Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1992, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.02.1992, Blaðsíða 6
V/c3/<a / Rætt við Harald Ólafsson, kristniboða „VIÐ ÞURFUM FYRIRBÆN“ Við höfum komið okkurfyrir í stofunni heima, ég og Haraldur Ólafsson, kristniboði. Hann er í stuttu leyfi heima í Noregifrá störfum í Suður-Eþíópíu. Par hefur hann reyndar verið með hléum allt frá árinu 1964 er hann og kona hans, Björg, sem er norsk, hófu störf meðal Bóranaþjóðflokksins í S-Eþíópíu. Að þessu sinni er hann einn úti og er því heima tvo mánuði á ári hverju. Meðan kaffið rennur í könnuna leikur mérfyrst forvitni á að vita hvernig ástandið í Eþíópíu er eftirþœr miklu breytingar sem áttu sér stað í landinu sl. sumar. En eins og kunnugt erféll stjórn kommúnista og Meng- istus Haile Mariam forseta og við tók bráðabirgða- stjórn leiðtoga stærstu þjóðflokka landsins. lausn á vandanum. En ef ríkið fari að blanda sér inn í þessar erjur, eins og gert hefur verið áður, sé bara verið að setja lok á vandann." En er þá ekki hœtta á að þjóðflokkarnir og þjóðabrotin einangrist enn meir og landið jafn- vel skiptist upp? „Pessu hefur verið haldið fram en ég held að þeirra hugsun sé hið gangstæða. Með því að hleypa þessu lausu séu þeir að sýna fram á að það sé ómögulegt fyrir eþíópskt þjóðfélag og þessvegna hvaða þjóðfélag sem er, að lifa í ófriði við nágrannana og að þessi ýmsu þjóð- félög sem byggja Eþíópíu séu háð hvert öðru og þau verði að mynda stærri eindir til þess að þetta verði þjóðfélag sem er fjárhagslega sjálfstætt." En nú lítur út fyrir að þessi nýja stjórn Melles Zenawís forseta, vilji reyna að láta þjóðflokkana leysa sín vandamál sjálfa. „Ég held að fólk sé fegið að hafa losnað við Mengistu forseta og lið hans. Fólk var óskap- lega leitt á því og óttinn við að ungu mennirnir væru kallaðir til herþjónustu hvíldi á fólkinu eins og mara. Nú er þetta horfið. Það er eins og það finni til meira öryggis, enda er ástæða til þess. Það er ekki lengur stríð í þeirri merk- ingu að herir standi andspænis hver öðrum. En hin ýmsu þjóðerni í Eþíópíu eiga í erjum. Það er vandi, sem fyrri stjórnir hafa ekki viljað taka alvarlega, hvorki stjórn Haile Sel- assie, keisara, né stjórn Mengistus, forseta. En nú lítur út fyrir að þessi nýja stjórn Melles Zenawís, forseta, vilji reyna að láta þjóð- flokkana leysa sín vandamál sjálfa og að þær erjur sem núna koma upp verði leystar án af- skipta ríkis og miðstjórnar ríkisins. Sennilega hugsa þeir sér að þannig verði raunveruleg „Nýir tímar“ Hver er afstaða hinnar nýju stjórnar, gagn- vart kirkjunni og hinum erlendu kristniboð- um? „Hún er mjög jákvæð. Skömmu eftir valda- tökuna í vor kallaði Melles, forseti, leiðtoga hjálparstofnana kirkna og kristniboðsfélaga á fund þar sem hann lýsti yfir ósk stjórnar sinnar um að þessar stofnanir styrktu og efldu starf sitt. Þeir mættu að minnsta kosti ekki draga úr því. Og kirkjurnar hafa m.a. fengið stuðning á þann hátt að gamla réttrúnaðarkirkjan (kopt- íska krikjan) í Eþíópíu hefur fengið skýr boð um að það sé enginn munur á henni og öðrum kirkjum eða trúarbrögðum. Þannig var það ekki einu sinni undir gömlu keisarastjórninni. Koptíska kirkjan hefur ávallt litið á sig sem einu Eþíópsku kirkjuna sem á að fá að starfa í

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.