Bjarmi - 01.07.1983, Blaðsíða 4
- Hvað ínlt þú
geröist kraftaverkiö, jafnvel þótt svarinu fylgdi:
— en hjálpa þú vantrú minni.
Viö blinda manninn sagöi Jesús: — Trú þín
hefur hjálpaö þér.
Jesús bíöur eftir því aö hjálp hans sé þegin.
Aö þiggja hjálp hans köllum viö aö trúa.
Jesús þarf oft aö biöa lengi eftir okkur. Hann
þarf oft aö spyrja: Hvaö viltu aö ég gjöri fyrir
þig? Meö því vill hann þrýsta á vilja mannsins
og fá hann til aö þiggja hjálpina. Hann vildi
einskis láta ófreistaö. Hann vildi gjöra allt, sem
hœgt var til aö fá aö hjálpa. Um hans eigin vilja
var ekki hœgt aö efast. Hann sagöi svo oft:
— Ég vil veröir þú heill.
Blindi maöurinn þurfti sannarlega á hjálp Jesú
aö halda. Hann fann þaö vel sjálfur. Vilji hans
stóö heldur ekki í vegi. Hann lét Jesúm ekki bíöa.
lengi eftir svari. Jesús lét ekki heldur standa á
hjálpinni. Blindi maöurinn fékk sjónina, fylgdi
Jesú og lofaöi Guö.
En þurfum viö á hjálp Jesú aö halda? Nú spyr
hann okkur? Hvaö vilt þú aö ég gjöri fyrir
þig?
Margir eru þeir, sem skortir sjón þótt heil
augu hafi. Ef til vill eru þeir flestir, sem ekki
sjá aö þeir hafa þörf fyrir Jesúm. Þeir treysta
eigin velgengni og eigin ágæti á meöan allt leik-
ur í lyndi. Þá geta þeir sjálfir allt og þurfa enga
æöri hjálp. En oft þarf lítiö út af aö bera. Oft
getur lítiö mótlœti yfirbugaö þann, sem ekki
þekkir Jesúm og ekki trúir á hann. Ef einn lítill
ormur bitur eöa ein œö bilar í líkamanum getur
öllu veriö lokiö. Munum þaö sem Jesú sagöi: Ég
er vegurinn, sannleikurinn og lífiö. Enginn kem-
ur til fööurins nema fyrir mig (Jóh. 1Ji:6).
Sjáum viö aö viö höfum þörf fyrir Jesúm?
Þaö höfurn viö sannarlega!
Aftur og aftur kemur hann til okkar og spyr:
— Hvaö viltu, aö ég gjöri fyrir þig? Þurfum
viö ekki aö biöja hann um aö gefa okkur sjón
svo viö sjáutn að viö liöfum þörf fyrir trú á
hann?
Þurfa augu okkar ekki aö opnast betur fyrir
dásemdum Guös? Allt umhverfis okkur vitnar
um dýrö, tign og visku skaparans. Er þetta okk-
ur einungis sem tilviljun efnislegrar þróunar
eöa er þetta. okkur allt tilefni til aö lofa og tigna
skaparann, sem í verki sínu hefur birst okkur
undursamlega dýrölegur ?
Þurfum viö ekki aö biöja um sjón svo aö viö
sjáum okkur sjálf í réttu Ijósi, svo aö viö sjáum
smæö okkar frammi fyrir almœtti skaprans, svo
aö við sjáum aö viö gerum ekki alltaf eins og
hann vill?
En þá höfum viö líka þörf fyrir aö sjá meira.
Þá þráum viö aö sjá náðugan og kœrleiksríkan
Guö, sem umber veiku börnin sín og er fús til
aö fyrirgefa og styrkja þá, sem veikir eru. Hann
fáum viö aö sjá í trú, er augu okkar Ijúkast
upp.
Guö sjálfur birtist okkur í því, aö hann er fús
til aö fyrirgefa. Kœrleikur hans er meiri en allar
misgeröir og vanmáttur okkar mannanna. Þegar
viö komum auga á náö hans þá eignumst viö
hiö sanna líf. Þá skynjum viö fyrst fyrir alvöru
tilgang lífsins. Allt veröur nýtt. Líf okkar eign-
ast nýtt innihald og nýtt markmiö. Viö höfum
fengiö nýja sjón, eignast nýtt líf.
Ó, Jesús, gef mér sjón, aö sjái’ eg,
hve sál mín rík af gæöum er.
Á himni fööur helgan á eg,
um hverja mína þörf er sér.
— Hvaö viltu, aö ég gjöri fyrir þig? spyr Jesús
enn.
Eigum viö ekki aö svara: — Taktu mig eins
og ég er og gjöröu mig eins og þú vilt aö ég sé.
Gef mér aö sjá þaö, sem þú vilt aö ég gjöri svo
aö ég megi fylgja þér. Geföu mér þaö, sem þú
sérö aö má veröa mér til blessunar og gæfu.
Lát mig aldrei framar missa sjónar af þér á
lífsleiö minni.
Ef þrengingar mœta mér og sorg og kvíöi sest
aö mér, opna þá enn betur augu mín svo að ég
sjái þig ávallt hjá mér.
Er síöasta stund mín rennur upp og ég á aö
hverfa héöan, leyf mér þá aö sjá þig eins og
þú ert (l. Jóh. 3:2). Leiddu mig þá sjálfur síö-
ustu erfiöu sporin inn til dýröar þinnar inn í hiö
eilífa Ijós.
að ég gjöri fyrir þig?
4