Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 6
Haraldur Níelsson. fékk í hendur bókina The Human Person- ality and Its Survival of Bodily Death eftir breska málfræðinginn F. H. Myers, en hún fjallaði um dulvitund mannsins og framhaldslíf hans eftir líkamsdauðann. Þegar spurðist út, að Einar væri farinn að gera tilraunir til að ná sambandi við hina látnu, upphófust mikilar ritdeilur um það í blöðum landsmanna, og sýnd- ist sitt hverjum. Einn mikilvægasti stuðningsmaður Einars varð þó guðfræð- ingurinn Haraldur Níelsson, sem þá var farinn að vinna að nýrri, íslenskri þýð- ingu á Gamla testamentinu. Á þessum tima var nýguðfræðin svo- nefnda að iyðja sér til rúms meðal ís- lenskra guðfræðinga, en hún leitaðist við að veija kristindóminn íyrir gagnrýni efnishyggjunnar með því að rannsaka sögulegt gildi rita Biblíunnar út frá mæli- kvarða vísindanna. Þetta þýddi, að það eitt mátti kenna til trúar, sem gat stað- ist vísindalega gagnrýni, en fyrir vikið var dregið úr áreiðanleika þess yfimátt- úrulega svo sem guðdómi Jesú Krists, upprisu hans og kraftaVerkunum. Sr. Jón Helgason, sem síðar varð biskup íslensku þjóðkirkjunnar, varð fyrstur til „Upprisa mannsins byggist á upprisu vmai við dr. L.. ■ ■ Sigurbjörnsson prófessor |/>við guðfræ,ðideild iillblb Haskóla Islands Huemig skilgreinir kristin trú dauðann? „Það kemur fram í syndafallssögunni, að dauðinn er refsing fyrir synd. í Róm. 5 ber Páll Adam og Krist saman. Við synd Adams kom dauðinn til sögunnar, en Kristur er hinn nýi Adam. í I. Kor. 15 er talað um dauðann sem óvin, er Krist- ur hafi lagt að velli. Kristin sköpunartrú er sérstök fyrir þann boðskap, að ver- öldin sé góð í öllum fjölbreytileika sín- um, enda segir í Biblíunni, að Guð hafi talið sköpun sína góða, þegar hann hafi litið á hana. Guð hafði fyrirbúið mann- inum að lifa með sér, en syndin kom í veg fyrir það. Dauðinn sem aðskilnaður frá Guði er því refsingin. Kristin trú af- neitar því, að eitthvað búi með mann- inum eins og ódauðleg sál, sem eigi fyrir víst líf hjá Guði. Eilíft líf er gjöf Guðs, sköpun hans og blessun. Frelsun frá dauða fæst ekki fyrir ávinning, heldur er hún náðargjöf. „Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í KristiJesú, Drottni vorum. “ (Róm. 6: 23.)“ Hvaða þýðingu liefur upprisanfyrir kristna trú? „Upprisa mannsins byggist á upprisu Krists, en hún merkir, að Kristur hafi sigrast á dauðanum. Þetta er náttúru- lega miðlægt atriði í kristinni trú, að Kristur dó vegna vorra synda sam- kvæmt ritningunum, hann var grafinn og hann reis upp á þriðja degi. Dauði Jesú hefur enga þýðingu, ef hann hefur ekki risið upp frá dauðum. Páll ítrekar það í I. Korintubréfi, að hafi Kristur ekki risið upp frá dauðum, þá sé predikun vor ónýt. (I. Kor. 15: 14.) Predikun post- ulans og trú kirkjunnar byggist þess vegna á því, að Kristur sé upprisinn. Upprisa hans leiðir ennfremur í ljós, að maðurinn muni líka risa upp. „Nú er Kristur upprisinn frá dauðum sem frum- gróði þeirra, sem sofnaðir eru.“ (I. Kor. 15: 20.)“ Hefur spíritisminn eitthvaðfram aðfæra fyrir kristna trú? „Ég svara þeirri spumingu neitandi. Ég held, að spíritisminn hafi ekkert fram að færa fyrir kristna trú. Margir talsmenn spíritismans, svo sem sr. Haraldur Níels- son prófessor, töldu, að spíritisminn hefði bæði unnið þeim sjálfum og krist- inni trú gagn, þar sem hann hefði leitt í ljós, að hið yfimáttúrulega í kristindóm- inum væri staðfesting á gildi hans. Á tímum Haraldar var efnishyggjan mjög sterk og vísindin talin skipta öllu máli. Hins vegar er ekki hægt að fá vísindalega sönnun fyrir trúaratriðunum eða hinstu rökum fremur en öðru þvi, sem hefur huglægt gildi fyrir okkur svo sem ástinni, trúmennskunni og frelsinu. Haraldur hélt, að hann hefði komist að því í gegn- um spíritisma og sálarrannsóknir, að Upprisa hans leiðir ennfremur í Ijós, að maðurinn muni líka rísa upp. „Nú er Kristur upprisinnfrá dauðum semfrumgróði Ipeirra, sem sofnaðir eru." (I. Kor. 15:20)

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.