Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1987, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.03.1987, Blaðsíða 18
Pappínó strauk fingurgómunum varlega yfir gagn- augað, þar sem Larúsó hafði plantað fagurri bláfjólu. - Ekki á þennan hátt, svaraði Kristur alvarlegur í bragði. - Það er hættulegt af því að margir ætlast til þess að presturinn sé frómari og betri en þeir sjálfir. Svo fer presturinn að trúa þessu og þá byrjar ballið. Því prestur- inn móðgast og snýr sér að hjólreiðaviðgerðum þegar einhver bendir á afglöp hans. Kristur brosti ekki, en það var þó alveg á mörkunum. Pappínó skildi sneiðina og vissi að Kristur var að tala um hann. - Fyrirgefu mér, Drottinn, en ég á víst ekki auðvelt með að sjá mína eigin bresti og veikleika. - Nei, svaraði Kristur, - það er alltaf auðveldara að sjá syndir annarra. Pappínó drjúpti höfði þungur á brún. Það brakaði í stólnum undir honum. - Og svo átt þú við veikleika að stríða, en aðrir, þeir eru syndugir, hélt Kristur áfram hæglátur. - Mér líður eins og fermingarstrák, Drottinn. Þú verður víst að tala dálítið við mig um syndina, það er svo margt sem ég skil ekki. Svo hóf Kristur mildum rómi að tala við þennan stóra prest sem var svo lítill og ráðalaus þar sem hann sat á marrandi stólnum með ákúrubréf safnaðarins í hendi. Kristur talaði um syndina miklu, að manneskjan v;' sjálf vera Guð. Syndina miklu, sem veldur því að 1k prestar láti sér ekki nægja að vera bara guðsbörn. Þeir vilja sjálfir stjórna lífi sínu og gera það sem þá lystir. Pappínó hlustaði hljóður. Kristur útmálaði fyrir hon- um að öll sú rangsleitni og hrelling, sem er að ríða ver- öldinni á slig, á rót að rekja til þessarar syndar. Litla sveitaþorpið hans séra Pappínós var hér ekki undanskil- ið. - Veistu hver var tilgangurin, Pappínó, þegar þið vor- uð skapaðir, þú og Larúsó? Pappínó var á svipinn eins og hann ætti erfitt með að skilja tilgang slíks sköpunarverks, a.m.k. þegar Larúsó átti í hlut. - Tilgangurinn var, að þið ynnuð saman að betra mannlífi í þorpinu ykkar. En hvorugur ykkar var laus við stóru syndina og svo fóruð þið að vegast á. Báðir vilja stjórna ográðskast með hinn. Þið hendið hvor öðr- um í ána, hælbítið hvor annan og gerið að athlægi. Reyndar er það Larúsó, sem hefur skrifað bréfið, sem þú heldur á, bætti Kristur við. - Þessi, þessi... - Pappínó! sagði Kristur strangur. - Ertu búinn að gleyma auglýsingunni sem þú settir í bæjarblaðið þar sem talað var um ávirðingar „hins s.k. formanns veiði- félagsins“? Pappínó hengdi haus, en glotti við tönn. - Þetta hófst sem skemmtilegur og sakleysislegur flokkadráttur til að byrja með, en nú hafið þið klofið bæinn í tvær andstæðar fylkingar. Og hvorugur ykkar hefur leyft mér að leggja orð í belg, bætti Kristur við. Pappínó blygðaðist sín, en samtímis var háðulegt að vera jafnað saman við þennan klambrara, þennan... Kristur truflaði þennan þankagang: - Þér líkar miður, að ég jafni þér við Larúsó. Það er einkenni syndarinnar. Þú vilt sjálfur vera Guð og dæma Larúsó. Þér finnst ég of vægur við hann. Þú gleymir að Larúsó er einnig mitt barn, og að þú ert ekki síður synd- ugur en hann. Pappínó ók sér eirðarlaus í sætinu. - Stóra syndin, sagði Kristur, - er orsök margra smá- synda, sem auðvelt er að sjá, en erfitt að ráða við. - Allar smásyndirnar... hugsaði Pappínó upphátt. í sama mund buldi við brestur og brotnaði stóllinn undan þunga Pappínós. Hann sat eins og þvara í spýtna- brakinu á gólfinu. Kristur hélt áfram eins og ekkert hefði gerst: - Þegar syndirnar fá að fara sínu fram geta þær eyði- lagt manneskjuna, gerspillt henni og leitt hana burt frá mér. Pappínó sat enn og kópti í brakinu á gólfinu. Kristur talaði og nú var ekki laust við kímni í alvarlegri rödd- inni: - Þetta er eins og með stólinn, sem brotnaði undir þér. Veistu af hverju hann gaf sig? Pappínó brölti upp á hnén og virti fyrir sér dapurlegar leifar mubblunnar. Hann tók einn stólfótinn og horfði í brotið. Þá skildi hann samhengið. Tréverkið var alsett litlum götum og út úr götunum hrundi örfínt sag.Stóll- inn var gegnétinn af trémaur. - Hjálp, hrópaði Pappínó. Honum hraus hugur við því þrælapuði sem nú beið hans. Hann yrði að athuga hverja mubblu í krók og kring, finna götin og sprauta 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.