Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1988, Page 19

Bjarmi - 01.03.1988, Page 19
Atburðir föstudagsins langa: Quð var að verki Guð sætti oss við sig fyrir Krist Föstudagurinn langi er í margra augum langur og dimmur þegar þeir líta á hann í ljósi guðspjallanna. Petta er dagurinn þegar myrkraöflin voru einráð að kalla og niðurstaðan varð í samræmi við það. Þetta er dagurinn þegar lærisvein- arnir brugðust; einn varð svikari, ann- ar afneitari. Þetta er dagurinn þegar ráði Gyð- lnga tókst loks eftir langa mæðu að ráða Jesúm af dögum. Og svo beittu þeir þeim aðferðum sem þeir töldu nauðsynlegar, hvort sem það voru lognar sakir eða ljúgvitni. Þetta er dagurinn þegar æstur lýð- nrinn kaus brotamanninn Barrabas irekar en hann sem hafði gengið um á meðal þeirra og gert gott. Þetta er dagurinn þegar rómversku yfirvöldin kórónuðu allt saman með bví að staðfesta og framkvæma dauðadóminn yfir honum sem kallaði Slg lífið, dagurinn sem varð harmsaga frá upphafi til enda. Þegar Pétur útskýrir atburðina á föstudaginn langa gerir hann það á allt annan hátt. Hann kemst svo að orði: „Guð lét þannig rætast það sem hann hafði boðað fyrirfram fyrir munn allra spámannanna“ (Post. 3,18). Það var með öðrum orðum, sam- kvæmt þessari útskýringu, Guð sem var að verki. Það er einmitt á þessum bakgrunni og frá þessu sjónarmiði sem atburðir föstudagsins langa eru fagnaðarboðskapur. Það sem bar Kristi að höndum gerðist vegna synd- ara og í stað syndara. Það var Guð sjálfur sem var að gera reikningsskil — og það var synd syndara sem hann gerði upp. Postulinn lýsir því þannig: Guð sætti oss við sig fyrir Krist. Að vísu er þetta bæði sorglegt og átakanlegt, það sem við nefndum í upphafi. En það er þó einungis umgjörðin. Kjarninn, hin eiginlega orsök, er þetta að hér er Guð að verki. Hér ryður GUÐ syndaranum veg til sín. Núna, á þessum föstudegi langa, býður hann síðan syndurum til sín á grundvelli þess sem hann hefur gert. Hver og einn sem berst þetta boð þarf að svara því. Olav Uglem.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.