Bjarmi - 01.03.1997, Side 27
Kátir voru karlar.
Góðviðrisglott.
Átali.
á við. Sú aðferð sem er best að mínu
mati er „Andrésaraðferðin," þ.e.a.s að
kristinn maður segi vini sínum frá og
reyni að fá hann með sér. Sú aðferð
hefur sýnt sig sem áhrifaríka leið að
markinu. Það er mikilvægt í þessu sam-
hengi að félagið viti hvað það standi
fyrir, annars er allt árangurslaust.
Eitthvað að lokum?
Já, ég verð að taka það fram hvað ég hef
verið glöð með þær breytingar sem hafa
orðið á félaginu í vetur. Guð er að verki,
það sást vel á mótinu, þar var mikil ein-
ing og það var uppbyggilegt í alla staði.
Vísindin eru líka
trúarbrögð
Gísli Jónsson er nemi við Háskóla ís-
lands og hann er virkur þátttakandi í
stúdentafélaginu.
Gísíi, hvemig var á mótinu?
Þetta var mjög gott mót. Ég hafði ekki
farið á stúdentamót áður þannig að ég
vissi ekki við hverju var að búast en
mótið stóðst væntingamar.
Hvemig Jannst þér andinn á mótinu?
Góður. Þama var mjög ólíkt fólk saman
komið, en það náði vel saman.
Gisli, nú ertþú maður vísindanna og
stundar nám á háskólastigi. Áttu ekki að
vita betur en að vera að eltast við mót af
þessu tagi? Þú veist það vel að vísindi
og trúfara ekki saman. eða hvað?
Ég er líklega óupplýstur. Það er stór
misskilningur að vísindin séu einhver
stór sannleikur. Vísindin em í raun líka
trúarbrögð. Þú þarft að gefa þér ákveðn-
ar forsendur til þess að hlutimir gangi
upp. Sú fullyrðing að visindi og trú fari
ekki saman er úrelt.
Græddir þú á því aðfara á mótið?
Mótið var uppbyggilegt. Sumt sem þar
heyrðist var upprifjun en annað alveg
nýtt. Ég fékk mikið út úr laugardags-
kvöldinu.
Eitthvað að lokum?
Ég var mjög ánægður með bókakynn-
ingarnar. Þær gáfu mér mikið. Ég er
viss um það að bækur um kristileg
málefni geta hjálpað manni mikið.
Bjarmi er þakklátur viðmælendunum og
óskar Kristilegu stúdentafélagi Guðs
blessunar um ókomnaframtíð.
Snædísir.