Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.07.1978, Blaðsíða 13
þrúgandi myrkur þessara daga. Það snart mig djúpt, að einhver skyldi hugsa vel til mín, og úr því að einhver mundi eftir mér, tók ég nú að biðja. Svo ákaft hafði ég fyrirlitið sjálfa mig, að ég var orðin hrjúf og illgjörn gagnvart þeim, sem sýndu mér skilning heima. En þeg- ar ég hafði beðið, fór hegðun mín að breytast. Auk þess fékk ég bréf frá stúlkunum í skólanum, og þar sögðu þær, að ég mundi alltaf vera „ein í hópnum". Ég hélt áfram að biðja. Ekki liðu nema nokkrir mánuð- ir þangað til ég var orðin lækna- ritari. Mér féll sérlega vel við starf- ið. Þarna var ég næstu fjögur sumur og fékk auk þess skólastyrk, og fyrir bragðið tókst mér að eign- ast það mikið milli handanna, að ég komst gegnum menntaskóla. Ég varð meira að segja nemandi i skóla, þar sem ég fékk mjög góð- ar einkunnir, nokkur verðlaun og starf, sem ég sóttist eftir. Og stutt, blíðmál bréf héldu áfram að koma frá Jim, þar sem hann hvatti mig til að beina sjónum mínum til hins eina Guðs. Svo fékk ég síðasta bréfið frá Jim. Ég gat lesið það á milli iín- anna, að ég mundi ekki sjá hann framar. í hinzta sinn hvatti hann mig til að líta til Jesú. Mér duldist ekki, að Guð hafði leitt mig þangað, sem ég var nú komin. Ég fór að sækjast eftir vin- áttu við fyrstu trúuðu stúdentana, sem ég hafði kynnzt, eftir að ég hætti í hjúkrunarnáminu. Fyrr en varði var ég farin að sækja bæna- hópinn þeirra, sem var tengdur Inter-Varsity kristilega stúdenta- félaginu eins og i New York. Þegar ég fór að gefa gaum að bænum þeirra, komst ég að raun um, að trú þeirra var andstæða „trúarbragða". Þetta var einfalt, hversdagslegt tal við Jesúm Krist. Áður fannst mér slíkt ganga guð- lasti næst. Nú skildi ég það. Mér fannst hrífandi sú hugsun, að unnt væri að höndla hjálpræðið í stað þess að vera sí og æ að biðja um það. Ég fór að ,,sjá“ í þessari per- sónu, í Jesú sjálfum, dásemdir, sem tóku fram hinni hátíðlegu fegurð hellisskútans, er gerður var af manna höndum, og glæsilegum at- höfnum hinnar háreistu kirkju. Ég skynjaði hér elsku, sem hjart- að greinir, en nákvæmar helgi- athafnir geta ekki veitt. Samt hikaði ég við að fela mig Kristi á vald. Tilfinningar mínar höfðu ekki gleymt því, sem skrif- að var, að María „gleymdi aldrei nauðstöddu barni sínu“. Ég óttað- ist, að hann mundi líka einhvern tíma sleppa mér. Jim hafði sagt: „Trúðu Jesú“. Hafði Jane ekki sagt: „Trúðu Maríu“? Var einhver munur á þessu tvennu ? Þá rann upp dagur, er þessar ein- földu ,,tal-bænir“ hinna kristnu vina minna fundu hljómgrunn í eyrum mér og hjarta. Kærleikur hans, sem speglaðist í andlitum þeirra, hafði djúp áhrif á mig. Hún bar miklu meiri vott um frið en hin lotningarfulla hrifning í svip þeirra, sem ákölluðu Maríu. Það laukst allt í einu upp fyrir mér, að ég gat treyst þessum Kristi til þess að taka í burtu jafn- vel ótta minn og efasemdir um hann. Ég setti allar vonir mínar á hann, og hann varð mér frelsari og Drottinn. Ég fann, að Kristur var