Bjarmi - 01.07.1983, Blaðsíða 13
Vatnaskógi
Æskulýdskórinn
vin Steindórsson, sem gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs, en hann hefur setið i stjórn Kristniboðssam-
bandsins í 16 ár. í hans stað var kosinn Skúli
Svavarsson, kristniboði.
Á þinginu var samþykkt stuðningsyfirlýsing við
frumvarp Þorvaldar Garðars Kristjánssonar um
niðurfellingu heimildar til fóstureyðingar af félags-
legum ástæðum.
Þess má geta að Skógarmenn KFUM buðu þing-
gestum upp á afmæliskaffi á þriðjudagskvöldinu í
tilefni þess að í sumar eru liðin 60 ár frá því að
starfið í Vatnaskógi hófst.
Þingið sendi að venju frá sér ávarp til kristni-
boðsvina og fylgir það hér á eftir.
Ávaip til kristniboðsvina
Fulltrúar og aðrir þátttakendur á 28. þingi Sam-
bands íslenskra kristniboðsfélaga sem haldið er í
Vatnaskógi dagana 4.-6. júlí 1983 senda kristni-
boðsvinum innilegar kveðjur og biðja þeim bless-
unar.
Enn hefur Guð gefið okkur náðarstundir, er við
hugleiddum boðskap hans og ræddum um reitina
sem hann hefur úthlutað okkur í víngarði sínum.
Orð hans hvatti okkur til sjálfsprófunar og auð-
mýktar, að við fengjum honum stjórnartauma lífs
okkar, en það veitti okkur einnig uppörvun er við
minntumst eilífrar miskunnar hans í Jesú Kristi
og þeirrar vegsemdar að hann trúði okkur fyrir
fagnaðarerindinu.
Við sáum fyrir okkur hin miklu verkefni á
kristniboðsakrinum. Það er óumræðilegt þakkar-
efni hversu starfið ber ávöxt, jafnvel þar sem óvin-
veitt yfirvöld setja því þröngar skorður. Dyrnar
eru opnar. Við gleðjumst yfir því að eiga svo marga
fulltrúa úti á akrinum sem raun ber vitni, fem
hjón. En biðjum Guð að halda áfram að kalla
verkamenn til uppskerunnar. Enn vantar hjúkr-
unarkonu til starfa í Cheparería í Kenýu.
Það var uppörvandi að fræðast um hlutdeild og
uppfinningasemi einstaklinga og hópa í starfinu
í þágu kristniboðsins hér heima. Fagnaðarerindið
þolir enga bið. Glóðin þarf að lifa i hjörtum læri-
sveinanna, enda ber okkur að nota hverja stund-
ina og vitna um hjálpræðið í Jesú Kristi. Einkum
er brýnt aö flytja æskunni fagnaðarboðskapinn,
með bæn um að í brjósti hennar kvikni kærleikur,
áhugi og ábyrgðarkennd gagnvart kristniboðinu svo
að hópur kristniboðsvina megi sífellt endurnýjast
og stækka.
Biðjum þess að mega reynast honum trú sem
kallaði okkur í náð sinni til samfélags við sig og
fól okkur á hendur orð sáttargjörðarinnar.
Myndir:
Gunnar H. Ingimundarson og Sigurður Jóhannesson.
13