Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1987, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.03.1987, Blaðsíða 11
HVAÐ ÁÉG I SKlRMNNI? Sigurður Pálsson: I skíminni á éq jíflð Slgurdur Pálsson starfar hjá INámsgagnastofnun sem forstöðumadur námsefnissviðs. Þessari spurningu væri hægt að svara stutt og laggott með einu orði: Lífið. Þar með væri líka allt sagt um skírnina sem máli skiptir. Hún er fæð- 'ng til nýs lífs, lífs í ríki Guðs. Þess vegna er hún nefnd laug endurfæð- 'ngarinnar. Þetta hefur ekki alltaf verið mér J afnlj óst né j afnmikils vert í huga mín- "m og nú er. Ég minnist þess ekki að mikið hafi verið rætt um skírnina og gildi hennar á bernskuheimilu mínu. Hins vegar lá það í loftinu að hún væri mikilvæg athöfn. Það kristna samfélag sem fóstraði mig allt frá barnæsku og síðar skapaði mér vettvang til starfa iagði mikið upp úr afturhvarfinu og var gjarnan talað um að þeir sem tekið höfðu afturhvarfi væru endurfæddir. Sú áhersla hitti mig þó aldrei beint. Ég hafði aldrei horfið frá í þá veru að ég Þyrfti að gera það upp við mig að nú ^etlaði ég að snúa aftur. Ég var því ^kki endurfæddur í sömu merkingu og eg skildi orðið í uppvextinum. Lað var eiginlega ekki fyrr en ég var farinn að starfa meðal unglinga, eink- um í KSS að ég fór að leiða hugann að þessu með nýjum hætti. í leshópum sem ég hafði með höndum nokkra vet- ur voru m.a. unglingar sem alist höfðu upp á kristnum heimilum eins og ég og mér fannst mikilvægt að þeir gætu fundið sér stað, ef svo má segja, eins og hinir sem tekið höfðu afturhvarfi. í ritlingi sem ég pantaði handa okk- ur að lesa saman var þetta rætt þegar á fyrstu blaðsíðunum. Þar var áhersla lögð á að skírnardagurinn væri hinn raunverulegi dagur endurfæðingar- innar. Líklega hefur þessi umræða orðið mér gagnlegri en þeim. Svo mik- ið er víst að allar götur síðan er nýárs- dagur, dagurinn er foreldrar mínir báru mig til skírnar, sérstakur í huga mínum og hefur verið mér tilefni til þakklætis og umhugsunar um gildi og inntak skírnarinnar. Skírnin, ytri búningur hennar ásamt því sem lesið er úr Guðsjarði og flutt af prestinum til áminmngar for- eldrum, guðfeðginum og söfnuðinum öllum, er þrungið afþ>ví fagnaðarer- indi sem skírnin boðar eða er öllu heldur. Ein áminning er mér hugstæðari en aðrar í þessu sambandi. Þá mætti þetta fagnaðarerindi mér með nýjum og ógleymanlegum hætti. Enda þótt um tvo atburði sé að ræða er minning- in ein. Ég stend við skírnarlaug dætra minna og hlýði á áminningarorð prestsins (Helgisiðabók íslensku þjóðkirkjunnar 1910): „... Felið það í bænum yðar og minnist þeirrar kristi- legu skyldu vðar og alls safnaðarins að annast um að barn þetta megi, er það vex upp, halda sér fast við Krist, eins og það er núfyrir skírnina gróðursett á honum. “ Ágræðsla, — nýtt líf, nýtt lífssam- félag, gefið án tilverknaðar þess sem lífið þiggur, verk Guðs í einu og öllu. Engin predikun flytur mér fagnaðar- erindið um gjöf hjálpræðisins með áhrifaríkari hætti en skírnin. Við skírnarlaugina talar Guð það orð sem gerir hana að laug endurfæðingarinn- ar. Það orð skapar líf. Sumum finnst þetta ógætilegt tal. Hvar er þá ábyrgð og ákvörðun ein- staklingsins sjálfs? Um þetta er skírn- in einnig predikun. Barn sem fæðist hefur vissulega þegið lífið en er háð umönnun þeirra sem að því standa, þar til það getur sjálft tekið ábyrgð á eigin lífi. Svo er einnig um það líf sem gefið er í skírninni. Það er háð þeim lífsskilyrðum sem uppeldið skapar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.