Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1992, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.02.1992, Blaðsíða 7
landinu og hefur m.a. tekið upp í Alkirkju- ráðinu að banna eigi kristniboð í Eþíópíu því landið sé kristið land.“ Leit kommúnistastjórnin þessum sömu aug- um á rétttrúnaðarkirkjuna? „Nei, þeir gerðu það nú ekki en það er þannig í Eþíópíu, og hefur alltaf verið, að þeir sem hafa stuðning koptísku kirkjunnar hafa haldið völdum í landinu. Sennilega hafa kom- múnistarnir einnig skilið þetta þannig að þeir mismunuðu koptísku kirkjunni gagnvart mót- mælendakirkjunum." „Brautryðjendur á gömlu svæði“ Ef við þá snúum okkur að því starfi sem þú ert að sinna núna í Bórana: Hvernig erástand- ið þar eftir þessar breytingar? „Það er sorgleg saga. Þegar ég byrjaði starf í Bórana árið 1964 voru kristniboðar á öllum stöðvum. í Negellí var ein fjölskylda, tvær kristniboðafjölskyldur í Mega ásamt tveim einhleypum konum, kennara og hjúkrunar- konu og ein fjölskylda ásamt hjúkrunarkonu og kennara í Yavelló. Og það var blómlegt starf. Þegar við komum aftur til Bórana árið 1973 og störfuðum í Mega hafði ég sautján trúboða (prédikara). í Negellí hafði ég sex til tíu trú- boða meðan ég starfaði þar og á þeim tíma voru einnig sex til tíu trúboðar í Yavelló. í dag eru tveir trúboðar sem starfa meðal Bórana í Negellí, tveir í Yavellóog átta í Mega. Um all- ar þessar stöðvar rná segja að þar eru ekki biblíuskólar og engin biblíunámskeið í gangi. Hvorki stutt né löng. Og þetta hefur þá leitt til að það er mjög mikill skortur á trúboð- um. En Bóranaþjóðin er mjög opin fyrir fagn- aðarerindinu. Þar sem það er boðað vill fólk heyra meira. Það vill gjarnan fáfræðslu ogþað vill gjarnan taka skírn. En við höfum ekki mannskap til að annast skírnarfræðslu.“ Getur kirkjan eða þið kristniboðarnir gert ykkur einhverja grein fyrir ástœðum þessara breytinga? „Það hefur nú ekki verið gerð nein kerfis- bundin rannsókn á þessu. En minn skilningur á því er að þegar byltingin var gerð 1974 voru stofnuð bændafélög og bæjarhlutafélög. í Bórana voru leiðtogar í kirkjunni og trúboðar kosnir inn í stjórnir þessara félaga vegna þess að þetta voru menn sem voru mjög vel þekktir á svæðinu og menn sem fólk bar traust til. Og til að byrja með, fyrstu mánuðina, kannski fyrsta árið var margt mjög jákvætt við bylting- una. En smám saman fór þetta að breytast en þá höfðu leiðtogar kirkjunnar ánetjast þessu kerfi og jafnvel þegar guðleysisáróðurinn byrjaði gátu þeir ekkert sagt því þeir voru hluti af kerfinu. Eg álít að kirkjan í Bórana eða leiðtogar hennar hafi rotnað innanfrá. Það var mjög lít- ið um þvingun eða ofsóknir vegna þess ein- faldlega að það var ekki þörf á því þar sem leiðtogar kirkjunnar voru hluti af komrnún- íska kexfinu. Biblíuskólarnir lögðust af og sömuleiðis biblíunámskeiðin. Ástæðan fyrir því var að þeir sem áttu að kenna og setja í gang þessi námskeið og þessa skóla voru hluti Bóranaþjóðin er mjög opin fyrir fagnaðar- erindinu. Þar sem það er boðað villfólk heyra meira. Það vill gjarn- an fá frœðslu og það vill gjarnan taka skírn. En við höfum ekki mannskap til að annast skírnar- frœðslu. 1

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.