Bjarmi - 01.02.1992, Blaðsíða 17
— Hvað er þér minnisstæðast frá mótinu?
„Ætli það hafi ekki verið þegar rútan fór á
hliðina í Hvalfirðinum, en annars á ég auðvit-
að aldrei eftir að gleyma þessu námskeiði.
Mér finnst þetta vera mjög góður hópur og
„mórallinn“ góður. Maður fer úr Ölveri miklu
ríkari en maður kom“.
Fjölnir
Guðmundsson
Skemmtilegt og
spennandi
— Hvað heitirðu?
„Fjölnir Guðmundsson“.
— Hvað ertu gamall?
„Sautján ára“.
— Ertu búinn að vera lengi í KSS?
„í rúmt ár“.
— Hvernig er í ferðalögum, mótum og fleiru
meðKSS?
„Það er mjög skemmtilegt og fræðandi".
— Hvernig finnst þér nýársnámskeiðið?
vÆvintýralegt en umfram allt fræðandi".
— Hvað er þér minnisstæðast frá námskeið-
inu?
„Það er líklega gönguferðin sem við fórum í
nokkrir strákar, hún var mjög spennandi“.
— Attu gæludýr?
„Nei“.
—- Viltu segja eitthvað að lokum?
»Eg þakka fyrir mjög skemmtilegt og
spennandi mót“.
NÝ-UNG:
Ráðstefna á Selfossi
Helgina 28. febrúar - 1. mars, næstkomandi, mun NÝ-UNG
KFUM og KFUK standa fyrir ráðstefnu á Hótel Selfossi. Er þetta
kjörið tækifæri fyrir unga sem aldna til að uppbyggjast í trúnni og
hvíla sig á ys og þys hversdagsleikans.
Ráðstefnan verður með svipuðu sniði og sú sem haldin var á
Hótel Borgarnesi í fyrra. Dagskráin hefst nieð samverustund á
föstudagskvöldinu. A laugardag verða stundir fyrir hádegi og síð-
degis og einnig umræðuhópar. Um kvöldið verður þríréttaður
hátíðarkvöldverður og samlelagsstund. Á sunnudag er síðan ætl-
unin að fara í messu.
Boðið verður upp á sálgæslu og fyrirbæn og auk andlegrar
hressingar verður að sjálfsögðu sundferð eða önnur líkamleg
hressing fyrir þá sem það vilja.
Verði er stillt í hóf, kr. 7.800.- fyrir manninn, en innifaliö í því
er gisting í tvær nætur og fullt fæði.
Allir eru hjartanlega velkomnir, hvort sem þeir hafa nokkuð
verið viðriðnir NÝ-UNG eða ekki. Þar sem ráðstefnugestir búa á
þægilegum hótelherbergjum er t.d. tilvalið bæði fyrir fullorðið
fólk og fjölskyldur að taka þátt.
Skráning fer fram á aðalskrifstofu KFUM og KFUK í síma
678899.
LigdHöH