Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1988, Síða 3

Bjarmi - 01.03.1988, Síða 3
Kristilegt tímarit Utgefendur: Kristilega skólahreyflngin, Landssamband KFUM og KFUK, samband ísl. kristniboðsfélaga. R'tstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Benedikt Arnkelsson, fluðmundur Guðmundsson. ^fgreiðsla: Aðalskrifstofan, ^mtmannsstíg 2B, pósthólf 651, 12l Reykjavík, S'mar: 17536 og 13437. Árgjald: Kr. 1.500 innanlands, 1-800 til útlanda. tyalddagi: 1. mars. frentun: Borgarprent. EFNI: Staldrað við ......................3 í^r°ssinn og ég — Hugieiðing ......4 1 brennidepli — Sigur: böldum lífsins hátíð nú ..........6 •*ar sem upprisutrúin liflr .....11 Sigrandi trúarlíf .............. 12 bki sjö sinnum, heldur.......... 14 end "'eð fagnaðarerindi sem er til allra — viðtal ...........16 tjuð var að verki .................19 víw stafurinn — frásaga .........20 Góðar fréttir frá Afríku ..........22 PPgjör á síðustu stundu .........24 b«U víða veröld ...................26 Erá starfinu ......................28 bu komst með hjálpræðið — yóð . 29 Vicr áletranir ..................30 SÁTT VIÐ GUÐ Það styttist til aldamóta og við erum farin að horfa fram til nýrr- ar aldar og spyrja hvað hún beri I skauti sér. Sumir eru svartsýnir, aðrir bjartsýnir. f umræðum um máiið var einhvem tíma sagt: „Fortíðinni getur enginn breytt og framtíðin er alltaf óvissa." Ég hygg að það sé einmitt þetta tvennt, óbreytanleiki fortíðar- innar og óvissa framtíðarinnar, sem svo oft veldur okkur hugar- angri og kvíða. Við horfum til baka og sjáum þau spor sem við höf- um markað. Þar er ýmislegt sem við vildum gjarnan breyta og ósk- um jafnvel að hefði aldrei átt sér stað. En fortíðinni getum við ekki breytt — við getum aðeins reynt að bæta fýrir misgjörðir okkar, leitað sátta og þáð fyrirgefningu. Og hversu nauðsynleg er ekki fýrirgefningin og sáttfýsin í lífi okkar? Af þeim sökum og vegna allra Ijótu sporanna sem við skiljum eftir okkur, verður fyrirgefning Guðs og sáttargjörð svo mikilvæg og nauðsynleg. Án hennar munu feilsporin sífellt valda okkur hugarangri. Án henn- ar verður öll önnur fyrirgefning og sátt lítils virði. Sátt við Guð, sátt við náungann og sátt við lífið haldast í hendur! Framtíðin felur í sér óvissu. Það er einmitt óvissan sem reynist mörgum erfið nú á tímum. Menn spyrja jafnvel: „Verður einhver framtíð?". Áratuga líf i skugga kjarnorkuvígbúnaðar hefur leitt af sér ótta og vonleysi á Vesturlöndum. Óttinn við alvarlega sjúk- dóma, atvinnuleysi og erfitt efnahagsástand sömuleiðis. Sumir sjá jafnvel enga von, engan tilgang og enga framtíð. Inn í heim tilgangsleysis, ótta og vonleysis berst okkur gamall boðskapur sem getur kveikt von, skapað frið og gefið tilgang. Það er boðskapurinn um Jesúm Krist, sem lagði sjálfan sig í söl- urnar fyrir okkur og reis upp frá dauðum svo að við ættum framtíð með honum. Guð tekur okkur í sátt fyrir hann og gefur okkur nýtt líf með honum. Átt þú trúna á hann? Ertu sáttur við Guð, náunga þinn og lífið? Áttu lífið í Jesú Kristi? Þá geturðu horft með gleði og von til nýrrar aldar, hvað sem hún ber í skauti sér. Gleðilega páska! GJG 3

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.