Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.03.1997, Blaðsíða 29
reyta öllu Sr. Jónas Gíslason Slíkt var gildi upprisu Jesú í augum Páls. Ef hún var ósönn var kristinn boðskapur blekking og einskis virði. Þess vegna heldur Páll áfram með fullvissu trúaðs kristins manns: „En nú erKristur upprisinn frá dauðum sem frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru..Þuí að eins og allir degja fyrir samband sitt við Adam, svo munu allir lífgaðir verða fgrir samband sitt við Krist. “ Krossfestingin og upprisan eru óaðskiljanlega samtvinnuð í boðskap kristinnar trúar. Það var hinn krossfesti sem reis upp frá dauðum og það var hinn upprisni sem hangið hafði á krossinum. Hvorugt má vanta. Hvers virði væri krossdauði Krists okkur ef hann hefði ekki risið aftur upp frá dauðum? Einskis virði! Hvers virði væri upprisa Drottins Jesú Krists okkur ef hann hefði ekki fyrst dáið í okkar stað á krossinum? Einskis virði! Aðskilið hvort frá öðru missir hvort tveggja gildi sitt fyrir okkur. En sem upphaf og endir sama hjálpræðisverks hafa báðir þessir atburðir úrslitaáhrif á líf okkar. Hinn krossfesti og upprisni frelsari gaf líf sitt til lausnar- gjalds fyrir marga. Hann vann sigur yflr valdi dauðans og gaf okkur nýtt líf. Ekki aðeins eitthvað óljóst framhald hins jarð- neska lífs heldur eilíft líf með sér hjá Guði. Þetta er gildi páskanna fyrir okkur. Þeir gjörbreyta öllu. Við eigum aðgang að allri náð Guðs fyrir trúna á hinn krossfesta og upprisna frelsara Drottinn Jesú Krist. Veitum honum viðtöku á þessum páskum. Felum honum allt líf okkar og starf, þá munum við fá að reyna hið sama og Sr. Jónas Gísiason, vígslubiskup. lærisveinarnir forðum. Nýr morgunn mun renna upp í lífi okkar. Við eignumst nýjan lofsöng og getum tekið undir með trúuðum kristnum mönnum á öllum öldum: „Kristur er upprisinn! Kristur er sannarlega upprisinn!" Guð gefi okkur gleðilega páska!

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.