Bjarmi - 01.03.1987, Blaðsíða 3
Kemur út tíu sinnum á ári.
(itgefendur:
Kristilega skóiahreyfingin,
Landssamband KFllM og KFUK,
Samband ísl. kristniboðsfélaga.
Kitstjóri: Gunnar J. Gunnarsson.
Ritnefnd: Benedikt Amkeisson,
Guðmundur Guðmundsson,
Guðni Gunnarsson,
Sigurður Jóhannesson.
Afgreiðsla: Aðalskrifstofan,
Amtmannsstíg 2B, pósthólf 651,
121 Reykjavík,
símar 17536, 13437.
Argjald: Kr. 1.100 innanlands,
kr. 1.300 til útlanda.
Gjalddagi: 1. mars.
Prentun: Borgarprent.
EFWI:
Staldrað við .................... 3
Af himni ofan — Hugleiðing eftlr
Ragnar Gunnarsson ............... 4
í brennidepli — Skímin:
Náð sem nægir þér ............. 6
Guð tekur mig að sér ..........10
f skíminni á ég liHð ..........11
Starf KFUM og K og skímarfræðsla
kirkjunnar ................... 12
~ Endar náðu saman — Slegið á
þráðinn til Skúla Svavarssonar . 15
Góðar fréttir frá Gídóle ........15
Einn á kjaftinn, séra minnl .....16
Erá ráðst. kristniboðanna i Kenýu ..19
bréf frá Konsó í Eþíópíu ........20
Um víða veröld ..................21
Eiá starfinu ....................22
Hvað er LME? ....................22
Stórkostlegt fagnaðarerindi
Kristin skim felur I sér stórkostlegt fagnaðarerindi. f henni er
Guð að verki og gefur þeim sem skírður er náðargjöf sína, hlut-
deild í hjálpræðisverki Krists, fyrirgefningu syndanna og gjöf
heilags anda. Þessi gjöf Guðs stendur öllum til boða, óháð aldri,
kynþætti eða stöðu.
Jesús Kristur bauð lærisveinum sínum að gera allar þjóðir að
lærisveinum með því að skíra þá og kenna. Sá sem skírður er get-
ur ekki annað en hvílt í því fagnaðarerindi sem skírnin felur í sér
— að hann eigi hlutdeild í hjálpræðisverkinu og fyrirgefhingu
allra sinna synda í skírninni. Það er í trúnni á hann sem lagði
sjálfan sig í sölurnar fyrir okkur sem við hvílum í þessari náð
Guðs.
Páll postuli talar um að þeir sem skírðir era séu dánir og grafn-
ir með Kristi i skírninni og lifandi Guði fyrir trúna á hann. Þetta
er svolítið sérkennilega til orða tekið, en segir þó ákaflega mik-
ið um merkingu og gildi skimarinnar. Páll segir með þessu að
skirain sé svo róttækur atburður að sambandið við hið fyrra líf er
roFið. Hinn skírði deyr syndinni og er laus undan valdi hennar og
á því ekki framar að lifa í henni (sbr. Róm. 6). Þetta hefur að sjálf-
sögðu róttækar afleiðingar fyrir líf og breytni þess sem skírður
er. Hann hættir að þjóna syndinni og þjónar í staðinn Guði.
Með orðum sínum leggur Páll einnig áherslu á að dauði og upp-
risa Jesú er grundvöllur og fyrirmynd þess sem gerist í skíminni.
Sá sem skírður er eignast hlutdeild I dauða og upprisu Jesú, svo
nánum böndum tengist hann honum í skírainni. Það hefur í för
með sér að hjálpræðisverk Guðs í Kristi verður hans eign. Fyrir-
gefning syndanna og gjöf heilags anda verður þannig gjöf Guðs
til þess sem skírður er. Málið snýst þvi um að notfæra sér gjöfina
og lifa í fyrirgefningunni og leyfa heilögum anda Guðs að vinna
sitt verk í lífi sínu. Jafnframt felur skírnin í sér upphaf á nýju lífi,
upprisulífinu með Jesú Kristi í eftirfylgd við hann og þjónustu
við Guð.
Er hægt að hugsa sér stórkostlegri gjöf og meira fagnaðarer-
indi? Lifum því í samræmi við það. Látum fagnaðarerindi skíraar
innar móta allt líf okkar. Minnum hvert annað á hvað við eigum í
skíminni.
GJG.
Eorsjðumyn^. Lars O. Flydal.
3