Bjarmi - 01.07.1983, Side 20
kosnir. Hins vegar skulu tilteknir
menn sem valdir eru af starfs-
fólki skólanna, foreldrum, nemend-
um og yfirvöldum eiga þess kost
að sitja stjórnarfundi og hafa mál-
frelsi en ekki atkvæðisrétt. í lýð-
háskólunum vilja yfirvöld heimila
eigandanum að kjósa meirihluta
stjórnarmanna en ekki alla. í
stjórn leikskólans er eigandinn í
minnihluta en ræður hverjir
starfa við stofnunina.
Þarna þurfum við að halda
áfram að berjast fyrir þeirri meg-
inreglu að eigandinn hafi rétt til
að ákvarða hvernig stjórnin er
skipuð.
Menn ráðast á réttinn til að ráða
starfsfólk að eigin vild. Það kem-
ur fram í umræðunum um svo-
kallaða „55. grein A“ í vinnumála-
löggjöfinni.
Sósíölsku flokkamir og Alþýðu-
bandalagið hafa lýst yfir því að í
landinu eigi vinnumarkaðurinn að
vera frjáls. Menn eigi einungis
að geta gert kröfu um persónu-
lega trú umsækjenda, þegar um er
að ræða starf sem lýtur beinlínis
að predikun. Þetta merkir að ekki
má spyrja um lífsskoðun þeirra
sem ráðnir eru að kristilegu skól-
unum og leikskólunum.
En þetta er bein árás á trúfrels-
ið, því að eigi kristnir foreldrar
ekki kost á að velja sér kristilega
skóla og leikskóla er gert upp á
milli fólks. Það stríðir gegn mann-
réttindum, en þar er kveðið á um
að foreldramir hafi frumréttinn
til að ákveða, á hvaða lífsskoðun
uppeldið, sem þau vilja veita böm-
um sínum, sé byggt. Reynslan
sýnir, að kristilegur skóli er al-
gjörlega háður því að í honum
starfi kristnir kennarar sem sjálf-
ir eru samþykkir kristilegum
grundvelli og markmiði skólans.
Meirihluti borgaralegu flokk-
anna á Stórþinginu hefur nú sam-
þykkt ágætt orðalag í vinnumála-
löggjöfinni þar sem kristilegum
stofnunum er veitt nauðsynlegt
frelsi að því er varðar ráðningu
starfsmanna. En af hálfu sósíal-
ista er lagt mikið kapp á að fá
þessu breytt. Ef skoðanir þeirra
næðu fram að ganga gæti svo far-
ið að erfitt yrði að starfrækja
kristilega skóla í Noregi.
En við megum ekki láta þessa
baráttu hamla því að við leggjum
okkur fram. Við erum kallaðir til
að starfa meðan dagur er. Þess
vegna ber okkur að taka til hend-
inn í trausti til Guðs.
Það er gleðilegt, að gott orð fer
af kristilegu skólunum. Þeir full-
nægja mjög vel þeim kröfum sem
gerðar eru til góðra skóla. Kenn-
ararnir bera umhyggju fyrir nem-
endunum. Margir foreldrar sem
játa ekki kristna trú vilja senda
börn sín á staði þar sem þau eru
örugg. Víða er miklu meiri aðsókn
að leikskólunum sem eru í einka-
eign og á kristilegum grundvelli
en opinberum leikskólum.
Úr kristilegu skólunum kemur
sífellt mikill fjöldi nýliða til starfa
á vettvangi kristniboðsins. Margir
hefja þátttöku í starfi kristniboðs-
félaganna. Þeir eru ófáir sem
heyrðu kallið til að verða kristni-
boðar meðan þeir voru nemendur
í kristilegum skóla. Aðrir hafa
fengið skýra köllun til að verja
ævinni í þjónustu við Guð í öðru
starfi. I Norska kennaraháskólan-
um í Björgvin er um þessar mund-
ir unnið að því verkefni að rann-
saka hvert sé gildi hinnar kristi-
legu skólastarfsemi í Noregi.
Nemendur skólanna hafa líka
hafist handa við sérstök verkefni
í þágu kristniboðsins. Það getur
t.d. verið að koma upp húsi sem
kristniboðið þarf á að halda úti
á akrinum, einhver þáttur í kristi-
legu útvarpsstarfseminni o.þ.h.
Nemendur við marga fram-
haldsskóla víðsvegar um landið
taka að sér slík verkefni og þá
I tengslum við kristileg skólafélög
sem eru i Kristilegu skólahreyf-
ingunni í Noregi. Þegar kristnir
nemendur eru á síðustu námsönn
eftir 12 ára skólagöngu taka þeir
saman höndum og vinna að til-
teknum markmiðum fyrir kristni-
boðið, á ökrum hinna margvíslegu
kristniboðsfélaga í landinu. Þeir
halda samkomur og kynna kristni-
boðið í byggðarlögum sínum. Fé
er safnað svo að nemur milljónum
króna. Og tengslin við kristniboðs-
félögin hafa þau áhrif að í hug-
um margra vaknar djúp löngun
til að vinna kristniboðinu gagn.
Margt gleðilegt er að gerast
meðal kristinnar æsku í Noregi.
Og nýliða er þörf. Meðalaldur í
kristniboðsfélögunum er víða orð-
inn hár. Svo virðist sem þeir sem
eru miðaldra hafi fallið úr. Fyrr
en varir verður yngri kynslóðin að
axla þyngstu byrðamar, bæði að
því er varðar fjárhag og andlega
ábyrgð.
Heimslund, efnishyggja og hirðu-
leysi vilja ná tökum á okkur. En
meðan boðunin er skýr og leysir
menn úr fjötrum svo að þeir trúa
á fullkomna náð Krists, viljum við
starfa með trúmennsku og von til
hans sem hefur allt vald á himni
og jörðu.
Jon Kvalbein.
Kristniboðssambandið
í Noregi á hvorki
meira né minna en
70 leikskóla sem það
rekur á kristilegum
grundvelli.
Orði lífsins er sóð
i barnshjörtun er þau
íá að heyra um
„barnavininn mesta".
20