröur ekki skattlagöur.“ sambúð kristinna manna, sem höfðu verið heiðingjar, og krist- inna Gyöinga. Hann hvetur þá til eindrægni, 15,1—13. Loks liggur við, að Páll biðjist afsökunar á bréfi sínu, enda hefur hann verið djarfmáll með köflum. En hann bendir á köllun sína og starf sem postula heiðingja, 15,14 —21. Hann segir Rómverjum frá ferðaáætlunum sínum og óskar eftir fyrirbæn þeirra, að ferð hans megi heppnast, 15,22—33. Þó að postulinn hafi ekki komið til Rómar, sýnir lokakapítuli bréfs- ins, 16,1—24, að hann hefur haft margvísleg tengsl við söfnuðinn þar. Eru hinar mörgu kveðjur vís- bending um þetta. Hann biður þeim öllum allrar náðar Guðs og lýkur máli sínu með lofgjörð um Guð, cem hefur opinberað fagnaðarboð- skapinn öllum þjóðum til sálu- hjálpar, 16,25—27. (Frh. bls. 8). 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.