Bjarmi - 01.02.1992, Blaðsíða 13
Jón Oddgeir Gud-
mundsson afhendir
Björgvin Jörgensyni
silfurskjöld í tilefni af
því að Björgvin var
gerður að heiðursfé-
lagaÍKFUM.
Frá 40 ára afmælishátíð KFUM á Akureyri
1. desember sl.
Þegar við höfðum hist í fimm ár voru þeir
orðnir 17 ára og þá mátti stofna löglegt
KFUM-félag, aðaldeild. Piltunum leist vel á að
koma á formlegu félagi og vildu umfram allt að
það yrði kallað Kristilegt félag ungra manna,
KFUM, en ég bar undir þá hvað félagið ætti að
heita. Stofndagurinn varsvo 1. desember 1951,
nákvæmlega fimm árum eftir að fyrsti fundur-
inn var haldinn. Séra Jóhann S. Hlíðar var þá
starfsmaður Kristniboðsambandsins á Akureyri
og var hann með okkur við inntöku félags-
manna á stofnfundinum. Piltarnir voru nálægt
tuttugu. Við höfum haldið afmælið hátíðlegt 1.
desember næstum því á hverju ári síðan.“
„Biblían sannfærði mig“
Björgvin kveðst liafa verið leitandi maður á
yngri árum. Hann varð fyrir áhrifum af starfi
Friðriks Friðrikssonar á Akranesi. I Reykjavík
hlustaði hann eitt sinn á Magnús Runólfsson
framkvæmdastjóra KFUM - og hafði raunar
ýmislegt út á mál hans að setja. Stuttu síðar
hittust þeir Magnús aftur og ræddust við og
varð Björgvin þá að viðurkenna að sá fyrr-
nefndi færði afar þungvæg rök fyrir skoðunum
sínum. Rökin sótti hann í Biblíuna.
Nokkru síðar kom Björgvin á samkomu í
vakningarviku í KFUM. „Þar hlaut ég fulla
vissu um guðdóm Jesú Krists og fleiri kenn-
ingaratriði, sem ég hafði hnotið um, og öðlaðist
þá sælu trú að Jesús væri frelsari minn. Gleðin
var óuinræðilega mikil. Ræðumaður þetta
kvöld var Astráður Sigursteindórsson."
Biblían varð sem ný bók og löngunin vakn-
aði að leiða aðra til lifandi trúar á frelsarann. Sú
löngun hefur ekki dvínað. „Ég hét því einu
sinni, þegar ég var drengur heima á Akranesi,
að þjóna Guði um ævina. Það heit hafði ég í
huga þegar ég byrjaði nám í Kcnnaraskólan-
um.“
Þessa þjónustu hefur Björgvin viljað inna af
hendi fyrst og fremst í þrotlausu starfi sínu í
KFUM.
KFUK var stofnað á Akureyri ári síðar en
KFUM. Félögin eiga vistlegt húsnæði í versl-
unarmiðstöðinni Sunnuhlíð í Glerárhverfi. Þau
starfa meðal drengja og telpna og stálpaðra
unglinga auk samkomuhalda á sunnudögum að
vetrarlagi í félagi við kristniboðsvini. Þá eiga
þau skála við Hólavatn í Eyjafirði, um 40 km
frá bænum. Þangað koma hópar barna til dvalar
á sumrin, og á veturna er farið í spennandi úti-
legur um helgar. Kennarar hafa stundum dvalist
við Hólavatn með nemendunt sínum nokkra
daga í senn í svonefndri „vettvangskennslu“.
Félögin eiga annan minni skála utan við Akur-
eyri.
Kristniboðið hefur jafnan skipað háan sess í
starfi KFUM og KFUK á Akureyri. Þegar
starfsmenn kristniboðsins koma til höfuðstaðar
Norðurlands eru þeir ávallt kallaðir á fundi og
samverustundir. Félagar í KFUM hafa orðið
kristniboðar í Afríku. Af þessum samskiptum
hefur hlotist gagnkvæm blessun.
Bjarmi óskar félaginu á Akureyri allra heilla
og vonar að þar hljómi áfrani fagnaðarerindið
um Jesúm Krist og kallið til afturhvarfs, trúar
og þjónustu.
- ba
Biblían varð
sem ný bók og
löngunin vakn-
aði að leiða
aðra til lifandi
trúar á frelsar-
ann. Sú löngun
hefur ekki
dvínað.
li'fáiiuí U.