Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1987, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.03.1987, Blaðsíða 17
ákafur á fætur og byrjaði að draga í land. Hann laut örlítið framyfir sig og skelfingarsvipur kom á andlitið. Eitthvað hart laust hann í mjóhrygginn og áður en hann gat áttað sig lá hann og buslaði í vatninu. Hann sá ekk- ert þegar hann leit til lands. Heima á prestssetrinu lagði séra Pappínó birkigrein- ina frá sér við klukknaportið. Dyrnar að vinnuherberg- inu stóðu upp á gátt. Þaðan heyrðist kunnugleg rödd kristsmyndarinnar á veggnum: - Hvað ertu að gera, Pappínó? - Ekkert! Þetta er bara birkigrein sem ég fann úti við ána. Pappínó gjóaði órólegum augum upp á vegginn við hliðina á bókahillunni. - Notaðir þú hana við veiðarnar? Áhuginn leyndi sér ekki í röddinni. - Nei, nei, Drottinn, alls ekki, alls ekki. Annars var svo gott veður, sólskin og hlýja, tautaði Pappínó og var fljótur að skipta um umræðuefni. - Svo þú ákvaðst að fá þér sundsprett alklæddur? Enn vafðist Pappínó tunga um tönn. Hverju átti hann að svara? Hann var ekki sannfærandi, er hann svaraði, og leit undan. - Já, sjáðu, þetta vav nú eigmlega hálfgert óhapp. Þá var barið harkalega á eldhúsdyrnar. - Komdu út, fituhlunkurinn þi eða ég jafna húsið við jörðu! Röddin var ekki sérlega rnleg. Það var Larúsó. Pappínó vatt sér strax til dyi„. Honum létti og kampa- kætin leyndi sér ekki er hrnn hrópaði: - Augnablik, Drottinn, einhver er að kalla á mig. Hann var feginn að komast undan þessum áleitnu spurningum. Hurðin féll að stöfum og andartaki síðar mátti heyra þung högg, pústra og stunur. Þegar Pappínó kom inn aftur gekk hann rösklega fram í skrúðhúsið og tók fram silfurbúnað sem þurfti að fægja. Úr vinnustofunni heyrðist hvorki hósti né stuna. Hann fékk sér kvöldmat. Það var erfitt að borða með bólgna vör. Hann þreifaði á glóðarauganu og áhyggju- svipur færðist yfir krambúlerað andlitið. Allt var svo hljótt. Ekki heyrðist múkk frá myndinni í vinnuher- berginu, engin rödd sem spurði hvernig honum liði. Pappínó gekk til hvílu. Blaðaði dálítið í blautri Biblíunni, sem hann hafði í hugsunarleysi stungið í hempuvasann þegar hefndarþorstinn náði tökum á honum. Loks sofnaði hann og svaf órólegum svefni hinna óréttlátu. Árla næsta morgun vaknaði hann við skarkala frá göt- unni utan við prestssetrið. Úti fyrir stóðu Ginotti og Perdes og fleiri karlar úr þorpinu. Þeir létu ófriðlega og höfðu hátt. Kristur sá að vinur hans og þjónn var venjufremur dapur á svip er hann kom aftur inn. -Hvað ertu að lesa sem íþyngir þér svona, Pappínó? - Drottinn, þetta er allt í klessu hjá mér. Þessu er lokið! - Svona nú, Pappínó, þú mátt ekki birta dóminn á undan ákærunni. - Þorpsbúar þykjast nú loksins hafa fundið skarn í skálinni prestsins! Þeim finnst skorta á ýmsar minni háttar dygðir í fari mínu. - Hvaða dyggðir eru þeir að tala um, Pappínó? - Verð ég endilega að svara þessu, Drottinn? - Sannleikurinn gerir þig frjálsan, Pappínó! - Mér finnst nú frekar að sannleikurinn flæki þetta. Þeir eru að tala um minniháttar mál eins og hógværð, kærleika, mannlegheit og heiðarleika. En ég lýg þó ekki, Drottinn. - Jæja, hvað gerðir þú við birkilurkinn í gær? - Ég sagði aldrei að ég hefði ekki hrint Larúsó með honum út í ána! - Það er hægt að ljúga á svo marga mismunandi vegu, Pappínó. Hvers vegna varstu svona snöggur að loka dyrunum á eftir þér í gærkvöldi þegar Larúsó kom til að lúskra á þér? - Það var nú bara til að þú þyrftir ekki að horfa á skapofsann í honum, Drottinn. - Hvað með þitt eigið skap, Pappínó? kvað Kristur heldur þurr á manninn á veggnum við hliðina á bókahill- unni. Pappínó hlammaði sér syrnulega niður á stól- skrifli. Það marraði í stólnum undan lundþunga prestsins. - Ert þú þá sammála þorpsbúum, Drottinn? - Já, Pappínó, nema varðandi mannlegheitin. Þar vantar ekkert á. Þú ert oft og tíðum alltof mannlegur. - Úr því að þú tekur undir þessar ásakanir hlýt ég að segja af mér kjóli og kalli. Kannski ég snúi mér að reið- hjólaviðgerðum, Drottinn. Það er a.m.k. verkefni sem ég ræð vel við. Birturð leyndi sér ekki í rödd Pappínós. Honum fannst hann svikinn af öllum. Meira að segja sprungið á reiðhjólinu. Pappínó vildi ekki kannast við að hann öfundaði nágrannaprestinn af íðilfögru, hvítu Vespunni hans. Kristur hafði margminnt hann á bágborið heilsu- far nágrannaprestsins en jafnframt áréttað þá stað- reynd, að heilsufar Pappínós var eiginlega of gott. Hon- um veitti því ekki af að hjóla af sér umframorkuna. - Kannski hefðirðu gott af því Pappínó, því það er hættulegt að vera prestur. -Hættulegt, Drottinn? 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.