Bjarmi - 01.02.1992, Blaðsíða 4
Sr. Guðmundur
Guðmundsson
Jesús Kristur
gekk meðfram
vatninu og kom
til móts við
mig. Hann
sagði við mig:
„Fylg þú mér!“
Ég kraup við
fætur hans og
sagði: „Drott-
inn minn og
Guð minn!“
SR. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON:
„FYLG ÞÚ MÉR“
Hann kom til mín við vatnið. Hann leitaði
mig uppi og fann mig. Ég leitaði hans óafvit-
andi, leit mín birtist í óróleika mínum, óræðri
hugsun og óljósri tilfinningu. Jesús Kristur
gekk meðfram vatninu og kom til móts við
mig. Hann sagði við mig: „Fylg þú mér!“ Ég
kraup við fætur hansog sagði: „Drottinn minn
og Guð minn!“ Ég stóð upp og fylgdi honum.
Þetta er stuttur vitnisburður, mótaður eftir
orðum Ritningarinnar, engu að síður vitnis-
burður frá ofanverðri tuttugustu öld. Orð
Guðs er lifandi með þeim hætti að nútíð og
þátíð renna saman í bæn og íhugun, starfi og
þjónustu. Og við það vil ég staðnæmast að
þessu sinni.
Svari maður kalli Guðs með játningunni
„Drottinn minn og Guð minn,“ standi maður
upp og fylgi honum, þá er ekki sá staður í víðri
veröld, þar sem Drottinn er ekki Drottinn, né
það svið lífsins, þar sem Guð er ekki Guð. Allt
lýtur honum, vegna þess að hann er Drottinn
og Guð. Þess vegna segir Ritningin: „Þó að ég
gerði undirstöður jarðarinnar að hvílu minni,
þá ert þú þar“ (Sálm. 139). Allur sálmurinn
vitnar um þetta sama, Guð er nálægur, hann
veit ef ég er á glötunarvegi, hann er svo nálæg-
ur að hann þekkir hjarta mitt, jafnvel betur en
sjálfur ég. Og í trúarjátningunni, sem við þylj-
um svo oft, segjum við: „Hann steig niður til
heljar.“ Pétur postuli skýrir það nánar, sum-
um þykir það óljós texti, að Jesús steig niður
til heljar til að prédika fyrir öndunum í varð-
haldi (1. Pét. 3,19). Sigur Jesú, sigur lífsins, er
svo fullkominn að frá hæstu himins höllum
niður í ystu myrkur, er hann boðaður. Það
myrkur er ekki til, að Guð sé ekki þar nálæg-
ur, enn sem komið er. Dómurinn er ekki
ennþá fallinn, það er náðartími. Guð er ná-
lægur þrátt fyrir allt og allt. Guðleysið er
hlægilegt, sem heldur því fram að Guð hætti
að vera Guð ef honum sé hafnað. Það eina
sem það hefur í för nteð sér er að maðurinn
gerir sjálfan sig kjánalegan. Guð er Guð.
Játningin „Drottinn minn og Guð minn,“ er
þá ekki aðeins fimm orð, heldur guðsdýrkun,
þar sem Guð er sjálfur nálægur okkur í ást
sinni og heilagleika. Það getur ekki farið hjá
því að við fyrirverðum okkur fyrir takmarkan-
ir okkar í því að vera samferðafólki okkar ljós
og salt. Hvað er maðurinn frammi fyrir Guði?
Við hljótum að segja og játa með Pétri post-
ula: „Farþú frá mér, herra, því égersyndugur
maður“ (Lúk. 5,8). En að fyrirverða sig fyrir
Jesú Krist er það sama og að hafna hjálpræðis-
verki Guðs í Jesú Kristi. Ekkert annað steypir
manni í glötun. Hann kom til að reisa menn
við, gera þá að uppréttum mönnum, sem
kunna að líta til himins og geta gengið til móts
við hvaðeina sem kann að mæta þeim með
þessa játningu á vörunum: „Drottinn minn og
Guð minn.“ Sú var saga postulanna og sú er
saga lærisveina Jesú á öllum tímum.
Við hófum þessar hugleiðingar með stutt-
um vitnisburði. Hann er alveg nógu langur,
fjöldi orðanna skiptir ekki öllu máli, 'hitt skipt-
ir meiru, að við höldum af stað í eftirfylgdinni.
Það kemst enginn að raun um fagnaðarerindið
nema að standa upp og fylgja Kristi. Sá fyrir-
verður sig fyrir fagnaðarerindið sem áræðir
ekki að standa upp og fylgja honum sem