Bjarmi - 01.07.1983, Blaðsíða 23
gagnvirkum áhrifum einstaklingsins og umhverfisins.
Þessi uppeldisstefna leitast því við að skapa barn-
inu uppeldisskilyrði, þar sem leitast er við að taka
tillit til eðlis og þarfa sérhvers einstaklings, að hann
verði fyrir áreiti sem stuðlar að vitsmunalegum þroska
hans, tilfinninga- og siðgæðisþroska og félagslegri
mótun. í skólastarfi er lögð áhersla á að viðfangs-
efnin séu í samræmi við þroskastig barnsins, reynslu
þess og áhuga. Þetta viðhorf útilokar þann skilning,
að barnið sé einhvers konar sjálfvirk framleiðsla erfða
og umhverfis, en leggur þess í stað áherslu á að barn-
ið sé persóna sem fljótlega vaknar til vitundar um
sjálft sig og vinnur með sinum eigin hætti úr þeim
áhrifum sem það verður fyrir og er þannig virkur þátt-
takandi í eigin mótun og ber þvi smám saman með
auknum þroska ábyrgð á eigin mótun.
Til þess að skýra nánar þessi gagnvirku áhrif læt
ég fylgja hér svolitla teikningu sem getur ef til vill
varpað örlitlu Ijósi á þetta. Með einföldum hætti segir
/Boð-\ ♦ C f Bob-\
í skapur • • r ' v 1 / r* Bo6 > / j skapur i l2 v 2 /
\ y 4
Sendandi vlóttakandi
þessi teikning, að stóðugt ganga boð á milli uppaland-
ans (og umhverfisins) annars vegar og barnsins hins
vegar. Þessi boð fara vissulega ekki eingöngu fram
með orðum, heldur einnig og ef til vill í miklu ríkara
mæli með atferli. Slíkar boðsendingar eru alltaf háð-
ar a.m.k. tveim aðilum, þeim sem boðin sendir og
þeim sem við þeim tekur. Við getum tekið einfalt og
nærtækt dæmi. Kornabarn hrín upp, móðirin lítur á
klukkuna og spyr sjálfa sig: Hvað er langt síðan það
fékk að drekka? Er það orðið svangt? Sé kominn
matmálstími, er barninu gefið og það sofnar væntan-
lega vært að því loknu. En allir þekkja að börn láta
af sér vita á milli mála og foreldrarnir reyna að geta
sér til um tilefnið, - þarf að skipta á því, er það með
kveisu, hefur það fengið í eyrun o.s.frv. Viðmót og
atferli foreldranna eru einnig boð send barninu. Var-
færnar hendur, hlýlegt hjal, bros, önugt viðmót o.s.frv.
eru allt skilaboð til barnsins, sem það lærir smám
saman að túlka. En þessi boðmiðlun er bæði háð
sendandanum og móttakandanum. Foreldrar túlka
ekki alltaf rétt viðbrögð barnsins, jafnvel ekki þegar
barnið eldist og tjáir sig með orðum eða meðvituðu
atferli. Sömuleiðis túlkar barnið ekki alltaf rétt skila-
boð uppalandans. Það skiptir því máli, ekki aðeins
þegar barnið er ómálga heldur ætíð (og það gildir
reyndar um öll mannleg samskipti) að boðunum sé
komið til skila þannig að sem minnstar líkur verði á
misskilningi.
Með þessu vildi ég leggja áherslu á að það er
mikilvægt að foreldrar kosti kapps um að afla sér
þekkingar á því sem uppeldis- og þroskasálfræði get-
ur kennt okkur um þroskaferil barnsins og hverjar for-
sendur það hefur á hverju skeiði þroskaferilsins til
að skilja, meðtaka og gera sér gott af því sem leit-
ast er við að koma til skila. Sama gildir um hvaðeina
sem stuðlað getur að og örvað þroskann.
Það hefur í auknum mæli verið lögð áhersla á virð-
ingu fyrir barninu og sérkennum þess, og er það vel.
Það er ekki aðeins verðandi manneskja, heldur er
það manneskja með ákveðin sérkenni og ákveðnar
þarfir, sem taka verður tillit til. Barnið er því gild-
ur einstaklingur sem uppalandanum ber að mæta á
jafnréttisgrundvelli í þeirri merkingu að manngildi
barnsins er hið sama og hins fullþroska manns. Upp-
alandinn mætir hins vegar ekki barninu á grundvelli
jafnstöðu, þar sem barnið er í umsjá og á ábyrgð
uppalandans sem fengið hefur það hlutverk að hjálpa
barninu til þroska, sjálfstæðis og ábyrgðar á eigin
lífi.
Ef til vill finnst nú einhverjum að djúpt sé á um-
fjðllun minni um kristið uppeldi. Ég hef það mér til af-
sökunar, að ég skil hugtakið kristið uppeldi víðari skiln-
ingi en trúarlegt uppeldi. Hinn kristni uppalandi ber ekki
aðeins ábyrgð á hinum trúarlega þætti uppeldisins,
heldur tel ég það einnig kristna skyldu hans að leggja
jafna rækt við öll svið mannlegrar veru. Þess vegna
á hann samleið með öllum þeim sem leitast við að
finna leiðir til farsællar uppeldismótunar í víðustu
merkingu. Það sem ég hef verið að tæpa á hér að
framan er af minni hálfu hugsað sem ágripskennd
hugvekja um ýmis almenn atriði sem ég tel skipta
máli. Því hefur hvorki verið ætlað að vera fræðilegt
og þaðan af síður tæmandi en vonandi einhverjum
hvatning til að hugleiða og afla sér frekari vitneskju.
I næstu þáttum mun ég svo loks leitast við að ræða
nokkuð hið trúarlega uppeldi sérstaklega.
Allt uppeldis- og frœöslustari grundvallast með einum eöa
öörum hœtti ó því hvaöa viöhorf uppalandinn eöa frœö-
arinn hefur til barnsins.
23
L