Bjarmi - 01.03.1988, Blaðsíða 20
Asbj0rn Aavik:
Hvíti
stafurinn
\v
Y\ ÆSv.
/ Ar^ / v
\ ! V\ ;
’ vlMmm
Hann er hvítur vegna þess að berk-
inum var flett af honum. Hann er
nýhvítur vegna þess að ungur sonar-
sonur, 12 vetra, hafði skorið hann til
að morgni dags, ária á sunnudegi,
enda ætluðu amma og barnabarnið í
guðshúsið að tilbiðja Guð.
Altént sagði gamla konan það við
barnið um sólarupprás:
- Tilbeiðsludagur: Hlauptu ekki
langt í burtu! Og mundu eftir
stafnum!
A
-A. M mma var blind. í hennar
heimi var aðeins myrkur. Nei, ekki
allt. í blindu og elli gekk hún með ljós
Guðs yfir vegarkaflanum sem eftir var
til paradísar. Og til vonarinnar miklu.
Og til eftirvæntingarinnar: Hvað tæki
við á leiðarenda?
Það hafði líka komið sendiboði í
hlaðið alveg óvænt, hlaðið sem var
harðtroðið og sléttað í þreskivöll.
Gamla konan sat þá undir veggnum í
sólinni heilan dag á milli vetrar og
komandi vors. Henni leið vel í hitan-
um og nú lá henni ekkert á.
Þess vegna kom sendiboðinn aftur
og aftur þangað í hlaðið. Eða yfir
þröskuld ef dagurinn var skýjaður eða
vindur gustaði yfir þreskivöllinn. Tveir
kollar - alveg eins. Amma sem
hlustar.
- Augun eru gróin saman en eyrun
eru opin langt inn í höfuðið!