Bjarmi - 01.07.1983, Side 15
„Getur þú ekki komið með?“
spurði Saburo-tsan einu sinni enn.
Hann horfði á Yumiko-san, og í
augnaráðinu var bæði bæn og
stríðni.
Hún var óráðin. Ferð til Osaka,
til stórborgarinnar, — hver vildi
ekki fara þangað? En ein — með
Saburo? Það var varla, að hún
þyrði það. Hún þekkti hann ekki
enn þá nógu vel.
Jafnframt fann hún, hvemig
eftirvæntingin kitlaði hana. Hún
hafði aldrei komið til Osaka. Frá
föstudegi til mánudags?
Ef hún færi, yrði hún að laum-
ast að heiman. Það var alveg víst.
Leyfi fengi hún aldrei. Þau áttu
ekki heldur ættingja í Osaka, sem
hún gæti „litið inn til“. Og það
yrði áreiðanlega yfirheyrsla, þeg-
ar hún kæmi aftur heim.
Þegar hún hugsaði um móður
sína, varð henni enn erfiðara að
taka ákvörðun. Hún þoldi nú svo
sem ekki neitt. Mamma vildi henni
sjálfsagt vel, það vissi hún. En
hún var svo ströng, að það tók
engu tali. Yumiko fékk aldrei að
taka þátt í neinu.
Þvermóðskan gagntók hana. Var
hún ekki orðin 17 ára gömul? Átti
hún ekki líka að fá að fara að
taka einhverjar ákvarðanir sjálf?
„Jæja, hvað ætlarðu að gera?“
Yumiko hrökk við. Það lá við,
að hún hefði gleymt ferðinni vegna
óánægjunnar með mömmu. Saburo
horfði rannsakandi á hana.
„Nú, jæja, ef þú vilt það ekki,
þá það . . . En það vill sjálfsagt
einhver önnur koma með mér,“
bætti hann við og leit eins og af
tilviljun í kringum sig á litlu mat-
stofunni.
Yumiko fann, hvemig afbrýðis-
semin blossaði upp í henni.
Afbrýðissöm? Við hvern? Við
hvem þann, sem hugsast gæti, að
tæki Saburo frá henni.
Hún ýtti í hann með fætinum.
„Ég kem með!“
Peningar.
Skömmu síðar gengu þau út, og
hann fylgdi henni heim á leið. Þau
töluðu saman um ferðina til Osaka,
um allt, sem þau ætluðu að skoða
og gera þar.
„Ég á svolitla peningaupphæð,"
sagði hann, „nóg fyrir farmiðum
og rúmlegá það. En það kæmi sér
vel, ef þú ættir eitthvað til við-
bótar.“
Yumiko var févana. Hún þorði
ekki heldur að biðja móður sína
um neitt. En hún vissi, að eitthvað
var eftir af styrknum, sem faðir
hennar hafði fengið i síðasta mán-
uði. Því yrði ekki veitt athygli
strax, þó að hún tæki tíu þúsund
jen úr pokanum. Foreldrarnir
voru hvort sem var enn að þrátta
um, hvað þau ættu að gera við
peningana. —
Lestin þaut á fljúgandi ferð upp
í móti. Þau höfðu þegar farið fram
hjá Hiroshima og nálguðust nú
Okayama. Það var ekki margt fólk
á ferli á þessum tíma dagsins, svo
að það fór sæmilega vel um þau.
Saburo hafði útvegað sér nokkr-
ar dósir af öli og drakk nú í ró
og næði. Þau spjölluðu saman um
heima og geima.
Yumiko velti því fyrir sér, hvers
vegna Saburo hefði einmitt beðið
hana að koma með sér. Það voru
svo sem margar aðrar . . .
En það var spennandi. Hún
hafði næstum því gleymt agnar-
litla broddinum, sem hafði stung-
ið hana, af því að hún hafði laum-
ast út og haft með sér peningana,
sem hún hafði fengið „að láni“.
