Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1992, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.02.1992, Blaðsíða 15
arhald á þessum mikla dýrgrip. Ganneau tókst að gera afsteypu, blautt pappa-atþrykk af framhliðinni, svo að risturnar komu fram eins og í lágmynd, og mátti þannig varðveita áletr- unina fyrir samtíð og framtíð. En Arabarnir litu þetta hornauga, þegar þeir fóru að átta sig á, að steinninn kynni að vera verðmætur, og sprengdu hann því í mola með púðri. Þegar vísindamennirnir komu aftur á staðinn, fundu þeir aðeins þrjá fimmtu hluta konungssteinsins, þ.e. tvo stóra hnullunga og þrjú minni brot. Hinn frægi steinn frá Dhiban í Móabsríki stendur nú í Louvre-safninu í París. Mesasteinninn er elsta ritaða heimildin frá Landinu helga. Risturnar eru um það bil frá árinu 840 f.Kr. Þær eru á tungu Móabs, en hún var mállýska, skyld hebresku Biblíunnar. Steinninn reyndist því sannarlega vera dýr- gripur. Stórviðburður I þessari merkilegu áletrun greinir Mesa konungur frá því, að ísraelskonungurinn Omrí (883-875 f.Kr.), hafi lengi kúgað Móab, en hann liafi nú „með liðsinni guðsins Kemoss“ frelsað sig og þjóð sína undan okinu og komið á fyrri skipan í landi sínu. Auk þess lýsir hann því, hvernig hann tekur aftur ýmsa staði frá ísrael, m.a. Medbar, Atarot og Nebó, svo og borgina Jahas, sem konungur ísraels hafi reist. A Mesasteininum er því staðfesting á ýms- um atriðum, sem Biblían greinir frá: 1 • Sagt er, að Omrí sé konungur í ísrael. 2. Móab var skattskylt ísrael. 3. „Guðsmennirnir áttu heima í Atarot frá örófi alda“, segir á steininum, og það kemur heim og sarnan við 4. Mós. 32,3-4. 4. Mesa lagði borgina Nebo undir sig eins og vikið er að í 4. Mós. 3, sbr. Jes 15,2. 5. Borgin Jahas kemur viðsögu, sbr. Jes. 15,4. Það er ekki aðeins Mesasteinninn, sem segir, að Omrí hafi verið voldugur drottnari, heldur taka assýriskir konungar undir þau um- mæli, enda kalla þeir ísrael „land Omrís“ í kílskriftum sínum, er þeir hafa höggvið á steina. Benda má á ósamræmi milli frásagnar Bibl- íunnar og þess, sem ritað er á Mesasteininn. Samkvæmt 2. Kon. 3,4,5 var það Jóram, sem fór í stríð við Móab, en á Mesasteininum segir, að sá hafi veriðsonur Omrís, þ.e. Akab. Skýringuna á þessu gefur A.H. Sayce, pró- fessor í háskólanunt í Oxford. Hann er manna fróðastur um sögu og málefni Assýríu og nýt- ur mikils álits og virðingar. Sayce telur, að hér sé um að ræða tvær styrjaldir. Jafnvel þetta atriði má staðfesta á okkar tímum. Prófessor Sayce hefur ritað athygl- isverð orð í öðru samhengi: „Sá, sem leggur stund á að rannsaka fræðin unt Assýríu, er sífellt að uppgötva eitthvað nýtt, sent kentur honum á óvart, og lítið brot getur allt í einu varpað ljósi á gamla spurn- ingu, sem hann hélt fyrir löngu, að væri af- greidd að l'ullu og öllu. 1 fræðunum um Assýr- íu fæst aldrei endanleg niðurstaða, ekki frem- uren í öðrum vísindagreinum“. Hið mikla gildi Mesasteinsins er nreðal ann- ars fólgið í því, að hann sýnir í mörgum veiga- miklum atriðum, hversu nákvæm og rétt sögu- ritunin í Biblíunni er. Viö hljótum að taka undir orð sálmaskáldsins: „Þitt orð cr sann- leikur“. Folke Thorell Heae^sla Mesasteinninn fannst árið 1868. Hann er frá 9. öld f.Kr. og geymir merkilega áletrun sem kemur heim við sögu- ritun Biblíunnar. Hið miklagildi Mesasteinsins er meðal ann- ors fólgið íþví, að hann sýnir í veigamiklum atriðum, hversu nákvœm og rétt söguritunin í Biblíunni er.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.