Bjarmi - 01.03.1997, Síða 14
Ég er sannfærður um að til er æðri máttur sem
heitir Guð og ég treysti honum. Það skiptir máli að
nálgast hann og lifa í peim anda sem hann kennir
okkur í Biblíunni.
bragðmiklir og bera vott um góða kimni-
gáfu höfundarins. Þeir fjalla á skemmti-
legan hátt um mörg svið mannlífsins,
eins og ást, drauga, róna, samskipti við
þrjóska stóðhesta, þynnku, einmana-
lega þanka manns sem etur pylsu upp
við bæjarins bestu, sjómann sem er
borinn ofurliði af aðdráttarafli hafsins,
að ógleymdri Möggu í bragganum. Fyrir
síðustu jól sendi Magnús frá sér plöt-
una „Ómissandi fólk" ásamt KK. Titillag
plötunnar hefur verið mikið leikið i
útvarpi. Texti lagsins, sem birtist með
viðtalinu sem hér fer á eftir, íjallar um
hve lífið er hverfult og jarðnesk gæði
fánýt handan grafar. Þessi texti rak
tíðindamann Bjarma á fund Magnúsar í
því skyni að ræða við hann um
heiminn, dauðann, trúna og eilífðina.
Erí þú trúaður, Magnús?
Ég er í hópi þeirra mörgu íslendinga
sem eiga sína barnatrú. Ég er sann-
færður um að til er æðri máttur sem
heitir Guð og ég treysti honum. Það
skiptir máli að nálgast hann og lifa í
þeim anda sem hann kennir okkur í
Biblíunni. Mér finnst Biblían þó vera
svolítið snúin bók og margt i henni
stangast hvað á við annað. Til dæmis
finnst mér stundum erfitt að sjá sam-
hljóm milli Gamla og Nýja testa-
mentisins. Þó ég trúi þá leita ég Guðs
ekki mikið. Til dæmis bið ég allt of
sjaldan, einna helst að ég biðji íýrir fólki
sem ég þekki ef það á erfltt.
Ég tilheyri þjóðkirkjunni en er ekki
kirkjurækinn. Ég held að þjóðkirkjan sé
búin að missa tiltrú unga fólksins, hún
höfðar ekki til þess. Ég er þeirrar skoð-
unar að það sé ekki gott íýrir kirkjuna
að vera ríkisrekin. Sjáðu bara þessa
frjálsu söfnuði eins og Krossinn og
Veginn og hvað þetta allt heitir. Þar iðar
allt af lífi því ungt fólk finnur sig þar,
frelsast og hvaðeina. Ég veit ekki
nákvæmlega hvað veldur því að þjóð-
kirkjan nær ekki til unga fólksins.
Kannski er hún of gamaldags? Tónlistin
er daufleg, endalaust orgelspil og guðs-
þjónustumar em eins og útfarir.
Langamma og
Mannakorn
Langamma mín, Ólöf Jónsdóttir, trúði
mjög einlægt á Jesú Krist. Hún missti
son sinn tíu ára gamlan á mjög svip-
legan hátt. Drengurinn var sendur í sveit
austur íýrir fjall og fékk að fýlgja mönn-
um sem ætluðu ríðandi frá Reykjavík og
austur. Þeir vom að skvetta í sig á leið-
inni og urðu dauðadrukknir. Á Hellis-
heiði skall á svartaþoka. Þeir gleymdu að
passa upp á drenginn og hann týndist og
fannst ekki aftur á lífi. Þetta varð til þess
að langamma missti trúna um tima.
Henni fannst Guð vera gífurlega órétt-
látur að taka litla augasteininn sinn frá
sér. Svo gerðist það ótrúlega. Eitt sinn
þegar hún var að vitja um leiði sonar
sins þá fann hún blað, rifrildi sem á var
letruð ritningargrein sem höfðaði beint
til hennar og var svar við þeim vanda-
máium sem hún glímdi við. Þá öðlaðist
hún trúna aftur.
Langamma bað mig mjög oft að lesa
fýrir sig upp úr Biblíunni og ræddi mik-
ið við mig um trúmál og ég er sann-
færður um að eitthvað hefur setið eftir
af þeim holla lærdómi. Hljómsveitin
Mannakorn heitir eftir litlu miðunum
með ritningarstöðunum sem ég komst í
kynni við hjá henni. Hún lét mig gjama
draga miða og það var merkilegt hvað
ritningarstaðirnir áttu oft vel við það
sem ég var að hugsa um hverju sinni.