Hugsunin um það, sem koma
mundi, þegar hún kæmi heim aft-
ur, gerði lítillega vart við sig einu
sinni, þegar fulllangt hlé varð á
samtalinu, en hún ýtti henni frá
sér. Koma tímar, koma ráð.
Það mundi kannski renna upp
fyrir þeim heima, að hún var ekki
lengur neitt bam. Og ef allt færi
á annan endann, gætu hún og Sa-
buro . . . Hún þorði varla að Ijúka
setningunni í huga sér, hafði aldrei
áður hugsað um sjálfa sig á þann
hátt.
Skólinn — ? Uss, hvað kom henni
hann við? Saburo var í góðri
vinnu. Hún hlakkaði til framtíðar-
innar, horfði í augu hans og hló
hátt.
„Að hverju ertu að hlæja?“
spurði hann undrandi.
„Að því, að ég skuli vera með
þér. Ég held næstum því, að mig
sé að dreyma!“
Svik.
Yumiko sat aftur í lestinni. Ein.
Hún var vissulega ein, já, einmana
og óhamingjusöm. Það var heitt
og troðfullt í lestinni, en Yumiko
tók varla eftir því. Hún gat ekki
hugsað, — en hugsanimar komu,
hver af annarri, í endalausri röð.
Hún var svöng. Hvenær át hún
síðast? Mundi það ekki.
Hún var með höfuðverk. Hvers
vegna? Hún hafði drukkið.
Hún var skömmustuleg og
hrædd. Blygðaðist sín vegna sjálfr-
ar sín, að hún skyldi hafa látið
tæla sig til að fara. Hrædd við að
koma heim. —
Dagamir í Osaka svifu henni
fyrir hugskotssjónum í þúsundasta
skiptið.
Þeir höfðu sannarlega orðið
öðmvísi en hún hafði búist við.
Fyrsta áfallið kom, þegar Saburo
reiddist, er hann sá, hvað hún
hafði með sér af peningum: „Smá-
peningar? Við komumst ekki langt
með þessu.“
Hún mundi varla, hvað hafði
gerst á eftir. Saburo var annar í
stórborginni en heima á litla mat-
sölustaðnum. Hann var ekki leng-
ur hreykinn af henni. Frekar feim-
inn og gerði gys að henni. Hún
mundi subbulegu vínsölustaðina,
sem þau höfðu farið á, og ungu
stúlkurnar, sem unnu þar. Þær
virtust vera daprar og ljós augna
þeirra slokknað, þrátt fyrir allan
hávaðann og „lífið“.
Mörg andlit komu upp í huga
hennar, meira og minna skýr. Hún
minntist stúlku, sem hafði hvíslað
í eyra hennar: „Komdu þér burt
héðan, meðan þú getur það.“ 'Hún
var víst líka að sunnan, mállýskan
benti til þess.
En Yumiko hallaði sér að Sa-
buro. Hún óttaðist hann, en þorði
þó ekki að fara frá honum, þvl
að hvert átti hún að snúa sér?
Svo reyndi hún að vera eins og
hann vildi. Hún drakk og
„skemmti sér“.
Á sunnudeginum vék hún laus-
lega að heimferð.
„Þú verður sjálf að útvega þér
peninga fyrir þeirri ferð,“ sagði
Saburo og glotti.
Það var sem Yumiko rynni kalt
vatn milli skinns og hörunds. Hann
hafði þá komið henni hingað með
leynd, án þess að eiga farmiða
til baka. Hún var hrædd við að
vera þama, hrædd að fara aftur
heim.
Hún vildi ekki hugsa um fram-
haldið. Hún varð að stela nokkr-
um jenum fyrir fari yfir til eyj-
arinnar, til litla þorpsins, þar sem
bróðir hennar átti heima. Hún gat
ekki hugsað sér að vera í Osaka,
en varð að hitta bróður sinn að
máli, áður en hún héldi heim.
15