Bjarmi - 01.03.1987, Blaðsíða 9
forsendu að fyrri skírn í nafni heilagr-
ar þrenningar hafi ekki verið gild,
Guð hafi ekkert meint né gert með
henni.
Það er mikil ábyrgð, sem þeir taka á
sig, er þannig svara þeim Guði, sem
gaf þeim sjálfan sig að fyrrabragði.
Þeir sem telja sig ekki geta trúað því,
að Guð vinni raunverulegt náðarverk,
þegar biðjandi kirkja leggur barn á
arma Krists, hans, sem elskaði kirkj-
una og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir
hana, til þess að helga hana og hreinsa
í laug vatnsins með orði (Ef. 5,25),
hver er þeirra trú?
Hver er þeirra Guð?
Kirkjan skírir börn í trú á þann
Guð, sem hefur fullnað náðarverk sitt
í Kristi og grundvallað nýjan sátt-
mála, nýja útvalningu, á krossi hans
og upprisu. í skírninni fæðir hann
barnið inn í þennan veruleik, gerir
það að limi á líkama Krists, að grein á
lífsmeiði hans. Þetta gerir hann í eitt
skipti fyrir öll, eins og hann gefur hið
h'kamlega líf í eitt skipti fyrir öll.
Hann játast þér. Á því byggist sálu-
hjálp þín, en ekki á hinu, að þú játist
honum, þó að þú getir ónýtt náð hans
þér til handa með því að neita því,
sem hann hefur játað þér. Þín tóma,
flekkaða hönd, þínar óhreinu varir og
svikula hjarta, jafnvel þó þér finnist
það loga af hrifningu, leysa þig ekki
frá sjálfum þér, bjarga ekki sál þinni,
heldur hans útrétta hönd, hans heila
hjarta og sterka orð. Játning þín, trú
þín, er aldrei annað en andsvar við
elsku hans að fyrrabragði, vakandi,
Þakklát, þiggjandi afstaða barnsins til
Þess, sem hann er búinn að gera þér til
sáluhjálpar og skírn þín ber órækt
vitni um. Hann einn byrjar hið góða
verkið, hann einn fullkomnar það.
Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki, að
Guð meðhöndli þig sem ósjálfráða
hlut. Náð hans nægir þér, skírnarnáð-
ln, en ekki sem náttúrulögmál eða
hókfærð innstæða, sem geri sitt gagn
þó að þú hreyfir aldrei við henni, takir
ekkert út af henni. Guð fær ekki full-
homnað góða verkið, ef þú vilt ekki
sjá og meta það, sem hann hefur
gefið, ef þú ræður sjálfan þig undan
merki þess Drottins, sem tók þig að
Ser í heilagri skírn, til þess að þú mætt-
lr lifa í hans ríki, undir hans valdi og
þjóna honum (Lúther), til þess að þú
IT>ættir dafna til hjálpræðis (l.Pét.
2,2), uppbyggjast og helgast í orði
hans í samfélagi heilags anda í kirkju
^ans. En þú getur á engu öðru byggt
en því, að Drottinn hefur kjörið þig
sér til eignar af náð, þú getur ekki
treyst neinu, sem með þér bærist,
hvorki vilja, hughrifum, verkum né
trúareldmóði. Það er allt svipult og
brigðult og mengað af eðli hins gamla
manns.
En Guð bregst ekki. Hans styrki
grundvöllur stendur, Jesús Kristur,
sem kannaðist við þig og játaðist þér
fyrirfram, ákvað fyrirfram að taka þig
sér að barni (Ef. 1,5), setti innsigli
krossins síns á enni þitt og brjóst,
laugaði þig samkvæmt miskunn sinni í
þeirra laug, þar sem vér endurfæð-
umst og heilagur andi gjörir oss nýja
(Tít. 3,5).
Þetta gerði harin, þegar þú varst
barn, af því að hann og heilagur andi
hans biður fyrir þér (Róm. 8,26,34),
biður í allri bæn kirkju sinnar, í hverri
móður- og föðurbæn, sem beðin er í
hans nafni. Hann sagði við þig: Þú ert
minn, þú varst í huga mínum, þegar ég
leið og dó á krossi, þú varst með mér,
þegar ég reis upp af gröf, mitt líf er
þitt, líf þitt er fólgið með mér í Guði
(Kól. 4,1-4).
Enginn fær fullþakkað þá náð að
hafa fengið að fæðast inn í þetta ljós
nær um leið og lífið hófst á jörð. Og
ekki veit ég aðra blessun meiri en að
sjá þetta ljúkast upp, sjá miskunn
Drottins síns, trúfesti hans og hjálp-
ræði í skuggsjá skírnar sinnar, og
að lifa í ljósi þeirrar vonar, að þegar
Kristur, vort líf, opinberast, þá mun-
um vér og ásamt honum opinberast í
dýrð.
Kaj Munk
um skírnina:
Þið vitið að þið eruð skírð. Þeg-
ar þið voruð agnarlítil, tók mamma
ykkur og lagði ykkur í faðminn á
Jesú, og þá lofaði hann, að hann
skyldi vera góður vinur ykkar alla
daga, allt til enda veraldarinnar.
*
Þú ert skírður til fyrirgefningar
synda þinna. Þau orð standa í
skírnarsáttmála þínum. Kristur
hefur gefíð líf sitt t:l þess að ávinna
þér fyrirgefningu syndanna. Segðu
það við sjálfan þig, þó svo væri
þúsund sinnum: Eg á fyrirgefningu
synda minna. Segðu það þangað til
þú fínnur, að þú ert orðinn glaður
og sterkur.
*
Og sakramentin — skírnin:
Lófafylli af vatni, sem konungleg-
ur embættismaður eys yfir höfuð
barnsins. Þurr brauðbiti og lítil-
mótlegur dropi víns. ...En leynd-
ardómur Guðs náðar er fólginn í
þessu. í því sem er smæst, er það
falið, sem er stærst.
Frelsar
skírnin?
Það er rétt, að frelsun var í örkinni
fyrir Nóa og samtíð hans. En það var
frelsun með einu skilyrði: Þeir uröu
að vera í örkinni. Hver sá, sem sneri
baki við örkinni og fór sína leið, yfír-
gaf frelsun sína.
Skírninni er á sama veg farið. Ef
við snúum baki við skírninni og för-
um frá henni eða frá kristi, þá getur
skírnin auðvitað ekki frelsað.
C. O. Róseníus
9