Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 13
i „Þetta jarðneska drasl er fánýtt" Magnús Eiríksson tjáir sig um dauðann og tilveruna Dauðinn er fylgikvilli lífsins. Flestir óttast hann og hann eirir engum. Sumum gerir hann boð á undan sér og þeir bjóða hann jafnvel velkominn, aðra tekur hann burt í blóma lífsins án viðvörunar, óboðinn. Víða í bókum Biblíunnar erum við minnt á að lífið er hverfult, eins og allt annað í þessum heimi. „Dagar manns- ins eru sem grasið, “ segir skáldið, sem orti 103. Davíðssálm, og heldur áfram: „Hann blómgast sem blómið á mörkinni, þegar vindur blæs á hann er hann horf- inn, og staður hans þekkir hann ekki framar. “ Verðmætamat Guðs er annað en okkar. Jesús sagði: „Safnið yður ekki fjár- sjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur Jjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. “ Jarðnesk gæði nýtast okkur ekki í dauðanum, hvorki peningar, eignir, völd né vinsældir. Hin sönnu verðmæti og jafnframt þau einu sem gilda handan grafar eru, samkvæmt Guðs orði, að þiggja náð Guðs í Kristi. Magnús Eiríksson tónlistarmann þarf vart að kynna fyrir lesendum Bjarma Guðmundur Karl Brynjarsson fremur en öðrum íslendingum. Að undanförnu hafa staðið yfir sýningar á „Braggablús" þar sem vinsælustu lög hans gegnum tíðina eru rifjuð upp. Magnús á mörg grípandi og mjög fjöl- breytileg lög sem fýrir löngu eru orðin klassísk. Textarnir eru kjarngóðir og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.