Bjarmi - 01.03.1988, Side 26
ALBANÍA:
Burt með trúna!
Ekki hafa heyrst fréttir um að
yfirvöld í Albaníu hafí breytt
afstöðu sinni gaganvart trúar-
brögðum eftir að Hoxha einræðis-
herra féll frá. Albanía er eina þjóð-
ríkið i heiminum sem hefur lýst
opinberlega yfír því að þar ríki guð-
leysi. Þar hefúr verið sett í lög að
allar trúariðkanir séu bannaðar.
f byrjun síðari heimsstyrjaldar
tilheyrði nær öll þjóðin þrennum
trúarbrögðum. Sjötíu af hundraði
landsmanna töldu sig vera músl-
íma, 20 prósent tilheyrðu rétttrún-
aðarkirkjunni og aðrir kaþólsku
kirkjunni — nema eitt hundrað
manns sem töldust vera mótmæl-
endur.
Þegar kommúnistar tóku völd
iyrir 44 árum pyntuðu þeir og
drápu bókstaflega alla leiðtoga
þessara þriggja stærstu trúarsam-
félaga, segir í blaðinu Dagen.
Ríkisstjórnin gaf yfirlýsingu um
það 1967 að öll trúarleg starfsemi
bryti i bág við lög. Kirkjin og
múhameðsk bænhús um gjörvallt
landið voru jöfnuð við jörðu eða
tekin til annarlegra nota.
JAPAM:
Fornar hefðir fjötra
f Japan hafa siðir og venjur í
menningu og trú rnjóg dúpar rætur
og sitja fast í hugum fólksins, segir
japanski presturinn Oshugi við
blaðið Dagen ■ Noregi. Hann starf-
ar í Kinki-kirkjunni sem sprottin er
upp af starfí norskra kristniboða í
landinu.
Jafnvel fólk sem kallar sig marx-
ista heldur fast við siði úr búdda-
dómi og sjintótrú t.d. i sambandi
við giftingar og jarðarfarir. Þessi
djúpa hollusta gagnvart valdi og
venjum er hár þröskuldur í starfl
þeirra sem vinna að útbreiðslu
fagnaðarerindisins ■ Japan. Menn
eru bundnir við hefðirnar og er
þetta vafalaust ein ástæðan til
þess að einungis einn af hverjum
hundrað Japönum er kristinn.
En jafnframt er kristindómurinn
sú trú sem vekur mestan endur-
hljóm í hugum Japana. Athuganir
leiða í Ijós að 60 prósent lands-
manna hefðu kosið sér kristna trú
ef þeir hefðu haft frjálsar hendur.
Oshugi lítur svo á að þessi niður-
staða sýni raunverulega afstöðu
fólksins. Það þráir ■ raun og veru
annað en það sem það býr við. f
þessari staðreynd er fólgin hin
sterkasta hvatning, segir Oshugi.
Hann telur að vakning verði í Japan
innan stundar.
Þessi japanski prestur varð krist-
inn lyrir 20 árum. Fjölskylda hans
sýnir honum enn fálæti vegna þess
að hann valdi að fýlgja Kristi.
RÚMENÍA:
Kirkjan eflist
Það er stórkostlegur vöxtur í
kirkjunni í Rúmeníu nú um stundir.
Jafnframt búa kristnir menn við
sífellt verri aðstæður. Yfírvöld líta
á það rnjóg alvarlegum augum
hversu ungt fólk streymir til kirkn-
anna og reyna eftir mætti að
bregða fæti lyrir það bæði ■ skólum
og á vinnustöðum.
Þetta er haft eftir rúmenska
biblíusalanum Wagner ■ norska
blaðinu Dagen fyrir nokkru. Wagn-
er var rekinn úr heimalandi sínu.
Firir'fLAnD:
Allir heyri fyrir 2000
Þijú stærstu, kristilegu útvarps-
félög í heimi, Trans World Radio
(TWR), Far Easts Broadcasting Ass-
ociation (FEBA) og það sem venju-
lega er skráð með skammstöfun-
inni HCJB, hafa tekið saman hönd-
um um að stefha að því að fagnað-
arerindið um Jesúm Krist hljómi
öllum heiminum á öldum Ijósvak-
ans fyrir árið 2000. Hafa samtökin
lagt sameiginlega áætlun um að
fyrir þann tima verði unnt að senda
út kristilega prédikun á öllum
höfuðtungumálunum.
Þetta kom fram á evrópskri
útvarpsráðstefnu í Finnlandi á
árinu sem leið. Þarvar m.a. sagt frá
því að þess væru mörg dæmi að
kirkjur og söfnuðir hefði orðið til
fyrir áhrif kristilegrar boðunar í
útvarpi.
Höfuðtungur eru kallaðir þeir
tungumálaflokkar sem meira en
milljón manns tala. Danska og
norska eru t.d. taldar til „sænska
tungumálafíokksins" vegna þess
að Danir og Norðmenn skilja
sænsku. Rætt var um að til væru
276 tungumálaflokkar en áður-
nefnd þrenn útvarpssamtök senda
út dagskrár á aðeins 117 þessara
tungumála. Er nú lagt allt kapp á
að undirbúa útvarpssendingar á
þeim málum sem hafa orðið útund-
an.
Bent var á ýmsar athyglisverðar
staðreyndir á þinginu. f júli urðu
jarðarbúar fímm milfjarðar. Ekki
eru nema 12 ár síðan mannfólkið
var cinum milfjarði færra. Fólkinu
virðist ætla að fjölga með sama
hraða. Nú er öld bama og ungs
fólks. Yfír helmingur mannkyns er
yngri er 24 ára.
Menn streyma á nýja staði. Þann-
ig má tala um þjóðfíutninga til Evr-
ópu. Þangað koma milljónir manna
úr ýmsum áttum. Fólk leitar til
borganna. Fjórir af hverjum tiu
jarðarbúum eiga heima í borgum
og bæjum og ekki er ólíklegt að
þeir verði fimm af tíu um næstu
aldamót.
Nú geysa 36 styrjaldir. Alvarleg-
ast er stríðið á milli íraks og frans.
Fimm milfjónir manna era undir
vopnum, þar af 60 prósent í fátæk-
um þróunarlöndum. Þróunarríkin
hafa tvöfaldað útgjöld sín til hern-
aðar. Minnst var á „uppsveiflu"
gamalla, heiðinna trúarbragða.
Ekkert af þessu á að draga kjark-
inn úr kristnum mönnum, sagði
einn þátttakandi þingsins. Til upp-
örvunar má t.d. benda á hina miklu
kristniboðsvakningu sem fer um
„kristniboðslöndin"; söfnuðir þar
senda kristniboða til annarra
landa og svæða. Efnahagur er víða
góður, auðvelt að ferðast og marg-
vísleg tækni í boði. Þar er mjög litið
til Qölmiðla. En það eru fýrst og
fremst brennandi hjörtu sem elska
frelsarann og sjá hversu mikið er í
húfí að menn læri að þekkja Jesúm
Krist sem útbreiðsla fagnaðarer-
indisins er háð.
26