raunverulegur. Ég á enn þá kirkjubókina, sem hefur að geyma bænirnar til Maríu, sem brást mér. Ég varðveiti hana, af því að hún minnir mig á, að ég á að vera skilningsrík og þó sérstaklega vinsamleg gagnvart þeim, sem eru leitandi og heillast af rómversk-kaþólsku kirkjunni. Einu sinni var ég nefnilega í sömu sporum og þeir. Ég veit, hvernig skínandi „dýrlingar" og hátignar- fullt altarið geta hrifið fólk — og ég veit, að ekkert fær afmáð þau áhrif nema djúpur, kristinn kær- leikur og þolinmæði. Ég hef ekki öðlazt allt, sem ég hef beðið um, síðan ég setti traust mitt á Krist sem frelsara minn. En Biblían fullvissar mig um, að Kristur heyri allar bænir mínar og að hann svari — eða uppfylli þær ekki, samkvæmt takmarkalausri eisku sinni og vizku. í Hebreabréfinu 7,25 er þetta loforð: „Fyrir því getur hann (Kristur) og til fulls frelsað þá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð, þar sem hann ávallt lifir til að biðja fyrir þeim“. Ég er barn Krists um aldur og ævi. Ég veit, að hinn almáttki frelsari, sonur Maríu, mun aldrei sleppa mér. Patti Bard. SUÐUR-KÓREA: Mikill vöxtur I 20 ár hefur Kóreu verið skipt í tvennt. Norðurhlutinn lýtur her- stjórn, sem ríkir í anda kommún- ismans. Kristileg trúarvakning hef- ur sett svip sinn á mannlíf í Suð- ur-Kóreu undanfarin ár, og er svo enn, segir í útlendum blöðum. Er hér um að rœða einstœða út- breiðslu kristinnar trúar. Kristnir menn í Suður-Kóreu eru nú taldir vera 2,7 milljónir, eða 16 af hundraði þjóðarinnar. Kóreu- menn hafa verið mjög fastheldnir búddatrúarmenn. Á síðustu árum hefur vöxtur kristinna safnaða verið fjórum sinnum hraðari en fólksf jölgunin. Evangeliska kirkjan í Suður- Kóreu hefur myndaö 200 söfnuði á þremur nœstliðnum árum, eða einn söfnuð í hverri viku og vel það. KÍNA: „Hún skaðar ríkið" Kristinn Kínverji, sem á heima utan Kína, fékk nýlega afrit af bréfi frá tollyfirvöldum alþýðulýð- veldisins Kína. Bréfið var stílað til œttingja hans í Kína, þar sem þeir voru beðnir að upplýsa vini sína erlendis um það, að þeir skyldu ekki senda fleiri Biblfur. I bréfinu er vitnað í reglurnar: „Bannað er að flytja inn hvers konar prentað mál, sem skaðar stefnu ríkisins, efnahag þess, menningu og sið- ferði." í bréfinu var greint frá því, að tvœr blaðsiður úr Biblíunni hefðu fundizt í bréfi, sem stílað var til þessara œttingja, og að lagt heföi verið hald á þessar síður. Viðtak- anda bréfsins var skipað að biðja fólk erlendis að hœtta að senda slíkar skaðlegar bókmenntir fram- vegis inn í landið. Þetta er haft eftir Asia Lutheran News í Hong Kong. BRETLAND: GY^ingar trúa Haft er eftir enska blaðinu Life and Faith, að vakning sé meðal ungra Gyðinga á Bretlandseyjum. Hópur þeirra hefur nýlega komið saman á móti í Lundúnaborg. Hinir nýkristnu Gyðingar undr- ast, hversu venjulegt, kristið fólk þekkir lítið sögu Gyðinga og erfða- venjur þeirra. Hefur sú spurning vaknað, hvort ástœöan sé sú, að kristið fólk nú á dögum Iesi lítið í Gamla testamentinu. 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.