Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1983, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.07.1983, Blaðsíða 18
Frá Noregi: Kristur kallar - í skólum V c i s l ii — a?5 kristilegu leikmannahreyfiiigarnar innan norskn kirkjnnnar reka 39 kristilega lýSháskóla? — að 10 kristilepir ínenntaskólar ern í Noregi? -- að leikniannahrevfinfíarnar starfra'kja líka kennaraháskóla, fjiilmiðlaskóla, húnaðarskóla ojí fjarðvrkjnskóla auk hihlínskóla ofí kristnihoðaskóla? — að samtiikin ei<ía fjiilmarga leikskóla fyrir hiirn? Einn af stjórnarmiinimm Kristnihoðssamhainlsins norska, Jon Kvalhein lektor, ritsljóri tímarilsins l'ast Grunn. hefur skrifað eftirfarandi fírein fyrir /tjarnio. Hér lýsir liann hinii hlómlega skólastarfi á kristileg- uni grundvelli í heimalandi síim og haráttunni sem háð er til að varðveila sjáIfsforra*ði ofí kristilefj markmið skólanna. Frjálst leikmannastarf skaut skaut djúpum rótum í kristnilífi í Noregi á síðari hluta aldarinnar sem leið. Þetta voru áhrif andlegra vorvinda, vakninga frá Guði. For- eldrar sem veittu Kristi viðtöku sem frelsara sínum þráðu að fá börn sín með sér á veg trúarinnar. Kristileg skólahreyfing varð til. Hér skal nú gefið yfirlit yfir kristilegu skólana sem um þessar mundir eru tengdir kristilegu fé- lögunum innan norsku kirkjunnar. Kristilegi lýðháskólinn heldur 90 ára afmæli sitt hátíðlegt á þessu ári. Lýðháskólinn Sagavoll á Þelamörk reið á vaðið í önd- verðu. Nú um stundir eru kristi- legu lýðháskólarnir 39 víðsvegar um landið. Þetta eru eins árs heimavistarskólar. Nemendur eru flestir æskumenn á aldrinum 17—20 ára. Námsgrein- ar eru fjölmargar. Slíkum skólum er mjög í sjálfsvald sett hvernig þeir haga námsbrautum og val- greinum á hverjum stað. En kristi- legu- skólarnir eru allir reistir á skýrum, kristilegum grundvelli. Þar er kristindómsfræðsla, helgi- stundir og samkomuhöld. Margir hafa fundið Krist á slíku ári. Árið í lýðháskólanum varð fyrir mörg- um unglingnum undirbúningur þess er hann fór að heiman til að afla sér menntunar eða hefja störf á öðrum stað. Fræðslan og trúarleg áhrif urðu veganesti og kjölfesta. Framhaldsskólum á kristilegum grundvelli hefur vaxið fiskur um hrygg á síðari árum. Fyrir fáein- um árum var Kristilegi mennta- skólinn í Osló hinn eini sinnar teg- undar í landinu. Nú hefur kristi- legur framhaldsskóli risið í Þránd- heimi, annar í Björgvin, hinn þriðji í Balestrand. Sá yngsti er í Trygg- heim á Jaðri. Auk þess eigum við fjóra framhaldsskóla með náms- brautum í verslun og hagfræði. Þessir skólar njóta góðrar aðsókn- ar. Nemendur eru dugmikil ung- menni sem stefna að ákveðnu marki. — Kristniboðssambandið norska er eini eigandi sjö þessara tíu skóla, — þeir eru alls tíu, — en meðeigandi tveggja ásamt öðr- um félagssamtökum. Námið í kristilegu framhalds- skólunum tekur þrjú ár. Prófin eru i samhljóðan við hið opinbera skólakerfi og veita fólki rétt til náms í háskóla og æðri mennta- stofnunum. Sumir þeirra eru heimavistarskólar. Leikmannahreyfingarnar í Nor- egi eiga fjóra búnaðarskóla og einn garðyrkjuskóla. Þeir eru líka reknir i kristilegum anda. Biblíuskólunum hefur nú fjölg- að svo að þeir eru orðnir níu. Þrír þeirra eru í eigu Kristniboðssam- bandsins. Reyndar voru þeir ekki fullskipaðir á síðastliðnu ári, en það er gleðilegt að sjá hversu æsku- fólk sækist eftir að öðlast þekk- ingu á Biblíunni. Skólarnir veita engin réttindi á opinberum vett- vangi. Nemendur verða að gera hlé á námsferli sínum eða starfi um hálfs eða eins árs skeið til þess að sækja námskeið. En þeir snúa heim fullir þakklætis fyrir það sem þeir hafa lært. 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.